„Erum í rauninni oft bara að bíða eftir skotinu sem tekur okkur út“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. september 2022 14:45 Lárus Helgi Ólafsson fékk boltann af miklum krafti í andlitið af stuttu færi. Stöð 2 Sport Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, fékk þungt höfuðhögg er liðið gerði 24-24 jafntefli gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gærkvöld. Lárus fékk þá skot frá Tandra Má Konráðssyni af stuttu færi í andlitið, en segist þó hafa sloppið vel í þetta sinn. Atvikið átti sér stað undir lok leiksins í gær. Gestirnir í Fram höfðu þá tveggja marka forskot í stöðunni 21-23 og rétt tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiktímanum. Tandri Már slapp þá í gegnum vörn gestanna og úr algjöru dauðafæri skaut hann af öllu afli í andlit Lárusar sem rauk úr markinu til að freista þess að verja skotið. Þrátt fyrir þetta þunga högg var Lárus nokkuð brattur þegar Vísir náði tali af honum í dag og segir þetta mögulega hafa litið verr út en það raunverulega var, en segir þó að hann og aðrir markmenn bíði eftir skotinu sem sendir þá á meiðslalistann. „Mér fannst þetta í rauninni vera minniháttar þegar þetta gerðist, eða þannig, mér brá auðvitað bara,“ sagði Lárus. „Síðan þegar ég kom heim þá horfði ég aftur á þetta og þá leit þetta mun verr út. Án þess að vera að reyna að dramatísera þetta of mikið. Ég var góður í gærkvöldi eftir þetta og er búinn að vera góður í dag líka.“ „En við markmenn höfum oft rætt þetta okkar á milli. Við höfum náttúrulega allir fengið fullt af skotum í andlitið og erum í rauninni oft bara að bíða eftir skotinu sem tekur okkur út,“ sagði Lárus alvarlegur. Engin illindi út í Tandra Lárus segist einnig ekki vera reiður eða fúll út í Tandra eftir skotið. Tandri, sem og aðrir Stjörnumenn, hafi ítrekað beðist afsökunar og atvik sem þetta sé í flestum tilvikum óviljaverk. „Tandri myndi aldrei gera svona viljandi. Hann vill auðvitað bara skora fyrir sitt lið og á þessum tímapunkti hefði hann getað minnkað muninn í eitt mark. Hann var mættur um leið til að biðjast afsökunar og gerði það svo aftur eftir leikinn.“ „Svo er bara stórt hrós á Stjörnumenn sem komu allir til að athuga hvort það væri ekki örugglega í lagi með mig. Hér áður fyrr kom það alveg fyrir að menn varla báðust afsökunar og maður var jafnvel sakaður um að vera að gera of mikið úr hlutunum.“ Reglubreytingin góð en afleiðingarnar geta verið hræðilegar Ekki er langt síðan að gerð var breyting á handboltareglunum sem segir að skot í andlit markmanns verðskuldi alltaf tveggja mínútna brottvísun. Áður fyrr var það oft geðþóttaákvörðun dómara sem réði úrslitum í brotum sem þessum. Lárus segir það gott að þetta sé komið inn svo leikmenn hugsi sig tvisvar um áður en þeir skjóta í kringum höfuð markvarða. „Það er rosalega gott að tveggja mínútna reglan sé komin og að það sé verið að prófa hana. Ég veit ekki hvort að það þurfi að taka þetta eitthvað lengra þar sem að í 99 prósent tilvika er þetta óvart hjá leikmönnum. Vonandi sjáum við skotum í höfuð markvarða fara fækkandi.“ Hann segir þó að afleiðingarnar af þessum atvikum geti verið hræðilegar. „Ég ræddi við annan markmann í gær um hvað þetta er orðið algengt og margir hafa þurft að taka sér langar pásur eða hreinlega hætta eftir skot í andlit.“ „Tökum bara sem dæmi Aron [Rafn Eðvarðsson, markmann Hauka], eða Guðrúnu [Ósk Maríasdóttir, markmann Stjörnunnar]. Guðrún fær ekki einu sinni mörg föst skot í sig en það hittir á ákveðin stað og hún er frá vinnu og með líkamleg einkenni í marga mánuði eftir á. Þetta er eitthvað sem við markmenn erum alltaf að hugsa um og það er mjög óþægilegt,“ sagði Lárus að lokum. Eins og áður segir átti atvikið sér stað undir lok leiks þegar Fram hafði tveggja marka forystu. Þetta óhugnalega atvik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lárus Helgi Ólafsson fær skot í andlitið Olís-deild karla Fram Stjarnan Tengdar fréttir Óvíst hvenær Guðrún Ósk spilar aftur Guðrún Ósk Maríasdóttir sagði óvíst hvenær hún snúi aftur á handboltavöllinn en hún fékk heilahristing í leik Stjörnunnar og Selfoss í lok septembermánaðar. 9. október 2018 11:30 Komin á örorkubætur eftir að hafa fengið boltann í höfuðið Guðrún Ósk Maríasdóttir á erfitt með daglegt líf eftir að fá heilahristing fyrr í vetur. 13. febrúar 2019 10:00 Aron eftir þriðja heilahristinginn: Þessi búinn að vera sérstaklega slæmur Handboltamarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fékk heilahristing fyrir sex vikum, þegar bolta var skotið í höfuð hans á æfingu. Hann var rúmliggjandi í 3-4 vikur og glímir enn við eftirköst. 4. maí 2022 14:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað undir lok leiksins í gær. Gestirnir í Fram höfðu þá tveggja marka forskot í stöðunni 21-23 og rétt tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiktímanum. Tandri Már slapp þá í gegnum vörn gestanna og úr algjöru dauðafæri skaut hann af öllu afli í andlit Lárusar sem rauk úr markinu til að freista þess að verja skotið. Þrátt fyrir þetta þunga högg var Lárus nokkuð brattur þegar Vísir náði tali af honum í dag og segir þetta mögulega hafa litið verr út en það raunverulega var, en segir þó að hann og aðrir markmenn bíði eftir skotinu sem sendir þá á meiðslalistann. „Mér fannst þetta í rauninni vera minniháttar þegar þetta gerðist, eða þannig, mér brá auðvitað bara,“ sagði Lárus. „Síðan þegar ég kom heim þá horfði ég aftur á þetta og þá leit þetta mun verr út. Án þess að vera að reyna að dramatísera þetta of mikið. Ég var góður í gærkvöldi eftir þetta og er búinn að vera góður í dag líka.“ „En við markmenn höfum oft rætt þetta okkar á milli. Við höfum náttúrulega allir fengið fullt af skotum í andlitið og erum í rauninni oft bara að bíða eftir skotinu sem tekur okkur út,“ sagði Lárus alvarlegur. Engin illindi út í Tandra Lárus segist einnig ekki vera reiður eða fúll út í Tandra eftir skotið. Tandri, sem og aðrir Stjörnumenn, hafi ítrekað beðist afsökunar og atvik sem þetta sé í flestum tilvikum óviljaverk. „Tandri myndi aldrei gera svona viljandi. Hann vill auðvitað bara skora fyrir sitt lið og á þessum tímapunkti hefði hann getað minnkað muninn í eitt mark. Hann var mættur um leið til að biðjast afsökunar og gerði það svo aftur eftir leikinn.“ „Svo er bara stórt hrós á Stjörnumenn sem komu allir til að athuga hvort það væri ekki örugglega í lagi með mig. Hér áður fyrr kom það alveg fyrir að menn varla báðust afsökunar og maður var jafnvel sakaður um að vera að gera of mikið úr hlutunum.“ Reglubreytingin góð en afleiðingarnar geta verið hræðilegar Ekki er langt síðan að gerð var breyting á handboltareglunum sem segir að skot í andlit markmanns verðskuldi alltaf tveggja mínútna brottvísun. Áður fyrr var það oft geðþóttaákvörðun dómara sem réði úrslitum í brotum sem þessum. Lárus segir það gott að þetta sé komið inn svo leikmenn hugsi sig tvisvar um áður en þeir skjóta í kringum höfuð markvarða. „Það er rosalega gott að tveggja mínútna reglan sé komin og að það sé verið að prófa hana. Ég veit ekki hvort að það þurfi að taka þetta eitthvað lengra þar sem að í 99 prósent tilvika er þetta óvart hjá leikmönnum. Vonandi sjáum við skotum í höfuð markvarða fara fækkandi.“ Hann segir þó að afleiðingarnar af þessum atvikum geti verið hræðilegar. „Ég ræddi við annan markmann í gær um hvað þetta er orðið algengt og margir hafa þurft að taka sér langar pásur eða hreinlega hætta eftir skot í andlit.“ „Tökum bara sem dæmi Aron [Rafn Eðvarðsson, markmann Hauka], eða Guðrúnu [Ósk Maríasdóttir, markmann Stjörnunnar]. Guðrún fær ekki einu sinni mörg föst skot í sig en það hittir á ákveðin stað og hún er frá vinnu og með líkamleg einkenni í marga mánuði eftir á. Þetta er eitthvað sem við markmenn erum alltaf að hugsa um og það er mjög óþægilegt,“ sagði Lárus að lokum. Eins og áður segir átti atvikið sér stað undir lok leiks þegar Fram hafði tveggja marka forystu. Þetta óhugnalega atvik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lárus Helgi Ólafsson fær skot í andlitið
Olís-deild karla Fram Stjarnan Tengdar fréttir Óvíst hvenær Guðrún Ósk spilar aftur Guðrún Ósk Maríasdóttir sagði óvíst hvenær hún snúi aftur á handboltavöllinn en hún fékk heilahristing í leik Stjörnunnar og Selfoss í lok septembermánaðar. 9. október 2018 11:30 Komin á örorkubætur eftir að hafa fengið boltann í höfuðið Guðrún Ósk Maríasdóttir á erfitt með daglegt líf eftir að fá heilahristing fyrr í vetur. 13. febrúar 2019 10:00 Aron eftir þriðja heilahristinginn: Þessi búinn að vera sérstaklega slæmur Handboltamarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fékk heilahristing fyrir sex vikum, þegar bolta var skotið í höfuð hans á æfingu. Hann var rúmliggjandi í 3-4 vikur og glímir enn við eftirköst. 4. maí 2022 14:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Óvíst hvenær Guðrún Ósk spilar aftur Guðrún Ósk Maríasdóttir sagði óvíst hvenær hún snúi aftur á handboltavöllinn en hún fékk heilahristing í leik Stjörnunnar og Selfoss í lok septembermánaðar. 9. október 2018 11:30
Komin á örorkubætur eftir að hafa fengið boltann í höfuðið Guðrún Ósk Maríasdóttir á erfitt með daglegt líf eftir að fá heilahristing fyrr í vetur. 13. febrúar 2019 10:00
Aron eftir þriðja heilahristinginn: Þessi búinn að vera sérstaklega slæmur Handboltamarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fékk heilahristing fyrir sex vikum, þegar bolta var skotið í höfuð hans á æfingu. Hann var rúmliggjandi í 3-4 vikur og glímir enn við eftirköst. 4. maí 2022 14:30
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða