„Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 09:32 Orri Steinn Óskarsson með hárið í lagi fyrir æfingu U21-landsliðsins í gær. vísir/Arnar „Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag. Ísland og Tékkland eigast við á Víkingsvelli klukkan 16 í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á EM U21-landsliða í fótbolta. Seinni leikurinn er svo í Tékklandi næsta þriðjudag. Sigurliðið verður í hópi þeirra sextán liða sem spila í sjálfri lokakeppninni næsta sumar. „Við þurfum að njóta þess að spila svona stóra leiki. Þetta eru liðin sem við viljum keppast við. Við þurfum að njóta þess og þannig komumst við í gegnum þetta. Við erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna í Víkinni og það hjálpar mjög mikið. Það koma allir hingað til að styðja og það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Orri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Orri um umspilið í dag og breytingar hjá FCK Þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 18 ára er Orri farinn að gera sig gildandi hjá danska stórveldinu FC Kaupmannahöfn, og þegar búinn að spila sínar fyrstu mínútur með aðalliði félagsins. Þær mínútur spilaði hann undir stjórn Jess Thorup sem var rekinn í þessari viku og Orri segir söknuð af honum. Mjög leiðinlegt að sjá hann fara „Hann er mjög góður maður og góður þjálfari, og hafði mikla trú á ungum leikmönnum. Hann gaf mér sénsinn; fyrsta leikinn minn [með aðalliði FCK], svo það var auðvitað mjög leiðinlegt að sjá hann fara. En síðan er að sjálfsögðu frábært að fá [Jacob] Neestrup inn. Hann er flottur þjálfari sem gerði vel sem bæði aðstoðar- og aðalþjálfari hjá Viborg. Þetta er flott tækifæri fyrir hann og við ætlum að gera okkar besta með honum.“ Orri segist ekki óttast að með nýjum þjálfara fylgi stefnubreyting varðandi það að nota unga leikmenn: „Það er í kúltúrnum hjá FCK síðustu tvö ár að gefa ungum leikmönnum séns og það á stóran part í því hvernig FCK hefur þróast fram á við. Við komumst í Meistaradeildina og unnum dönsku deildina, og ungu leikmennirnir stigu upp og spiluðu mjög stóran part í því, eins og til dæmis Hákon [Arnar Haraldsson], Ísak [Bergmann Jóhannesson] og margir ungir, danskir leikmenn. Núna er komið að okkur sem erum að koma upp í ár að sýna að við getum líka gert þetta,“ segir Orri sem var í leikmannahópi FCK gegn Sevilla í Meistaradeildinni á dögunum: „Það er svolítið súrrealískt að hugsa til þess að fyrir þremur árum var maður í Inkasso-deildinni [með Gróttu] og svo er maður mættur á fullan Parken í Meistaradeildinni. En þetta er það sem maður stefnir að og vill gera sem leikmaður. Ég nýt þess bara og þegar ég kem inn á þarf ég að sýna hvað ég er góður.“ EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Ísland og Tékkland eigast við á Víkingsvelli klukkan 16 í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á EM U21-landsliða í fótbolta. Seinni leikurinn er svo í Tékklandi næsta þriðjudag. Sigurliðið verður í hópi þeirra sextán liða sem spila í sjálfri lokakeppninni næsta sumar. „Við þurfum að njóta þess að spila svona stóra leiki. Þetta eru liðin sem við viljum keppast við. Við þurfum að njóta þess og þannig komumst við í gegnum þetta. Við erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna í Víkinni og það hjálpar mjög mikið. Það koma allir hingað til að styðja og það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Orri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Orri um umspilið í dag og breytingar hjá FCK Þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 18 ára er Orri farinn að gera sig gildandi hjá danska stórveldinu FC Kaupmannahöfn, og þegar búinn að spila sínar fyrstu mínútur með aðalliði félagsins. Þær mínútur spilaði hann undir stjórn Jess Thorup sem var rekinn í þessari viku og Orri segir söknuð af honum. Mjög leiðinlegt að sjá hann fara „Hann er mjög góður maður og góður þjálfari, og hafði mikla trú á ungum leikmönnum. Hann gaf mér sénsinn; fyrsta leikinn minn [með aðalliði FCK], svo það var auðvitað mjög leiðinlegt að sjá hann fara. En síðan er að sjálfsögðu frábært að fá [Jacob] Neestrup inn. Hann er flottur þjálfari sem gerði vel sem bæði aðstoðar- og aðalþjálfari hjá Viborg. Þetta er flott tækifæri fyrir hann og við ætlum að gera okkar besta með honum.“ Orri segist ekki óttast að með nýjum þjálfara fylgi stefnubreyting varðandi það að nota unga leikmenn: „Það er í kúltúrnum hjá FCK síðustu tvö ár að gefa ungum leikmönnum séns og það á stóran part í því hvernig FCK hefur þróast fram á við. Við komumst í Meistaradeildina og unnum dönsku deildina, og ungu leikmennirnir stigu upp og spiluðu mjög stóran part í því, eins og til dæmis Hákon [Arnar Haraldsson], Ísak [Bergmann Jóhannesson] og margir ungir, danskir leikmenn. Núna er komið að okkur sem erum að koma upp í ár að sýna að við getum líka gert þetta,“ segir Orri sem var í leikmannahópi FCK gegn Sevilla í Meistaradeildinni á dögunum: „Það er svolítið súrrealískt að hugsa til þess að fyrir þremur árum var maður í Inkasso-deildinni [með Gróttu] og svo er maður mættur á fullan Parken í Meistaradeildinni. En þetta er það sem maður stefnir að og vill gera sem leikmaður. Ég nýt þess bara og þegar ég kem inn á þarf ég að sýna hvað ég er góður.“
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira