Umfjöllun og viðtöl: KA-ÍBV 35-35 | Dramatískt jafntefli tryggði liðunum sín fyrstu stig Árni Gísli Magnússon skrifar 17. september 2022 19:10 ÍBV sótti stig norður á Akureyri. Vísir/Vilhelm KA og ÍBV gerðu 35-35 jafntefli í annari umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-heimilinu í dag. Heimamenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik en Eyjamenn sýndu styrk sinn í þeim seinni og komust yfir þegar fjórar mínútur voru eftir. KA tókst þó að jafna og liðin skiptu því stigunum á milli sín. Mikill hraði var strax í upphafi og skiptust liðin á að skora þangað til í stöðunni 4-4 en þá fóru heimamenn að síga fram úr. Gestirnir voru á þessum tíma að tapa of mörgum boltum klaufalega sem KA menn nýttu sér og breyttu stöðunni í 8-4 eftir 10 mínútna leik. Munurinn var áfram fjögur til fimm mörk og réðu Eyjamenn lítið var áræðinn sóknarleik KA sem endaði oft með vítakasti. Einar Rafn var öruggur á punktinum og lét einnig vel til sín taka í opnum leik og skoraði 9 mörk í fyrri hálfleik. Vörnin hjá KA var sterk og Nicholas Satchwell var að taka mikilvæga bolta þar fyrir aftan. Eyjamenn náðu þó smá áhlaupi undir lok fyrri hálfleiksins og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk. Staðan í hálfleik 19-16 heimamönnum í vil. Það var allt annað að sjá Eyjamenn í síðari hálfleik en þeir mættu strax af krafti og voru búnir að jafna leikinn eftir fjórar mínútur í 20-20. KA náði þó fljótlega fjögurra marka forskoti, 25-21, en þá var Bruno Bernat mættur í markið og varði fyrstu tvö skotin sem komu á hann og átti flotta frammistöðu það sem eftir var. Eyjamenn heldu sér þó í leiknum og jöfnuðu í 28-28 þegar 12 mínútur voru eftir. Þeir komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum á þegar fjórar mínútur voru eftir í stöðunni 33-34. Einar Rafn Eiðsonn jafnaði leikinn fyrir KA úr vítakasti í 35-35 á lokamínútunni. Eyjamenn tóku þá strax leikhlé og settu upp lokasóknina þar sem þeir höfðu 17 sekúndur til að knýja fram sigur. Þeir settu upp í kerfi og þegar rúmar þrjár sekúndur voru eftir reyndu þeir sirkus mark þar sem Gabriel Martínez kom svífandi inn í teiginn, greip boltann og náði skoti en Bruno Bernat varði og leiktíminn rann út og jafntefli niðurstaðan. Af hverju varð jafntefli? KA liðið náði ekki að fylgja góðum fyrri hálfleik nægilega vel eftir sem hleypti Eyjamönnum heldur betur inn í leikinn. KA jafnar úr víti þegar 17 sekúndur eru eftir og ÍBV hafði tækifæri til að vinna leikinn en það tókst ekki. Hverjir stóðu upp úr? Einar Rafn Eiðsson var markahæstur hjá KA með 12 mörk, þar af 6 úr vítum, og var flottur í varnarleiknum með flest lögleg stopp eða 6 talsins. Gauti Gunnarsson spilaði óaðfinnanlega í horninu og skoraði 8 mörk úr 8 skotum og Dagur Gautason sömuleiðis í hinu horninu með 7 mörk úr 10 skotum. Bruno Bernat kom sterkur inn í seinni hálfleikinn og endað með 7 varða bolta sem gerir 35% markvörslu Hjá ÍBV mæddi mikið á Rúnari Kárasyni sem endaði með 6 mörk úr 12 skotum og flest lögleg stopp í vörninni eða fjögur talsins. Næstur var Gabriel Martínez með 5 mörk úr 9 skotum. Kári Kristján Kristjánsson skoraði 4 mörk úr 5 skotum og fiskaði ófá víti að venju. Hvað gekk illa? Þegar handboltaleikur inniheldur 70 mörk eru varnirnar að öllum líkindum ekki upp á sitt besta og það var raunin í dag. Hvað gerist næst? KA fer til Ísafjarðar og mæta nýliðum Harðar fimmtudaginn 22. september kl. 18:00. Á sama tíma mætast ÍBV og ÍR í Eyjum. Jónatan: Þetta er súrsætt Jónatan Magnússo, þjálfari KA.VÍSIR/VILHELM Jónatan Magnússon, þjálfari KA, hafði blendnar tilfinningar eftir dramatíkst jafntefli gegn ÍBV. „Þetta er svona súrætt í rauninni. Ætli Erlingi kollega mínum finnist það ekki líka. Bæði lið gerðu tilkall til að vinna leikinn og við náttúrulega líka vorum með yfirhöndina í restina en svona úr því sem komið var þá fáum við upp lokasóknina og skorum og svo skora þeir ekki.” KA náði 5 marka forskoti í fyrri hálfleik og en náði ekki fylgja því nægilega eftir í þeim seinni. Var ekki liðið að spila betri handbolta í fyrri hálfleik? „Jú eflaust, við náðum ágætis forskoti og vorum líka sóknarlega sérstaklega góðir í fyrri hálfleik sem varð þess valdandi að Vestmanneyingarnir voru mikið út af og við nýttum okkur það. Ég hefði náttúrulega viljað svona miðað við fyrri hálfleikinn vera með stærra forskot í hálfleik en svo bara var þetta fram og til baka í seinni hálfleik og ég er mjög ánægður með margt í okkar leik svona varnarlega, sóknarlega og tempólega og fannst þessi leikur svona af okkar hálfu bara vel leikinn af mestu leyti.” Gauti Gunnarsson, hægri hornamaður KA, gekk till liðsins frá ÍBV fyrir tímabilið. Hann skoraði 8 mörk úr 8 skotum og var Jónatan skiljanlega sáttur með hans frammistöðu í dag. „Hann nýtti færin sín frábærlega. Allan var búinn að gera það líka hingað til og við fengum mikið út úr hornamönnunum okkar í dag en sóknarleikurinn svona í heild sinni var til dæmis töluvert betri núna en í síðasta leik og eins og ég sagði fyrir leik vildi ég fá betri frammistöðu núna en síðast og mér fannst við gera það núna. Ég væri ógeðslega glaður ef við hefðum tekið sigur en Bruno kemur með flotta vörslu og verður þess valdandi að við fengum allavega stigið. Skulum orða það þannig að við virðum stigið og erum að safna stigum og við förum allavega með betri tilfinningu núna en eftir síðasta leik.” KA ferðast vestur á Ísafjörð í næstu umferð og mætir nýliðum Harðar. „Bara mjög spennandi. Okkur hlakkar mjög til að fara og búum okkur undir mjög skemmtilegan leik og þurfum að vinna vel í þessum dögum fram að því og þurfum að ná upp svipaðri frammistöðu í næsta leik eins og við náðum núna og reyna ná okkur í fyrsta sigurinn.” Erlingur: Náðum stiginu í lokin Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var þakklátur að fá stig eftir jafntefli við KA þó svo að Eyjamenn hefðu getað hirt bæði stigin með lokaskoti leiksins. „Ég held að við getum bara verið ánægðir miðað við hvernig leikurinn þróast að ná í þetta stig. Eins og ég segi held ég að við höfum náð stiginu hérna í lokin þó svo að við höfum fengið færi til að skora hérna í lokin en að sama skapi bara hörkuleikur og nóg af mörkum þannig að heilt yfir sáttur með sumt og ósáttur með annað.” Eyjamenn lentu mest 5 mörkum undir í fyrri hálfleik en mættu flottir til leiks í þeim síðari. „Ef ég klára aðeins fyrri hálfleikinn þá fáum við líka slatta af tveimur mínútum. Við erum eiginlega með forystuna en svo koma þrjár til fjórar tvær mínútur á okkur og KA gengur á lagið og kemst þannig yfir og heldur þannig forystunni.” „Það sem við ræddum í hálfleik var svo sem ekkert annað en bara að þétta raðirnar varnarlega og svo vorum við með nokkur atriði sóknarlega sem við fórum í og skilaði okkur ágætis mörkum þannig þetta er bara svona fínt innlegg í fyrsta leik í keppninni”, bætti Erlingur við. Það var mikill hraði í leiknum sem skilaði háu skori en leikurinn endaði 35-35. „KA menn keyrðu líka, fengu fullt af færum hérna úr hraðri miðju og hraðaupphlaupum. Að sama skapi reynum við líka keyra og fáum einhver ódýr mörk en mikill hraði og það sést líka kannski mest að liðin eru að skipta mikið og reyna halda ferskum fótum inni á gólfi og það er gaman að sjá. Fullt af ungum strákum í þessum liðum.“ Einar Rafn Eiðsson skoraði 12 mörk í leiknum, þar af 6 úr vítum, og Gauti Gunnarsson 8 og má því segja að hægri vængur KA hafi valdið Eyjamönnum vandræðum í dag. „Einar reyndar með þónokkuð af vítum en þeir spiluðu vel. Gauti var frábær í hægra horninu og stóð sig mjög vel þannig að eins og ég segi eru nokkur atriði sem er hægt að laga og annað sem er gott.” Eyjamenn fá nýliða ÍR í heimsókn í næsta leik sem sigruðu mjög óvænt Hauka nú í þessari sömu umferð. „Það er nokkuð ljóst að liðin eru bara nokkuð sterk öll og ég held að þetta verði jafnari deild en menn hafa kannski haldið og líka alltaf í fyrstu leikjunum eru allir ferskir og allir tilbúnir að leggja sig fram og það er kannski ekki nema 1-2 stig á milli liða þannig það eru allir jafnir eins og staðan er í dag og þannig lítum við bara á deildina. Þetta er bara að byrja og liðin þurfa að vera nokkuð tilbúin ef þau ætla að reyna ná einhverjum stigum.“ Olís-deild karla KA ÍBV
KA og ÍBV gerðu 35-35 jafntefli í annari umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-heimilinu í dag. Heimamenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik en Eyjamenn sýndu styrk sinn í þeim seinni og komust yfir þegar fjórar mínútur voru eftir. KA tókst þó að jafna og liðin skiptu því stigunum á milli sín. Mikill hraði var strax í upphafi og skiptust liðin á að skora þangað til í stöðunni 4-4 en þá fóru heimamenn að síga fram úr. Gestirnir voru á þessum tíma að tapa of mörgum boltum klaufalega sem KA menn nýttu sér og breyttu stöðunni í 8-4 eftir 10 mínútna leik. Munurinn var áfram fjögur til fimm mörk og réðu Eyjamenn lítið var áræðinn sóknarleik KA sem endaði oft með vítakasti. Einar Rafn var öruggur á punktinum og lét einnig vel til sín taka í opnum leik og skoraði 9 mörk í fyrri hálfleik. Vörnin hjá KA var sterk og Nicholas Satchwell var að taka mikilvæga bolta þar fyrir aftan. Eyjamenn náðu þó smá áhlaupi undir lok fyrri hálfleiksins og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk. Staðan í hálfleik 19-16 heimamönnum í vil. Það var allt annað að sjá Eyjamenn í síðari hálfleik en þeir mættu strax af krafti og voru búnir að jafna leikinn eftir fjórar mínútur í 20-20. KA náði þó fljótlega fjögurra marka forskoti, 25-21, en þá var Bruno Bernat mættur í markið og varði fyrstu tvö skotin sem komu á hann og átti flotta frammistöðu það sem eftir var. Eyjamenn heldu sér þó í leiknum og jöfnuðu í 28-28 þegar 12 mínútur voru eftir. Þeir komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum á þegar fjórar mínútur voru eftir í stöðunni 33-34. Einar Rafn Eiðsonn jafnaði leikinn fyrir KA úr vítakasti í 35-35 á lokamínútunni. Eyjamenn tóku þá strax leikhlé og settu upp lokasóknina þar sem þeir höfðu 17 sekúndur til að knýja fram sigur. Þeir settu upp í kerfi og þegar rúmar þrjár sekúndur voru eftir reyndu þeir sirkus mark þar sem Gabriel Martínez kom svífandi inn í teiginn, greip boltann og náði skoti en Bruno Bernat varði og leiktíminn rann út og jafntefli niðurstaðan. Af hverju varð jafntefli? KA liðið náði ekki að fylgja góðum fyrri hálfleik nægilega vel eftir sem hleypti Eyjamönnum heldur betur inn í leikinn. KA jafnar úr víti þegar 17 sekúndur eru eftir og ÍBV hafði tækifæri til að vinna leikinn en það tókst ekki. Hverjir stóðu upp úr? Einar Rafn Eiðsson var markahæstur hjá KA með 12 mörk, þar af 6 úr vítum, og var flottur í varnarleiknum með flest lögleg stopp eða 6 talsins. Gauti Gunnarsson spilaði óaðfinnanlega í horninu og skoraði 8 mörk úr 8 skotum og Dagur Gautason sömuleiðis í hinu horninu með 7 mörk úr 10 skotum. Bruno Bernat kom sterkur inn í seinni hálfleikinn og endað með 7 varða bolta sem gerir 35% markvörslu Hjá ÍBV mæddi mikið á Rúnari Kárasyni sem endaði með 6 mörk úr 12 skotum og flest lögleg stopp í vörninni eða fjögur talsins. Næstur var Gabriel Martínez með 5 mörk úr 9 skotum. Kári Kristján Kristjánsson skoraði 4 mörk úr 5 skotum og fiskaði ófá víti að venju. Hvað gekk illa? Þegar handboltaleikur inniheldur 70 mörk eru varnirnar að öllum líkindum ekki upp á sitt besta og það var raunin í dag. Hvað gerist næst? KA fer til Ísafjarðar og mæta nýliðum Harðar fimmtudaginn 22. september kl. 18:00. Á sama tíma mætast ÍBV og ÍR í Eyjum. Jónatan: Þetta er súrsætt Jónatan Magnússo, þjálfari KA.VÍSIR/VILHELM Jónatan Magnússon, þjálfari KA, hafði blendnar tilfinningar eftir dramatíkst jafntefli gegn ÍBV. „Þetta er svona súrætt í rauninni. Ætli Erlingi kollega mínum finnist það ekki líka. Bæði lið gerðu tilkall til að vinna leikinn og við náttúrulega líka vorum með yfirhöndina í restina en svona úr því sem komið var þá fáum við upp lokasóknina og skorum og svo skora þeir ekki.” KA náði 5 marka forskoti í fyrri hálfleik og en náði ekki fylgja því nægilega eftir í þeim seinni. Var ekki liðið að spila betri handbolta í fyrri hálfleik? „Jú eflaust, við náðum ágætis forskoti og vorum líka sóknarlega sérstaklega góðir í fyrri hálfleik sem varð þess valdandi að Vestmanneyingarnir voru mikið út af og við nýttum okkur það. Ég hefði náttúrulega viljað svona miðað við fyrri hálfleikinn vera með stærra forskot í hálfleik en svo bara var þetta fram og til baka í seinni hálfleik og ég er mjög ánægður með margt í okkar leik svona varnarlega, sóknarlega og tempólega og fannst þessi leikur svona af okkar hálfu bara vel leikinn af mestu leyti.” Gauti Gunnarsson, hægri hornamaður KA, gekk till liðsins frá ÍBV fyrir tímabilið. Hann skoraði 8 mörk úr 8 skotum og var Jónatan skiljanlega sáttur með hans frammistöðu í dag. „Hann nýtti færin sín frábærlega. Allan var búinn að gera það líka hingað til og við fengum mikið út úr hornamönnunum okkar í dag en sóknarleikurinn svona í heild sinni var til dæmis töluvert betri núna en í síðasta leik og eins og ég sagði fyrir leik vildi ég fá betri frammistöðu núna en síðast og mér fannst við gera það núna. Ég væri ógeðslega glaður ef við hefðum tekið sigur en Bruno kemur með flotta vörslu og verður þess valdandi að við fengum allavega stigið. Skulum orða það þannig að við virðum stigið og erum að safna stigum og við förum allavega með betri tilfinningu núna en eftir síðasta leik.” KA ferðast vestur á Ísafjörð í næstu umferð og mætir nýliðum Harðar. „Bara mjög spennandi. Okkur hlakkar mjög til að fara og búum okkur undir mjög skemmtilegan leik og þurfum að vinna vel í þessum dögum fram að því og þurfum að ná upp svipaðri frammistöðu í næsta leik eins og við náðum núna og reyna ná okkur í fyrsta sigurinn.” Erlingur: Náðum stiginu í lokin Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var þakklátur að fá stig eftir jafntefli við KA þó svo að Eyjamenn hefðu getað hirt bæði stigin með lokaskoti leiksins. „Ég held að við getum bara verið ánægðir miðað við hvernig leikurinn þróast að ná í þetta stig. Eins og ég segi held ég að við höfum náð stiginu hérna í lokin þó svo að við höfum fengið færi til að skora hérna í lokin en að sama skapi bara hörkuleikur og nóg af mörkum þannig að heilt yfir sáttur með sumt og ósáttur með annað.” Eyjamenn lentu mest 5 mörkum undir í fyrri hálfleik en mættu flottir til leiks í þeim síðari. „Ef ég klára aðeins fyrri hálfleikinn þá fáum við líka slatta af tveimur mínútum. Við erum eiginlega með forystuna en svo koma þrjár til fjórar tvær mínútur á okkur og KA gengur á lagið og kemst þannig yfir og heldur þannig forystunni.” „Það sem við ræddum í hálfleik var svo sem ekkert annað en bara að þétta raðirnar varnarlega og svo vorum við með nokkur atriði sóknarlega sem við fórum í og skilaði okkur ágætis mörkum þannig þetta er bara svona fínt innlegg í fyrsta leik í keppninni”, bætti Erlingur við. Það var mikill hraði í leiknum sem skilaði háu skori en leikurinn endaði 35-35. „KA menn keyrðu líka, fengu fullt af færum hérna úr hraðri miðju og hraðaupphlaupum. Að sama skapi reynum við líka keyra og fáum einhver ódýr mörk en mikill hraði og það sést líka kannski mest að liðin eru að skipta mikið og reyna halda ferskum fótum inni á gólfi og það er gaman að sjá. Fullt af ungum strákum í þessum liðum.“ Einar Rafn Eiðsson skoraði 12 mörk í leiknum, þar af 6 úr vítum, og Gauti Gunnarsson 8 og má því segja að hægri vængur KA hafi valdið Eyjamönnum vandræðum í dag. „Einar reyndar með þónokkuð af vítum en þeir spiluðu vel. Gauti var frábær í hægra horninu og stóð sig mjög vel þannig að eins og ég segi eru nokkur atriði sem er hægt að laga og annað sem er gott.” Eyjamenn fá nýliða ÍR í heimsókn í næsta leik sem sigruðu mjög óvænt Hauka nú í þessari sömu umferð. „Það er nokkuð ljóst að liðin eru bara nokkuð sterk öll og ég held að þetta verði jafnari deild en menn hafa kannski haldið og líka alltaf í fyrstu leikjunum eru allir ferskir og allir tilbúnir að leggja sig fram og það er kannski ekki nema 1-2 stig á milli liða þannig það eru allir jafnir eins og staðan er í dag og þannig lítum við bara á deildina. Þetta er bara að byrja og liðin þurfa að vera nokkuð tilbúin ef þau ætla að reyna ná einhverjum stigum.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik