Úrslitakeppnin í Noregi er farin af stað og þar mættust stórlið Brann og Rosenborg í dag. Selma Sól kom gestunum í Rosenborg yfir en Svava Rós jafnaði metin fyrir Brann og þar við sat.
Sveindís Jane byrjaði á bekknum en kom inn í síðari hálfleik í 4-0 sigri Wolfsburg á Essen. Meistarar Wolfsburg byrja því á góðum sigri.
Berglind Björg kom einnig inn af bekknum í 4-0 sigri PSG. Voru þetta hennar fyrstu mínútur fyrir félagið en það hefur unnið báða leiki sína í deildinni til þessa.
Þá vann Inter 6-1 sigur á Pomigliano í Serie A, ítölsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Anna Björk stóð vaktina í hjarta varnarinnar hjá Inter.