Víkingar mest með boltann | ÍBV með flestar langar sendingar og brot Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 14:02 Eiður Aron Sigurbjörnsson og félagar hafa verið duglegir að brjóta af sér í sumar. Vísir/Diego Líkt og undanfarin ár heldur WyScout utan um alla tölfræði tengda Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. Þegar tölfræði Bestu deildar karla er skoðuð eru nokkrir hlutir sem koma á óvart, til að mynda að Breiðablik sé með næstflestar langar sendingar í deildinni og að Stjarnan sé aðeins með fjórða lægsta meðalaldurinn. Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardag með sex leikjum. Breiðablik jók forskot sitt á toppnum á meðan sigur Leiknis Reykjavíkur lyfti þeim upp úr fallsæti. Ef mótið væri með hefðbundnu sniði þá væri Breiðablik löngu orðið Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA væru fallin niður í Lengjudeildina. Það eru hins vegar fimm umferðir eftir og að þeim loknum verður loks ljóst hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari, hvaða lið fara í Evrópu og hvaða lið falla. Á vef WyScout má finna ýmsa tölfræði, sumar áhugaverðari en aðra. Víkingur, markahæsta lið deildarinnar með 58 mörk - þremur meira en topplið Breiðabliks, var aðeins með 42 í xG eða vænt mörk. Það þýðir að færin sem Víkingar hafa skapað sér ættu öllu jafna að leiða til 42 marka. Erlingur Agnarsson er markahæstur Víkinga með sjö mörk.Vísir/Hulda Margrét Að liðið hafi skorað 58 þýðir annað hvort að markverðir deildarinnar hafi nær alltaf átt slakan dag gegn Víkingum eða að leikmenn liðsins hafi reimað á sig markaskóna leik eftir leik. Þá virðist sem Skagamenn hafi fengið alltof mörg mörk á sig. Alls fékk liðið á sig 53 mörk í leikjunum 22 en xG mótherja liðsins var aðeins upp á 43.5 mörk. Árni Marinó Einarsson hefur staðið milli stanganna í sjö af 22 leikjum ÍA í sumar. Hann er fæddur árið 2002.Vísir/Diego ÍA var með yngsta meðalaldur deildarinnar eða 24.1 ár. Stjarnan, sem hefur fengið mikið hrós fyrir fjölda ungra leikmanna í leikmannahópi sínum, var með meðalaldur upp á 25.7 ár. Íslandsmeistarar Víkings hélt boltanum hvað best í hinni hefðbundnu deildarkeppni. Var liðið með boltann 59.7 prósent að meðaltali í leik. Þar á eftir er topplið Breiðabliks með 57.6 prósent og svo FH með 54.6 prósent en Hafnfirðingar eru skera sig úr þar sem Breiðablik og Víkingur eru efstu tvö lið deildarinnar á meðan FH er í fallsæti. FH-ingar elska að vera með boltann og senda á milli. Það hefur þó ekki gefið þeim mörg stig í sumar.Vísir/Hulda Margrét Liðin sem voru hvað mest með boltann eru einnig þau lið sem hafa átt flestar sendingar. Alls gáfu Víkingar 10.856 sendingar, Blikar gáfu 10.104 og FH-ingar gáfu 9823. ÍBV var hins vegar það lið sem gaf flestar langar sendingar eða 1308 talsins á meðan Breiðablik er nokkuð óvænt í öðru sæti þess lista með 1267 langar sendingar. Eyjamenn voru einnig á toppnum yfir flest brot í deildinni en alls var 311 flautað á lærisveina Hermanns Hreiðarssonar. Þar á eftir koma KR (306) og Keflavík (301). Athygli vekur þó að ÍBV er ekki meðal fimm efstu liða þegar kemr að gulum spjöldum. Keflavík toppar þann lista með 72 slík á meðan Valsmenn nældu í 65 gul spjöld í sumar og KR-ingar 60 stykki. Eyjamenn nældu sér þó í fjögur rauð spjöld, flest allra í deildinni. Theodór Elmar Bjarnason gefur eina af 600 fyrirgjöfum KR í sumar.Vísir/Hulda Margrét Þá var ekkert lið nálægt KR þegar kom að því að gefa boltann fyrir markið. Lærisveinar Rúnars Kristinssonar hafa alls gefið 600 fyrirgjafir í sumar. FH er næst með 467 fyrirgjafir og KA þar á eftir með 461 fyrirgjöf. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardag með sex leikjum. Breiðablik jók forskot sitt á toppnum á meðan sigur Leiknis Reykjavíkur lyfti þeim upp úr fallsæti. Ef mótið væri með hefðbundnu sniði þá væri Breiðablik löngu orðið Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA væru fallin niður í Lengjudeildina. Það eru hins vegar fimm umferðir eftir og að þeim loknum verður loks ljóst hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari, hvaða lið fara í Evrópu og hvaða lið falla. Á vef WyScout má finna ýmsa tölfræði, sumar áhugaverðari en aðra. Víkingur, markahæsta lið deildarinnar með 58 mörk - þremur meira en topplið Breiðabliks, var aðeins með 42 í xG eða vænt mörk. Það þýðir að færin sem Víkingar hafa skapað sér ættu öllu jafna að leiða til 42 marka. Erlingur Agnarsson er markahæstur Víkinga með sjö mörk.Vísir/Hulda Margrét Að liðið hafi skorað 58 þýðir annað hvort að markverðir deildarinnar hafi nær alltaf átt slakan dag gegn Víkingum eða að leikmenn liðsins hafi reimað á sig markaskóna leik eftir leik. Þá virðist sem Skagamenn hafi fengið alltof mörg mörk á sig. Alls fékk liðið á sig 53 mörk í leikjunum 22 en xG mótherja liðsins var aðeins upp á 43.5 mörk. Árni Marinó Einarsson hefur staðið milli stanganna í sjö af 22 leikjum ÍA í sumar. Hann er fæddur árið 2002.Vísir/Diego ÍA var með yngsta meðalaldur deildarinnar eða 24.1 ár. Stjarnan, sem hefur fengið mikið hrós fyrir fjölda ungra leikmanna í leikmannahópi sínum, var með meðalaldur upp á 25.7 ár. Íslandsmeistarar Víkings hélt boltanum hvað best í hinni hefðbundnu deildarkeppni. Var liðið með boltann 59.7 prósent að meðaltali í leik. Þar á eftir er topplið Breiðabliks með 57.6 prósent og svo FH með 54.6 prósent en Hafnfirðingar eru skera sig úr þar sem Breiðablik og Víkingur eru efstu tvö lið deildarinnar á meðan FH er í fallsæti. FH-ingar elska að vera með boltann og senda á milli. Það hefur þó ekki gefið þeim mörg stig í sumar.Vísir/Hulda Margrét Liðin sem voru hvað mest með boltann eru einnig þau lið sem hafa átt flestar sendingar. Alls gáfu Víkingar 10.856 sendingar, Blikar gáfu 10.104 og FH-ingar gáfu 9823. ÍBV var hins vegar það lið sem gaf flestar langar sendingar eða 1308 talsins á meðan Breiðablik er nokkuð óvænt í öðru sæti þess lista með 1267 langar sendingar. Eyjamenn voru einnig á toppnum yfir flest brot í deildinni en alls var 311 flautað á lærisveina Hermanns Hreiðarssonar. Þar á eftir koma KR (306) og Keflavík (301). Athygli vekur þó að ÍBV er ekki meðal fimm efstu liða þegar kemr að gulum spjöldum. Keflavík toppar þann lista með 72 slík á meðan Valsmenn nældu í 65 gul spjöld í sumar og KR-ingar 60 stykki. Eyjamenn nældu sér þó í fjögur rauð spjöld, flest allra í deildinni. Theodór Elmar Bjarnason gefur eina af 600 fyrirgjöfum KR í sumar.Vísir/Hulda Margrét Þá var ekkert lið nálægt KR þegar kom að því að gefa boltann fyrir markið. Lærisveinar Rúnars Kristinssonar hafa alls gefið 600 fyrirgjafir í sumar. FH er næst með 467 fyrirgjafir og KA þar á eftir með 461 fyrirgjöf.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð