Svona er hópurinn: Aron og Alfreð snúa aftur Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 13:05 Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson, sem fóru með Íslandi á EM 2016 og HM 2018, eru í landsliðshópnum. VÍSIR/VILHELM Aron Einar Gunnarsson, sem í áratug var fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, var í dag valinn að nýju í liðið eftir rúmlega eins árs fjarveru. Arnar Þór Viðarsson hefur nú valið þá leikmenn sem eiga að mæta Venesúela í vináttulandsleik 22. september og Albaníu í mögulega afar mikilvægum lokaleik í Þjóðadeildinni fimm dögum síðar. Aron snýr aftur eftir að hafa ekki verið valinn síðasta árið vegna ásakana um kynferðisbrot en það mál var í sumar fellt niður af héraðssaksóknara. Alfreð, sem byrjaður er að spila með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, snýr sömuleiðis aftur eftir að hafa ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Guðlaugur Victor Pálsson snýr jafnframt aftur í landsliðið sem og Elías Rafn Ólafsson markvörður sem var meiddur þegar síðustu landsleikir voru spilaðir í júní. Í hópnum eru hins vegar ekki leikmenn á borð við Albert Guðmundsson og Brynjar Inga Bjarnason. Arnar sagði á blaðamannafundi í dag að til hefði staðið að Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason yrðu einnig í landsliðshópnum en að Jóhann hefði meiðst lítillega í kálfa rétt áður en hópurinn var valinn og Sverrir ekki gefið kost á sér vegna veikinda í fjölskyldunni. Arnór Ingvi Traustason, sem flutti til Svíþjóðar frá Bandaríkjunum í sumar, gaf ekki heldur kost á sér. Leikmannahópur Íslands: Markmenn: Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 17 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Varnarmenn: Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 10 leikir Hjörtur Hermannsson - Pisa - 25 leikir, 1 mark Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 41 leikur, 2 mörk Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 7 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 29 leikir, 1 mark Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 97 leikir, 2 mörk Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 3 leikir Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 13 leikir, 1 mark Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 12 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 12 leikir, 1 mark Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 110 leikir, 15 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 14 leikir, 1 mark Mikael Neville Anderson - AGF - 14 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 21 leikur, 4 mörk Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 6 leikir Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 21 leikur, 2 mörk Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 61 leikur, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 9 leikir, 2 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark Í Þjóðadeildinni þarf Ísland að treysta á að Ísrael vinni ekki Albaníu 24. september og þá verður leikur Íslands og Albaníu úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins sem liðin leika í, í B-deild. Það gæfi íslenska liðinu mikið að vinna riðilinn; öruggt sæti í umspili EM 2024 ef þess þarf, sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar 2024-25, og loks sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024 (10 lið fara í efsta flokk, 10 í 2. flokk og svo framvegis) sem væri svo sannarlega dýrmætt. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson hefur nú valið þá leikmenn sem eiga að mæta Venesúela í vináttulandsleik 22. september og Albaníu í mögulega afar mikilvægum lokaleik í Þjóðadeildinni fimm dögum síðar. Aron snýr aftur eftir að hafa ekki verið valinn síðasta árið vegna ásakana um kynferðisbrot en það mál var í sumar fellt niður af héraðssaksóknara. Alfreð, sem byrjaður er að spila með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, snýr sömuleiðis aftur eftir að hafa ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Guðlaugur Victor Pálsson snýr jafnframt aftur í landsliðið sem og Elías Rafn Ólafsson markvörður sem var meiddur þegar síðustu landsleikir voru spilaðir í júní. Í hópnum eru hins vegar ekki leikmenn á borð við Albert Guðmundsson og Brynjar Inga Bjarnason. Arnar sagði á blaðamannafundi í dag að til hefði staðið að Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason yrðu einnig í landsliðshópnum en að Jóhann hefði meiðst lítillega í kálfa rétt áður en hópurinn var valinn og Sverrir ekki gefið kost á sér vegna veikinda í fjölskyldunni. Arnór Ingvi Traustason, sem flutti til Svíþjóðar frá Bandaríkjunum í sumar, gaf ekki heldur kost á sér. Leikmannahópur Íslands: Markmenn: Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 17 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Varnarmenn: Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 10 leikir Hjörtur Hermannsson - Pisa - 25 leikir, 1 mark Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 41 leikur, 2 mörk Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 7 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 29 leikir, 1 mark Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 97 leikir, 2 mörk Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 3 leikir Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 13 leikir, 1 mark Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 12 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 12 leikir, 1 mark Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 110 leikir, 15 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 14 leikir, 1 mark Mikael Neville Anderson - AGF - 14 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 21 leikur, 4 mörk Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 6 leikir Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 21 leikur, 2 mörk Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 61 leikur, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 9 leikir, 2 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark Í Þjóðadeildinni þarf Ísland að treysta á að Ísrael vinni ekki Albaníu 24. september og þá verður leikur Íslands og Albaníu úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins sem liðin leika í, í B-deild. Það gæfi íslenska liðinu mikið að vinna riðilinn; öruggt sæti í umspili EM 2024 ef þess þarf, sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar 2024-25, og loks sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024 (10 lið fara í efsta flokk, 10 í 2. flokk og svo framvegis) sem væri svo sannarlega dýrmætt.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn