KFC hótar að fara í mál við franska knattspyrnusambandið vegna Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2022 22:30 Mbappé í leik með franska landsliðinu. Marcio Machado/Getty Images Kentucky Fried Chicken, KFC, í Frakklandi gæti farið í mál við franska knattspyrnusambandið (FFF) þar sem aðalstjarna franska landsliðsins, Kylian Mbappé, neitar að auglýsa skyndibitakeðjuna. Vísir greindi nýverið frá því að hinn 23 ára gamli Mbappé, framherji París Saint-Germain sem og franska landsliðsins, hefði lent upp á kant við forráðamenn FFF. Deilurnar voru vegna ímyndunarréttar Mbappé, það er leikmaðurinn sjálfur og teymi hans vill fá frekari yfirráð yfir þeim á meðan sambandið vill halda hlutunum eins og þeir eru. Núverandi samningur er þannig að Mbappé þarf að sinna ákveðnum skyldum þegar hann er á ferð og flugi með landsliðinu. Það þýðir að hann þarf að auglýsa þau fyrirtæki sem FFF hefur samið við, og það er Mbappé ósáttur með. Svo ósáttur að hann neitaði að mæta í myndatöku fyrir skyndibitakeðjuna með liðsfélögum sínum. Samkvæmt samning KFC og FFF á Mbappé, ásamt þremur öðrum leikmönnum liðsins, að sitja fyrir og auglýsa kjúklingastaðinn. Þar sem Mbappé lét ekki sjá sig gæti farið svo að KFC leiti réttar síns í réttarsal. Alan Beral, aðstoðarframkvæmdastjóri keðjunnar í Frakklandi, staðfesti fyrir hönd KFC að þar sem ekki hefði verið staðið við gerða samninga þá myndi keðan ekki borga sambandinu þá upphæð sem um hafði verið samið. Beral bætti svo við að skyndibitakeðjan gæti farið þá leið að kæra FFF fyrir að standa ekki við gerða samninga. KFC have threatened the French Football Federation with legal action after Kylian Mbappe refused to promote them — GOAL News (@GoalNews) September 21, 2022 Mbappé og félagar í franska landsliðinu mæta Austurríki í Þjóðadeildinni annað kvöld. Frakkland er í neðsta sæti A-riðils og tap myndi þýða að heimsmeistararnir gætu mögulega niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fótbolti Franski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Sjá meira
Vísir greindi nýverið frá því að hinn 23 ára gamli Mbappé, framherji París Saint-Germain sem og franska landsliðsins, hefði lent upp á kant við forráðamenn FFF. Deilurnar voru vegna ímyndunarréttar Mbappé, það er leikmaðurinn sjálfur og teymi hans vill fá frekari yfirráð yfir þeim á meðan sambandið vill halda hlutunum eins og þeir eru. Núverandi samningur er þannig að Mbappé þarf að sinna ákveðnum skyldum þegar hann er á ferð og flugi með landsliðinu. Það þýðir að hann þarf að auglýsa þau fyrirtæki sem FFF hefur samið við, og það er Mbappé ósáttur með. Svo ósáttur að hann neitaði að mæta í myndatöku fyrir skyndibitakeðjuna með liðsfélögum sínum. Samkvæmt samning KFC og FFF á Mbappé, ásamt þremur öðrum leikmönnum liðsins, að sitja fyrir og auglýsa kjúklingastaðinn. Þar sem Mbappé lét ekki sjá sig gæti farið svo að KFC leiti réttar síns í réttarsal. Alan Beral, aðstoðarframkvæmdastjóri keðjunnar í Frakklandi, staðfesti fyrir hönd KFC að þar sem ekki hefði verið staðið við gerða samninga þá myndi keðan ekki borga sambandinu þá upphæð sem um hafði verið samið. Beral bætti svo við að skyndibitakeðjan gæti farið þá leið að kæra FFF fyrir að standa ekki við gerða samninga. KFC have threatened the French Football Federation with legal action after Kylian Mbappe refused to promote them — GOAL News (@GoalNews) September 21, 2022 Mbappé og félagar í franska landsliðinu mæta Austurríki í Þjóðadeildinni annað kvöld. Frakkland er í neðsta sæti A-riðils og tap myndi þýða að heimsmeistararnir gætu mögulega niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Fótbolti Franski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Sjá meira