Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 07:58 Rebekka Sverrisdóttir er fyrirliði KR og hún er óánægð með þá umgjörð sem félagið hefur verið með í kringum liðið. vísir/vilhelm Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. KR féll úr Bestu deildinni í gær þegar liðið tapaði á heimavelli sínum í Frostaskjóli gegn Selfossi, 5-3. Þó að tvær umferðir séu eftir af deildinni er KR aðeins með sjö stig og getur ekki náð liðinu í 8. sæti, Keflavík, sem er með 16 stig. Í viðtali við RÚV eftir leik sagði Rebekka það ömurlegt og leiðinlegt að fallið væri orðið staðreynd, eftir óvenjulegt sumar þar sem langar pásur og þjálfaraskipti hafi meðal annars truflað takt liðsins. Rebekka gagnrýndi jafnframt umgjörðina í kringum kvennalið KR, sem hefur rambað á milli deilda síðustu ár, en fyrr á tímabilinu var fjallað um það þegar KR var ekki með vallarklukku og vallarþul á heimaleik sínum. Í gær virðist hafa vantað mannskap til að sjá um að koma með sjúkrabörur inn á völlinn þegar Hannah Lynne Tillett meiddist. Hún lá á vellinum í nokkrar mínútur en enginn kom með börurnar og á endanum héldu liðsfélagar hennar á henni út af vellinum. „Litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir“ „Yfir höfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel. Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR,“ sagði Rebekka við RÚV og nefndi eitt dæmi: „Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera,“ sagði Rebekka. KR skipti um þjálfara snemma á tímabilinu þegar að Jóhannes Karl Sigursteinsson kaus að hætta en hann var meðal annars óánægður með að félagið skyldi ekki ganga frá því að fá félagaskipti fyrir erlenda leikmenn áður en tímabilið hófst. Christopher Harrington, annar af þjálfurunum sem tóku við af Jóhannesi Karli, talaði á sömu nótum og Rebekka eftir tapið í gær. „Ákveðnir hlutir í kringum kvennalið KR þurfa að breytast,“ sagði Harrington í viðtali við Vísi og bætti við: „Allir litlu hlutirnir, eins og í dag voru engar sjúkrabörur fyrir meiddan leikmann. Ef þetta væri karlabolti, þá væri þetta ekki vandamál. Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvennabolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konur líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera. Þær skora þrjú mörk á móti Selfossi. Það dugir ekki til að vinna leikinn en þær gáfu allt og að lokum finn ég til með þeim því þær eiga skilið meira frá félaginu,“ sagði Harrington. Besta deild kvenna KR Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
KR féll úr Bestu deildinni í gær þegar liðið tapaði á heimavelli sínum í Frostaskjóli gegn Selfossi, 5-3. Þó að tvær umferðir séu eftir af deildinni er KR aðeins með sjö stig og getur ekki náð liðinu í 8. sæti, Keflavík, sem er með 16 stig. Í viðtali við RÚV eftir leik sagði Rebekka það ömurlegt og leiðinlegt að fallið væri orðið staðreynd, eftir óvenjulegt sumar þar sem langar pásur og þjálfaraskipti hafi meðal annars truflað takt liðsins. Rebekka gagnrýndi jafnframt umgjörðina í kringum kvennalið KR, sem hefur rambað á milli deilda síðustu ár, en fyrr á tímabilinu var fjallað um það þegar KR var ekki með vallarklukku og vallarþul á heimaleik sínum. Í gær virðist hafa vantað mannskap til að sjá um að koma með sjúkrabörur inn á völlinn þegar Hannah Lynne Tillett meiddist. Hún lá á vellinum í nokkrar mínútur en enginn kom með börurnar og á endanum héldu liðsfélagar hennar á henni út af vellinum. „Litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir“ „Yfir höfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel. Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR,“ sagði Rebekka við RÚV og nefndi eitt dæmi: „Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera,“ sagði Rebekka. KR skipti um þjálfara snemma á tímabilinu þegar að Jóhannes Karl Sigursteinsson kaus að hætta en hann var meðal annars óánægður með að félagið skyldi ekki ganga frá því að fá félagaskipti fyrir erlenda leikmenn áður en tímabilið hófst. Christopher Harrington, annar af þjálfurunum sem tóku við af Jóhannesi Karli, talaði á sömu nótum og Rebekka eftir tapið í gær. „Ákveðnir hlutir í kringum kvennalið KR þurfa að breytast,“ sagði Harrington í viðtali við Vísi og bætti við: „Allir litlu hlutirnir, eins og í dag voru engar sjúkrabörur fyrir meiddan leikmann. Ef þetta væri karlabolti, þá væri þetta ekki vandamál. Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvennabolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konur líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera. Þær skora þrjú mörk á móti Selfossi. Það dugir ekki til að vinna leikinn en þær gáfu allt og að lokum finn ég til með þeim því þær eiga skilið meira frá félaginu,“ sagði Harrington.
Besta deild kvenna KR Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira