Myndband sýnir Hollywood-lega tilburði innbrotsþjófsins sem seig niður um gat í loftinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2022 21:00 Innbrotsþjófurinn seig niður um gat í þakinu, eftir að hafa sagað sér leið þangað í gegn. Hann átti þó í meiri erfiðleikum með að komast út. Skjáskot Innbrotsþjófur sem lagði töluvert á sig til þess að brjótast inn í verslunina Prinsinn í Árbænum í vikunni fór tómhentur út. Eigandi verslunarinnar veltir því fyrir sér hvort að viðkomandi sé að undirbúa sig undir eitthvað stærra. Í myndbandinu hér að neðan má sjá upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjá má tilburði umrædds innbrotsþjófs við innbrotið. Svo virðist sem hann hafi sótt innblásturinn til Hollywood. En hvernig var atburðarrásin? Guðjón Jónasson, eigandi sjoppunnar fór yfir aðstæðurnar með fréttamanni, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. „Eins og þið sjáið kannski hérna uppi þá er gat hérna í loftinu. Maðurinn fer hérna og er búinn að saga sig í gegn. Tekur bita úr loftinu og lætur sig síga hérna niður. Hleypur beint að sígarettuskápnum hjá mér sem að þú opnar ekki svo auðveldlega,“ segir Guðjón. Maðurinn klifraði upp á þak og sagaði sér leið í gegnum það.Skjáskot Fát virðist þá hafa komið á innbrotsþjófinn sem hljóp í átt að lokaðri útidyrahurðinni. „Hérna byrjar hann að búa til gat á glerið. Gatið er ekki nema kannski svona stórt og eins og þú sérð, ég myndi kannski rétt ná öxlinni út. Hann hoppar einhvern veginn hérna í gegnum gatið. Festir sig í miðjunni, sporðreisist og lekur einhvern veginn út með glugganum. Þetta er eins og atriði í bíómynd,“ segir Guðjón. Hið flókna innbrot bar hins vegar engar árangur. „Nei, hann hafði ekkert upp úr krafsinu og það eru flestir hérna sem hafa ekkert upp úr krafsinu að koma hérna inn, það er ekkert geymt hérna yfir nóttina,“ segir Guðjón sem var alveg gapandi hissa þegar hann kíkti á öryggismyndavélarnar. Sjoppan Prins í Hraunbæ. Vísir/Vilhelm Þetta er fimmta innbrotið í Prinsinn á einu ári. Þýfið? fjórir sígarettupakkar. Þessi tilraun sker sig þó úr. „Þetta er sú flóknasta, hann hefur horft aðeins of mikið á Mission Impossible þessi. Það er spurning hvort hann sé að æfa sig fyrir eitthvað stærra.“ Ertu með einhver skilaboð til þeirra sem hafa mögulega hug á því að brjótast hingað inn? „Bara sleppið því, það er ekkert að fá upp úr krafsinu.“ Lögreglumál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Þjófurinn sagaði gat á þakið á Prinsinum og lét sig síga niður Fimm sinnum hefur verið brotist inn í sjoppuna Prinsinn í Árbænum í Reykjavík á árinu. Síðasta innbrotið vakti kátínu eigandans fyrir frumlegheit. Hann vekur þó athygli þjófanna á því að engin verðmæti séu til að stela í sjoppunni. 14. september 2022 12:06 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Sjá meira
Í myndbandinu hér að neðan má sjá upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjá má tilburði umrædds innbrotsþjófs við innbrotið. Svo virðist sem hann hafi sótt innblásturinn til Hollywood. En hvernig var atburðarrásin? Guðjón Jónasson, eigandi sjoppunnar fór yfir aðstæðurnar með fréttamanni, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. „Eins og þið sjáið kannski hérna uppi þá er gat hérna í loftinu. Maðurinn fer hérna og er búinn að saga sig í gegn. Tekur bita úr loftinu og lætur sig síga hérna niður. Hleypur beint að sígarettuskápnum hjá mér sem að þú opnar ekki svo auðveldlega,“ segir Guðjón. Maðurinn klifraði upp á þak og sagaði sér leið í gegnum það.Skjáskot Fát virðist þá hafa komið á innbrotsþjófinn sem hljóp í átt að lokaðri útidyrahurðinni. „Hérna byrjar hann að búa til gat á glerið. Gatið er ekki nema kannski svona stórt og eins og þú sérð, ég myndi kannski rétt ná öxlinni út. Hann hoppar einhvern veginn hérna í gegnum gatið. Festir sig í miðjunni, sporðreisist og lekur einhvern veginn út með glugganum. Þetta er eins og atriði í bíómynd,“ segir Guðjón. Hið flókna innbrot bar hins vegar engar árangur. „Nei, hann hafði ekkert upp úr krafsinu og það eru flestir hérna sem hafa ekkert upp úr krafsinu að koma hérna inn, það er ekkert geymt hérna yfir nóttina,“ segir Guðjón sem var alveg gapandi hissa þegar hann kíkti á öryggismyndavélarnar. Sjoppan Prins í Hraunbæ. Vísir/Vilhelm Þetta er fimmta innbrotið í Prinsinn á einu ári. Þýfið? fjórir sígarettupakkar. Þessi tilraun sker sig þó úr. „Þetta er sú flóknasta, hann hefur horft aðeins of mikið á Mission Impossible þessi. Það er spurning hvort hann sé að æfa sig fyrir eitthvað stærra.“ Ertu með einhver skilaboð til þeirra sem hafa mögulega hug á því að brjótast hingað inn? „Bara sleppið því, það er ekkert að fá upp úr krafsinu.“
Lögreglumál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Þjófurinn sagaði gat á þakið á Prinsinum og lét sig síga niður Fimm sinnum hefur verið brotist inn í sjoppuna Prinsinn í Árbænum í Reykjavík á árinu. Síðasta innbrotið vakti kátínu eigandans fyrir frumlegheit. Hann vekur þó athygli þjófanna á því að engin verðmæti séu til að stela í sjoppunni. 14. september 2022 12:06 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Sjá meira
Þjófurinn sagaði gat á þakið á Prinsinum og lét sig síga niður Fimm sinnum hefur verið brotist inn í sjoppuna Prinsinn í Árbænum í Reykjavík á árinu. Síðasta innbrotið vakti kátínu eigandans fyrir frumlegheit. Hann vekur þó athygli þjófanna á því að engin verðmæti séu til að stela í sjoppunni. 14. september 2022 12:06