„Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2022 19:26 Systkinin Lutfa og Ferdoz Ali, ásamt syni Ferdozar. Þau vitja leiðis móður sinnar, sem lést sviplega í sumar, á hverjum föstudegi í Gufuneskirkjugarði. Vísir/einar Systkin frá Bangladess, sem misstu móður sína sviplega í sumar, eru harmi slegin vegna yfirvofandi brottvísunar. Þau segja það óyfirstíganlega tilhugsun að geta ekki vitjað leiðis móður þeirra, sem jörðuð er í Reykjavík. Lögmaður systkinanna segir óásættanlegt að vísa þeim úr landi nú. Systkinin Ferdoz og Lutfa Ali eru upprunalega frá Bangladess. Móðir þeirra Begum flúði ofsóknir skyldmenna í Bangladess og systkinin hafa aldrei átt heimili þar. Þau segjast hafa verið á hrakhólum frá því þau muna eftir sér, búið til dæmis í Íran, Pakistan og Grikklandi, en fengu vernd í Ungverjalandi áður en þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum í byrjun október 2020. Það gerðu þau einkum til að sækja almennilega læknisþjónustu fyrir móður sína. En hún lést skyndilega um miðjan júlí síðastliðinn. „Hefðum við hringt fyrr á sjúkrabíl, hefði verið hægt að bjarga henni? Þeir sögðu nei. Blæðingarnar í höfði hennar voru svo miklar að það hefði ekki skipt máli. Þetta snerist um fimm sekúndur. Heilinn var fullur af blóði. Það var ómöguleg að framkvæma aðgerð,“ segir Lutfa. Begum er jörðuð í Gufuneskirkjugarði og systkinin vitja leiðisins á hverjum föstudegi. En þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra og nú á að framfylgja brottvísun. „Ég sagði oft við mömmu: „Tveimur árum af lífi okkar hefur verið sóað.“ Hún sagði okkur að hafa trú á þessu. Þetta væri alveg að koma. En eftir tvö ár er okkur sagt: „Nei, þú ferð til baka“.“ Begum var 46 ára þegar hún lést.úr einkasafni Þau eigi engan að á Íslandi sem geti séð um leiði móður þeirra. „Við eigum aðeins móður okkar. Hún er hér. Hvernig getum við farið? Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ segir Lutfa. Þá vilja systkinin læra íslensku, finna sér vinnu og búa sér framtíð á Íslandi, einkum fyrir fimm ára son Ferdozar. Mér fannst Ísland vera okkar staður. Þar sem ég hef verið áður vildi fólk ekki hjálpa mér. Þau segja: „Nei, ég tala ekki ensku“. En á Íslandi fær maður fallegt bros,“ segir Ferdoz. Magnús Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á endurupptöku máls þeirra í ljósi breyttra aðstæða í kjölfar andlátsins. Hann segir það óásættanlegt með öllu að fjölskyldunni verði vísað úr landi á þessu stigi máls. Lutfa og Begum eftir komuna til Íslands.úr einkasafni Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Bangladess Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Systkinin Ferdoz og Lutfa Ali eru upprunalega frá Bangladess. Móðir þeirra Begum flúði ofsóknir skyldmenna í Bangladess og systkinin hafa aldrei átt heimili þar. Þau segjast hafa verið á hrakhólum frá því þau muna eftir sér, búið til dæmis í Íran, Pakistan og Grikklandi, en fengu vernd í Ungverjalandi áður en þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum í byrjun október 2020. Það gerðu þau einkum til að sækja almennilega læknisþjónustu fyrir móður sína. En hún lést skyndilega um miðjan júlí síðastliðinn. „Hefðum við hringt fyrr á sjúkrabíl, hefði verið hægt að bjarga henni? Þeir sögðu nei. Blæðingarnar í höfði hennar voru svo miklar að það hefði ekki skipt máli. Þetta snerist um fimm sekúndur. Heilinn var fullur af blóði. Það var ómöguleg að framkvæma aðgerð,“ segir Lutfa. Begum er jörðuð í Gufuneskirkjugarði og systkinin vitja leiðisins á hverjum föstudegi. En þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra og nú á að framfylgja brottvísun. „Ég sagði oft við mömmu: „Tveimur árum af lífi okkar hefur verið sóað.“ Hún sagði okkur að hafa trú á þessu. Þetta væri alveg að koma. En eftir tvö ár er okkur sagt: „Nei, þú ferð til baka“.“ Begum var 46 ára þegar hún lést.úr einkasafni Þau eigi engan að á Íslandi sem geti séð um leiði móður þeirra. „Við eigum aðeins móður okkar. Hún er hér. Hvernig getum við farið? Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ segir Lutfa. Þá vilja systkinin læra íslensku, finna sér vinnu og búa sér framtíð á Íslandi, einkum fyrir fimm ára son Ferdozar. Mér fannst Ísland vera okkar staður. Þar sem ég hef verið áður vildi fólk ekki hjálpa mér. Þau segja: „Nei, ég tala ekki ensku“. En á Íslandi fær maður fallegt bros,“ segir Ferdoz. Magnús Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á endurupptöku máls þeirra í ljósi breyttra aðstæða í kjölfar andlátsins. Hann segir það óásættanlegt með öllu að fjölskyldunni verði vísað úr landi á þessu stigi máls. Lutfa og Begum eftir komuna til Íslands.úr einkasafni
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Bangladess Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira