Takk fyrir ekkert Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 13. september 2022 20:00 Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Það er með ólíkindum að hæstu áfengisskattar í Evrópu dugi ekki sitjandi ríkisstjórn, sem í orði kveðst styðja atvinnulífið í allri sinni fjölbreytni. Í því samhengi er boðuð 7,7% hækkun á áfengisgjaldi með öllu ólíðandi, enda mun hún annað hvort koma úr tómum vasa veitingamanna eða fara út í verðlagið, sem aftur stuðlar að hærra verðlagi og viðvarandi verðbólgu. Veitingageirinn hefur barist í bökkum síðastliðin ár. Há opinber gjöld og óhagstæðir kjarasamningar hafa haldið greininni í spennitreyju um árabil og Covid-aðgerðir stjórnvalda riðu mörgum fyrirtækjum að fullu. Andvaka veitingamenn Framundan er dimmur vetur og nýkynnt fjárlagafrumvarp varpar ekki ljósi inn í hann. Þvert á móti má ætla af því, að nú eigi kné að fylgja kviði og áfram skuli níðst á atvinnugrein sem er illa löskuð. A.m.k. setur veitingamenn hljóða við skilaboðin frá hinu opinbera, enda felast í þeim brotin loforð og dapurlega sýn sem heldur vöku fyrir veitingamönnum. Að óbreyttu er ljóst að afleiðingarnar af hækkandi álögum verða alvarlegar og veitingastöðum mun fækka. Vilji stjórnvalda til að leggja auknar byrðar á greinina bætist ofan á launaþróun sem hið opinbera hefur leitt, aukinn kostnað vegna verðbólgu sem hið opinbera hefur ekki brugðist við og aukin umsvif eftirlitsgeirans sem hið opinbera rekur og rukkar hressilega fyrir. Allt ofangreint kyndir undir áframhaldandi verðbólgu og takmarkar möguleika atvinnurekenda að skila viðunandi rekstrarárangri. Megum við ekki bara reka fyrirtækin okkar í friði? Á tyllidögum segjumst við búa í frjálsu hagkerfi, þar sem framboð, eftirspurn og frammistaða fyrirtækja ræður mestu um afkomuna. Raunin er hins vegar sú, að samfélaginu er miðstýrt úr hófi og atvinnufrelsi er í raun takmarkað vegna inngrips stjórnvalda, verðhækkana og afskipta sem hafa skaðleg áhrif fyrir einkarekin fyrirtæki. Á sama tíma stækkar báknið, starfsfólki fjölgar, boðleiðir lengjast og tíminn sem fer í að leysa einföld mál. Sumarið gekk vel víða, með auknum fjölda ferðamanna sem koma með nauðsynlegan gjaldeyri inn í landi. Mörgum ferðamanninum þykir hins vegar nóg um verðlagið hér á Fróni, sem er með því hæsta í heimi – ekki síst á áfengum drykkjum. Veruleg hækkun á opinberum áfengisgjöldum er síst til þess fallin að auka samkeppnishæfni Íslands eða stuðla að auknum fjölda ferðamanna. Þvert á móti er hún fráhrindandi og minnkar aðdráttarafl okkar í alþjóðlegu samhengi. Veitingageirinn vill leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við bjóðum góðan mat og góða drykki, sköpum þúsundir starfa og gegnum mikilvægu hlutverki við mótun menningu lands og þjóðar. Við höfum þurft að þola margt á undanförnum misserum en nú er nóg komið. Við treystum því, að Alþingi láti óréttlætið ekki fram ganga og hafni auknum álögum á greinina. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veitingastaðir Skattar og tollar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Það er með ólíkindum að hæstu áfengisskattar í Evrópu dugi ekki sitjandi ríkisstjórn, sem í orði kveðst styðja atvinnulífið í allri sinni fjölbreytni. Í því samhengi er boðuð 7,7% hækkun á áfengisgjaldi með öllu ólíðandi, enda mun hún annað hvort koma úr tómum vasa veitingamanna eða fara út í verðlagið, sem aftur stuðlar að hærra verðlagi og viðvarandi verðbólgu. Veitingageirinn hefur barist í bökkum síðastliðin ár. Há opinber gjöld og óhagstæðir kjarasamningar hafa haldið greininni í spennitreyju um árabil og Covid-aðgerðir stjórnvalda riðu mörgum fyrirtækjum að fullu. Andvaka veitingamenn Framundan er dimmur vetur og nýkynnt fjárlagafrumvarp varpar ekki ljósi inn í hann. Þvert á móti má ætla af því, að nú eigi kné að fylgja kviði og áfram skuli níðst á atvinnugrein sem er illa löskuð. A.m.k. setur veitingamenn hljóða við skilaboðin frá hinu opinbera, enda felast í þeim brotin loforð og dapurlega sýn sem heldur vöku fyrir veitingamönnum. Að óbreyttu er ljóst að afleiðingarnar af hækkandi álögum verða alvarlegar og veitingastöðum mun fækka. Vilji stjórnvalda til að leggja auknar byrðar á greinina bætist ofan á launaþróun sem hið opinbera hefur leitt, aukinn kostnað vegna verðbólgu sem hið opinbera hefur ekki brugðist við og aukin umsvif eftirlitsgeirans sem hið opinbera rekur og rukkar hressilega fyrir. Allt ofangreint kyndir undir áframhaldandi verðbólgu og takmarkar möguleika atvinnurekenda að skila viðunandi rekstrarárangri. Megum við ekki bara reka fyrirtækin okkar í friði? Á tyllidögum segjumst við búa í frjálsu hagkerfi, þar sem framboð, eftirspurn og frammistaða fyrirtækja ræður mestu um afkomuna. Raunin er hins vegar sú, að samfélaginu er miðstýrt úr hófi og atvinnufrelsi er í raun takmarkað vegna inngrips stjórnvalda, verðhækkana og afskipta sem hafa skaðleg áhrif fyrir einkarekin fyrirtæki. Á sama tíma stækkar báknið, starfsfólki fjölgar, boðleiðir lengjast og tíminn sem fer í að leysa einföld mál. Sumarið gekk vel víða, með auknum fjölda ferðamanna sem koma með nauðsynlegan gjaldeyri inn í landi. Mörgum ferðamanninum þykir hins vegar nóg um verðlagið hér á Fróni, sem er með því hæsta í heimi – ekki síst á áfengum drykkjum. Veruleg hækkun á opinberum áfengisgjöldum er síst til þess fallin að auka samkeppnishæfni Íslands eða stuðla að auknum fjölda ferðamanna. Þvert á móti er hún fráhrindandi og minnkar aðdráttarafl okkar í alþjóðlegu samhengi. Veitingageirinn vill leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Við bjóðum góðan mat og góða drykki, sköpum þúsundir starfa og gegnum mikilvægu hlutverki við mótun menningu lands og þjóðar. Við höfum þurft að þola margt á undanförnum misserum en nú er nóg komið. Við treystum því, að Alþingi láti óréttlætið ekki fram ganga og hafni auknum álögum á greinina. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar