Þegar pólitíkusar mála sig út í horn Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. september 2022 14:02 Íslenzkir stjórnmálamenn hafa haft hægt um sig síðustu misseri. Smá sviptingar á meintri miðju, sem reyndar teygist yst út á hægri kant, milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs, þar sem sá fyrrnefndi hafði miklu betur, annars hefur andinn yfir stjórnmálavötnunum verið rólegur. Allmargir nýir þingmenn hafa þó komið inn á þing, gott að fá nýja blöndu þar, en forustumenn eru mikið þeir sömu. Jónas Kristjánsson heitinn, snjall skríbent, hefði sennilega kallað þetta „sama gamla tóbaksruddann“. Nýr formannskandídat hjá Samfylkingunni En hjá Samfylkingunni er komin hreyfing á málin, þar sem núverandi formaður, góður maður, dregur sig til baka og Kristrún Frostadóttir, nýr þingmaður flokksins, frá í fyrra, býður sig fram til formanns. Námsferill til 2016, svo mest störf í fjármálafyrirtæki og banka fram til 2021. Ansi djörf og brött fjallganga það. Flýtileið upp á toppinn. Óbarðir biskupar „Enginn verður óbarinn biskup“ hefur þótt gott máltæki, sannleikskorn, en greinilega ekki efst á blaði hjá formannskandídatinum. Hér erum við að tala um reynslu, lærdóm af mistökum, lífsins skóla, til að öðlast þroska og skilning til að takast á við stærri verkefni. Ráða við þau. Á sjónum kallast það að sjóast. Þar dugar stýrimannsprófið eitt ekki. Er þetta ný umbótastefna? Ég skrifaði pistil um málið á dögunum undir fyrirsögninni „Er lausnarinn fundinn?“. Setti ég þar fram efasemdir um, að reynsla kandídatsins dygði, að hún væri nógu sjóuð, þrátt fyrir glæsilega skólagöngu, flottan bankaferil og augljóst hátt sjálfsmat, svo og um helztu stefnumál hennar þrjú: Bætt heilbrigðiskerfi, sókn í húsnæðismálum, úrbætur samgöngukerfisins; allt góð mál og gegn, sem reyndar allir stjórnmálaflokkar eru með, ekkert nýtt, en um leið stórfelld útgjaldamál, og þyrftu tekjuhugmyndir á móti að fylgja. Ekki væri nóg að hafa háleit markmið, heldur líka brýnt, að leiðin að því fylgdi. Gleymdu stórmálin – lítið kjöt Hér má líka spyrja, hvað um jafnan kosningarrétt og nýja stjórnarskrá, hvað um aukna hlutdeild þjóðarinnar í tekjum af auðlindunum, hvað um Evrópumálin og Evruna, hvað um aukna umhverfis-, náttúru- og dýravernd!? Hvað um loftslagsvána, á að gleyma grænum málum hjá Samfylkingunni, setja þau á hliðarlínuna!? Lítið kjöt á þessum beinum! Umbætur kosta – ný skattadrottning? Eftir viðtal á Dagmálum taldi Moggi, að kandídatinn vildi fjármagna helztu stefnumálin sín með auknum sköttum á miðstéttina. Sjálf sagði hún þetta misskilning, en augljóst er þó, að þessi stefnumál verða ekki fjármögnuð, nema með auknum sköttum, og minnir það á, að Samfylkingin tók upp nýjan stóreignaskatt á stefnuskrá sína, sem hefði bitnað á um 5.000 skattgreiðendum, fyrir síðustu kosningar, og er ekki ósennilegt, að sú skattahugmynd hafi einmitt komið frá formannskandídatinum. Sú hugsun læðist því að manni, að hér kunni ný skattadrottning að vera að stíga inn á sviðið, þar sem færa skal til tekjur og eignir í stórum stíl, milli manna og fyrirtækja, með handafli. Samherjar varla í biðröðum – engin realpólitík Spurning, hverjir aðrir áhrifaflokkar styddu mögulega skattahækkana- herferð. Ekki ólíklegt, að Samfylkingin myndi einangra sig með slíkri meintri realpólítík, útiloka sig frá stjórnarþátttöku. Realpólitíkin breyttist þá í botnlanga pólitík. Ekki færi þá formannskandídatinn vel af stað, hvorki fyrir sig né flokkinn. Um skattamál Bezt er að skattleggja tekjur, því með tekjum má greiða skattinn. Ef hlufall skattsins er of hátt, fer skatttaka að draga úr framkvæmdavilja og getu til framsóknar og verðmætasköpunar. Þá minnkar skatturinn af sjálfu sér, þrátt fyrir hærri prósentu, og umsvif og atvinnusköpun dragast saman. Neyzluskattur, virðisaukaskattur, er líka viðtekin leið, en hann borga menn við kaup og neyzlu. Þar ætti þó að undanþiggja nauðsynjavörur, sérstaklega matvörur. Hækkun fjármagnstekjuskatts í 33% og lækkun virðisaukaskatts á matvörum á móti mætti skoða. Tilfærsla, ekki auknar álögur. Heimskulegasti skatturinn er eignaskattur. Menn eignast mest eignir með peningum, sem þá þegar hafa verið skattlagðir. Að skattleggja svo líka eignina, er því tvísköttun. Það sem verra er við eignaskatt er þó það, að menn borga ekki skatta með eignum, bara með reiðufé, og getur eignaskattstaka því neytt skattskylda í nauðungarsölu eigna, til að borga skattinn. Ekki falleg áferð á því. Beztu umbæturnar Eina góða leiðin til að tryggja betra heilbrigðiskerfi, sókn í húsnæðis-málum og samgöngubætur, er, annars vegar, niðurfærsla annarra útgjalda og, hins vegar, aukin verðmætasköpun. Þannig myndast umframfé, sem nýta má til styrkingar innviða og aukinnar velferðar, án hækkaðrar skattaprósentu eða nýrra skatta. Bezta og virkasta leiðin Þýðingarmesta skrefið í slíkri vegferð er innganga í ESB/upptaka Evru. Með henni myndi sparast/myndast gífurlegt fé með margvíslegum hætti: 1. Vextir af lánum myndu stórlækka og stórbæta afkomu einstaklinga og fyrirtækja 2. Erlendir fjárfestar, sem hafna krónuhagkerfinu, myndu koma inn og stórefla íslenzkt atvinnulíf 3. Alþjóðafyrirtæki myndu koma hér inn í verzlun, bankastarfsemi og alls kyns þjónustu, stórauka samkeppni og knýja niður verðlag. Með þessu fengju fyrirtækin í landinu aukinn fjárhagslegan kraft, sem myndi tryggja þeim bætta afkomu og afl til að skapa fleiri og betur launuð störf og aukin verðmæti; rífa upp landsframleiðslu til aukinnar velferðar landsmanna. Gamla og góða stefnan týnd og tröllum gefin? Er því með ólíkindum, að formannskandídatinn skuli ekki taka ESB-aðild/upptöku Evru áfram með, sem sitt helzta stefnumál, þó að framkvæmd þess taki tíma, eins og flest stórmál, og verður líka að líta til þess, að við skoðanakönnun nú í júní reyndust 94% þeirra Samfylkingarmanna, sem afstöðu tóku, og 58% landsmanna, hlynntir ESB-aðild. Önnur góð og gegn stefnumál líka, sem sagt, komin á hliðarlínuna eða gleymd. Fátt virðist þá standa eftir af stefnu Samfylkingar, og myndi nýtt nafn þar litlu breyta. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Íslenzkir stjórnmálamenn hafa haft hægt um sig síðustu misseri. Smá sviptingar á meintri miðju, sem reyndar teygist yst út á hægri kant, milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs, þar sem sá fyrrnefndi hafði miklu betur, annars hefur andinn yfir stjórnmálavötnunum verið rólegur. Allmargir nýir þingmenn hafa þó komið inn á þing, gott að fá nýja blöndu þar, en forustumenn eru mikið þeir sömu. Jónas Kristjánsson heitinn, snjall skríbent, hefði sennilega kallað þetta „sama gamla tóbaksruddann“. Nýr formannskandídat hjá Samfylkingunni En hjá Samfylkingunni er komin hreyfing á málin, þar sem núverandi formaður, góður maður, dregur sig til baka og Kristrún Frostadóttir, nýr þingmaður flokksins, frá í fyrra, býður sig fram til formanns. Námsferill til 2016, svo mest störf í fjármálafyrirtæki og banka fram til 2021. Ansi djörf og brött fjallganga það. Flýtileið upp á toppinn. Óbarðir biskupar „Enginn verður óbarinn biskup“ hefur þótt gott máltæki, sannleikskorn, en greinilega ekki efst á blaði hjá formannskandídatinum. Hér erum við að tala um reynslu, lærdóm af mistökum, lífsins skóla, til að öðlast þroska og skilning til að takast á við stærri verkefni. Ráða við þau. Á sjónum kallast það að sjóast. Þar dugar stýrimannsprófið eitt ekki. Er þetta ný umbótastefna? Ég skrifaði pistil um málið á dögunum undir fyrirsögninni „Er lausnarinn fundinn?“. Setti ég þar fram efasemdir um, að reynsla kandídatsins dygði, að hún væri nógu sjóuð, þrátt fyrir glæsilega skólagöngu, flottan bankaferil og augljóst hátt sjálfsmat, svo og um helztu stefnumál hennar þrjú: Bætt heilbrigðiskerfi, sókn í húsnæðismálum, úrbætur samgöngukerfisins; allt góð mál og gegn, sem reyndar allir stjórnmálaflokkar eru með, ekkert nýtt, en um leið stórfelld útgjaldamál, og þyrftu tekjuhugmyndir á móti að fylgja. Ekki væri nóg að hafa háleit markmið, heldur líka brýnt, að leiðin að því fylgdi. Gleymdu stórmálin – lítið kjöt Hér má líka spyrja, hvað um jafnan kosningarrétt og nýja stjórnarskrá, hvað um aukna hlutdeild þjóðarinnar í tekjum af auðlindunum, hvað um Evrópumálin og Evruna, hvað um aukna umhverfis-, náttúru- og dýravernd!? Hvað um loftslagsvána, á að gleyma grænum málum hjá Samfylkingunni, setja þau á hliðarlínuna!? Lítið kjöt á þessum beinum! Umbætur kosta – ný skattadrottning? Eftir viðtal á Dagmálum taldi Moggi, að kandídatinn vildi fjármagna helztu stefnumálin sín með auknum sköttum á miðstéttina. Sjálf sagði hún þetta misskilning, en augljóst er þó, að þessi stefnumál verða ekki fjármögnuð, nema með auknum sköttum, og minnir það á, að Samfylkingin tók upp nýjan stóreignaskatt á stefnuskrá sína, sem hefði bitnað á um 5.000 skattgreiðendum, fyrir síðustu kosningar, og er ekki ósennilegt, að sú skattahugmynd hafi einmitt komið frá formannskandídatinum. Sú hugsun læðist því að manni, að hér kunni ný skattadrottning að vera að stíga inn á sviðið, þar sem færa skal til tekjur og eignir í stórum stíl, milli manna og fyrirtækja, með handafli. Samherjar varla í biðröðum – engin realpólitík Spurning, hverjir aðrir áhrifaflokkar styddu mögulega skattahækkana- herferð. Ekki ólíklegt, að Samfylkingin myndi einangra sig með slíkri meintri realpólítík, útiloka sig frá stjórnarþátttöku. Realpólitíkin breyttist þá í botnlanga pólitík. Ekki færi þá formannskandídatinn vel af stað, hvorki fyrir sig né flokkinn. Um skattamál Bezt er að skattleggja tekjur, því með tekjum má greiða skattinn. Ef hlufall skattsins er of hátt, fer skatttaka að draga úr framkvæmdavilja og getu til framsóknar og verðmætasköpunar. Þá minnkar skatturinn af sjálfu sér, þrátt fyrir hærri prósentu, og umsvif og atvinnusköpun dragast saman. Neyzluskattur, virðisaukaskattur, er líka viðtekin leið, en hann borga menn við kaup og neyzlu. Þar ætti þó að undanþiggja nauðsynjavörur, sérstaklega matvörur. Hækkun fjármagnstekjuskatts í 33% og lækkun virðisaukaskatts á matvörum á móti mætti skoða. Tilfærsla, ekki auknar álögur. Heimskulegasti skatturinn er eignaskattur. Menn eignast mest eignir með peningum, sem þá þegar hafa verið skattlagðir. Að skattleggja svo líka eignina, er því tvísköttun. Það sem verra er við eignaskatt er þó það, að menn borga ekki skatta með eignum, bara með reiðufé, og getur eignaskattstaka því neytt skattskylda í nauðungarsölu eigna, til að borga skattinn. Ekki falleg áferð á því. Beztu umbæturnar Eina góða leiðin til að tryggja betra heilbrigðiskerfi, sókn í húsnæðis-málum og samgöngubætur, er, annars vegar, niðurfærsla annarra útgjalda og, hins vegar, aukin verðmætasköpun. Þannig myndast umframfé, sem nýta má til styrkingar innviða og aukinnar velferðar, án hækkaðrar skattaprósentu eða nýrra skatta. Bezta og virkasta leiðin Þýðingarmesta skrefið í slíkri vegferð er innganga í ESB/upptaka Evru. Með henni myndi sparast/myndast gífurlegt fé með margvíslegum hætti: 1. Vextir af lánum myndu stórlækka og stórbæta afkomu einstaklinga og fyrirtækja 2. Erlendir fjárfestar, sem hafna krónuhagkerfinu, myndu koma inn og stórefla íslenzkt atvinnulíf 3. Alþjóðafyrirtæki myndu koma hér inn í verzlun, bankastarfsemi og alls kyns þjónustu, stórauka samkeppni og knýja niður verðlag. Með þessu fengju fyrirtækin í landinu aukinn fjárhagslegan kraft, sem myndi tryggja þeim bætta afkomu og afl til að skapa fleiri og betur launuð störf og aukin verðmæti; rífa upp landsframleiðslu til aukinnar velferðar landsmanna. Gamla og góða stefnan týnd og tröllum gefin? Er því með ólíkindum, að formannskandídatinn skuli ekki taka ESB-aðild/upptöku Evru áfram með, sem sitt helzta stefnumál, þó að framkvæmd þess taki tíma, eins og flest stórmál, og verður líka að líta til þess, að við skoðanakönnun nú í júní reyndust 94% þeirra Samfylkingarmanna, sem afstöðu tóku, og 58% landsmanna, hlynntir ESB-aðild. Önnur góð og gegn stefnumál líka, sem sagt, komin á hliðarlínuna eða gleymd. Fátt virðist þá standa eftir af stefnu Samfylkingar, og myndi nýtt nafn þar litlu breyta. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun