„Við höfum meira og minna verið laus við þessar hreyfingar“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2022 22:01 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Vísir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur segist brugðið eftir fréttir af því að lögreglan hafi lagt hald á mikið magn vopna og byssuskota í gær og mögulega komið í veg fyrir hryðjuverkaárás. Enn sé þó tiltölulega lítið vitað um málið og best sé að halda ró sinni. Þá bendir hann á að hægri-öfgaöfl hafi aldrei fest rætur hér á landi. Lögreglumenn handtóku gær fjóra menn og lögðu hald á mikið magn skotvopna, og þar á meðal hálf-sjálfvirkra byssa, og skotfæra í níu húsleitum. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en lögreglan segir mögulegt að mennirnir, sem eru íslenskir og á þrítugsaldri hafi ætlað sér að gera hryðjuverkaárás og er verið að kanna hvort þeir tengist erlendum öfgasamtökum. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Helgi er staddur á Malaga á Spáni, ásamt flestum öðrum afbrotafræðingum Íslands, vegna Evrópuþings afbrotafræðinga. Hann sagði í samtali við Vísi í kvöld að hans fyrstu viðbrögð við fregnum af því að lögreglan hefði lagt hald á fjölda skotvopna hefðu verið á þá leið að líklegast tengdist málið skipulegri glæpastarfsemi. Lögreglan hefði þó gefið í skyn að svo sé ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði í fréttum Stöðvar 2 að samkvæmt hættumati embættisins stafaði Íslendingum meiri ógna af skipulagðri glæpastarfsemi en hryðjuverkastarfsemi og ekki stæði til að breyta því að svo stöddu. Sjá einnig: Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar „Auðvitað bregður manni þegar það er búið að haldleggja svona mikið af vopnum,“ segir Helgi. Hann segir að sé viljinn fyrir hendi, sé hægt að valda miklu tjóni sem vopnum sem þessum. „Þetta eru auðvitað ekki einhverjir safnarar. Maður hefur á tilfinningunni að þeir hafi verið að undirbúa eitthvað tiltekið og það er skelfilegt.“ Helgi bendir á að í Evrópu og víðar hafi fjölmörgum hreyfingum þjóðernissinna vaxið ásmegin. Árásir hafi verið framdar og hann hafi óttast að slíkt gæti smitast hingað. Hins vegar hafi þessir hópar sem byggi til að mynda á andúð gegn útlendingum aldrei fest rætur hér á landi. Sá pólitíski jarðvegur sem finna megi víða í Evrópu hafi aldrei verið til staðar. „Við höfum meira og minna verið laus við þessar hreyfingar,“ segir Helgi. Helgi segir lögregluna halda spilunum þétt að sér enn sem komið er og margt sé enn óljóst. Það virðist þó ljóst að lögreglan hafi stöðvað eitthvað sem gæti hafa orðið hættulegt og það sé mikið ánægjuefni og léttir. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir „Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. 22. september 2022 19:34 Lögreglumenn slegnir: „Við viljum öll komast lifandi heim úr vinnunni“ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, að lögreglumenn væru slegnir yfir fregnum síðustu daga. Þeir væru slegnir yfir því að þurfa að óttast um líf sín í vinnunni. 22. september 2022 19:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Þá bendir hann á að hægri-öfgaöfl hafi aldrei fest rætur hér á landi. Lögreglumenn handtóku gær fjóra menn og lögðu hald á mikið magn skotvopna, og þar á meðal hálf-sjálfvirkra byssa, og skotfæra í níu húsleitum. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en lögreglan segir mögulegt að mennirnir, sem eru íslenskir og á þrítugsaldri hafi ætlað sér að gera hryðjuverkaárás og er verið að kanna hvort þeir tengist erlendum öfgasamtökum. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Helgi er staddur á Malaga á Spáni, ásamt flestum öðrum afbrotafræðingum Íslands, vegna Evrópuþings afbrotafræðinga. Hann sagði í samtali við Vísi í kvöld að hans fyrstu viðbrögð við fregnum af því að lögreglan hefði lagt hald á fjölda skotvopna hefðu verið á þá leið að líklegast tengdist málið skipulegri glæpastarfsemi. Lögreglan hefði þó gefið í skyn að svo sé ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði í fréttum Stöðvar 2 að samkvæmt hættumati embættisins stafaði Íslendingum meiri ógna af skipulagðri glæpastarfsemi en hryðjuverkastarfsemi og ekki stæði til að breyta því að svo stöddu. Sjá einnig: Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar „Auðvitað bregður manni þegar það er búið að haldleggja svona mikið af vopnum,“ segir Helgi. Hann segir að sé viljinn fyrir hendi, sé hægt að valda miklu tjóni sem vopnum sem þessum. „Þetta eru auðvitað ekki einhverjir safnarar. Maður hefur á tilfinningunni að þeir hafi verið að undirbúa eitthvað tiltekið og það er skelfilegt.“ Helgi bendir á að í Evrópu og víðar hafi fjölmörgum hreyfingum þjóðernissinna vaxið ásmegin. Árásir hafi verið framdar og hann hafi óttast að slíkt gæti smitast hingað. Hins vegar hafi þessir hópar sem byggi til að mynda á andúð gegn útlendingum aldrei fest rætur hér á landi. Sá pólitíski jarðvegur sem finna megi víða í Evrópu hafi aldrei verið til staðar. „Við höfum meira og minna verið laus við þessar hreyfingar,“ segir Helgi. Helgi segir lögregluna halda spilunum þétt að sér enn sem komið er og margt sé enn óljóst. Það virðist þó ljóst að lögreglan hafi stöðvað eitthvað sem gæti hafa orðið hættulegt og það sé mikið ánægjuefni og léttir.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir „Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. 22. september 2022 19:34 Lögreglumenn slegnir: „Við viljum öll komast lifandi heim úr vinnunni“ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, að lögreglumenn væru slegnir yfir fregnum síðustu daga. Þeir væru slegnir yfir því að þurfa að óttast um líf sín í vinnunni. 22. september 2022 19:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
„Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. 22. september 2022 19:34
Lögreglumenn slegnir: „Við viljum öll komast lifandi heim úr vinnunni“ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, að lögreglumenn væru slegnir yfir fregnum síðustu daga. Þeir væru slegnir yfir því að þurfa að óttast um líf sín í vinnunni. 22. september 2022 19:32