Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 14:01 Heimir Hallgrímsson á fyrir höndum verðugt verkefni með jamaíska landsliðinu ef fram heldur sem horfir. Getty/@cedellamarley Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. Þó að Heimir hafi enn ekki verið kynntur sem þjálfari Jamaíku bendir allt til þess að það verði gert á föstudaginn. Jamaíski miðillinn The Gleaner gekk svo langt að segja að Heimir hefði þegar haft sitt að segja um valið á nýjasta landsliðshópi Jamaíku, sem mæta mun Argentínu í vináttulandsleik undir lok mánaðarins. Það virðist hafa vakið mikla athygli og reiði að í þeim landsliðshópi er hvergi að finna Andre Blake, sem verið hefur fyrirliði og aðalmarkvörður Jamaíku. Blake er 31 árs og ver mark Philadelphia Union sem er á toppi MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Gagnrýndi sambandið á samfélagsmiðlum Blake segist sjálfur ekki vita af hverju hann hafi ekki verið valinn og á samfélagsmiðlum hefur mynd verið í dreifingu þar sem segir: „Við stöndum með Blake. 9.24.22 verður sögulegur,“ en jamaíski landsliðshópurinn á einmitt að koma saman 24. september og virðist myndin gefa til kynna að liðsfélagar Blake ætli að sýna honum stuðning með einhverjum hætti. Talið er að Blake hafi angrað nýju vinnuveitendurna hans Heimis í jamaíska knattspyrnusambandinu þegar hann skrifaði við færslu á samfélagsmiðlum, þess efnis að nýr landsliðsþjálfari yrði kynntur bráðlega; „Nýr aðalþjálfari með sama knattspyrnusambandi mun væntanlega skila sömu niðurstöðu.“ Marley vill að barist verði fyrir réttindum Cedella Marley, dóttir söngvarans Bobs Marley og sérlegur sendiherra jamaíska kvennalandsliðsins, hefur blandað sér í málið og gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna fjarveru Blakes. Hún hefur áður verið ósátt með störf sambandsins, sem leitt er af Michael Ricketts. View this post on Instagram A post shared by Cedella Marley (@cedellamarley) „Hvernig getur staðið á því að fyrirliði karlalandsliðsins okkar er ekki valinn í sögulegan leik gegn Argentínu? Af hverju líður mér eins og að það sé verið að refsa honum fyrir að rísa upp gegn jamaíska knattspyrnusambandinu? Það er allur heimurinn að fylgjast með @jff_football. Þið getið stundum blekkt suma en þið getið ekki stöðugt blekkt alla, og nú sjáum við ljósið og RÍSUM FYRIR RÉTTINDUM OKKAR,“ skrifaði Cedella Marley, og vísaði í lag föður síns. Blake hefur ásamt fleirum af reyndari leikmönnum landsliðsins gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna þess hvernig hugsað er um liðið. Þeir kröfðust til að mynda afsagnar aðalritara sambandsins, Dalton Wint, í júní. „Þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir“ Sjálfur veit Blake ekki hver stendur á bakvið myndina sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem segir að staðið verði við bakið á honum: „Ég veit ekki hver skrifaði þetta en ég er búinn að sjá þetta og skrif Marley. Ég hef ekki heyrt persónulega frá neinum af liðsfélögum mínum enn þá. Ég heyrði í einum fyrrverandi leikmanni en ekki meira en það,“ sagði Blake við The Gleaner. Hann telur knattspyrnusambandið hafa tekið þá ákvörðun að velja hann ekki, vegna skrifa hans á samfélagsmiðlum: „Ég er ekki hissa því þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir þeim. Ef að þetta er lausnin þeirra þegar einhver krefst meira af þeim, þá er komin ástæðan fyrir því að hlutirnir eru eins og þeir eru. Svona svar er ömurlegt og barnalegt en ég læt þetta ekki slá mig út af laginu,“ sagði Blake. Fótbolti Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir að taka við Jamaíku Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn. 13. september 2022 07:53 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Þó að Heimir hafi enn ekki verið kynntur sem þjálfari Jamaíku bendir allt til þess að það verði gert á föstudaginn. Jamaíski miðillinn The Gleaner gekk svo langt að segja að Heimir hefði þegar haft sitt að segja um valið á nýjasta landsliðshópi Jamaíku, sem mæta mun Argentínu í vináttulandsleik undir lok mánaðarins. Það virðist hafa vakið mikla athygli og reiði að í þeim landsliðshópi er hvergi að finna Andre Blake, sem verið hefur fyrirliði og aðalmarkvörður Jamaíku. Blake er 31 árs og ver mark Philadelphia Union sem er á toppi MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Gagnrýndi sambandið á samfélagsmiðlum Blake segist sjálfur ekki vita af hverju hann hafi ekki verið valinn og á samfélagsmiðlum hefur mynd verið í dreifingu þar sem segir: „Við stöndum með Blake. 9.24.22 verður sögulegur,“ en jamaíski landsliðshópurinn á einmitt að koma saman 24. september og virðist myndin gefa til kynna að liðsfélagar Blake ætli að sýna honum stuðning með einhverjum hætti. Talið er að Blake hafi angrað nýju vinnuveitendurna hans Heimis í jamaíska knattspyrnusambandinu þegar hann skrifaði við færslu á samfélagsmiðlum, þess efnis að nýr landsliðsþjálfari yrði kynntur bráðlega; „Nýr aðalþjálfari með sama knattspyrnusambandi mun væntanlega skila sömu niðurstöðu.“ Marley vill að barist verði fyrir réttindum Cedella Marley, dóttir söngvarans Bobs Marley og sérlegur sendiherra jamaíska kvennalandsliðsins, hefur blandað sér í málið og gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna fjarveru Blakes. Hún hefur áður verið ósátt með störf sambandsins, sem leitt er af Michael Ricketts. View this post on Instagram A post shared by Cedella Marley (@cedellamarley) „Hvernig getur staðið á því að fyrirliði karlalandsliðsins okkar er ekki valinn í sögulegan leik gegn Argentínu? Af hverju líður mér eins og að það sé verið að refsa honum fyrir að rísa upp gegn jamaíska knattspyrnusambandinu? Það er allur heimurinn að fylgjast með @jff_football. Þið getið stundum blekkt suma en þið getið ekki stöðugt blekkt alla, og nú sjáum við ljósið og RÍSUM FYRIR RÉTTINDUM OKKAR,“ skrifaði Cedella Marley, og vísaði í lag föður síns. Blake hefur ásamt fleirum af reyndari leikmönnum landsliðsins gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna þess hvernig hugsað er um liðið. Þeir kröfðust til að mynda afsagnar aðalritara sambandsins, Dalton Wint, í júní. „Þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir“ Sjálfur veit Blake ekki hver stendur á bakvið myndina sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem segir að staðið verði við bakið á honum: „Ég veit ekki hver skrifaði þetta en ég er búinn að sjá þetta og skrif Marley. Ég hef ekki heyrt persónulega frá neinum af liðsfélögum mínum enn þá. Ég heyrði í einum fyrrverandi leikmanni en ekki meira en það,“ sagði Blake við The Gleaner. Hann telur knattspyrnusambandið hafa tekið þá ákvörðun að velja hann ekki, vegna skrifa hans á samfélagsmiðlum: „Ég er ekki hissa því þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir þeim. Ef að þetta er lausnin þeirra þegar einhver krefst meira af þeim, þá er komin ástæðan fyrir því að hlutirnir eru eins og þeir eru. Svona svar er ömurlegt og barnalegt en ég læt þetta ekki slá mig út af laginu,“ sagði Blake.
Fótbolti Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir að taka við Jamaíku Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn. 13. september 2022 07:53 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Heimir að taka við Jamaíku Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn. 13. september 2022 07:53