Eiður og Sigurvin velja gallana í kostulegri auglýsingu Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 12:30 Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eiga fyrir höndum afskaplega mikilvægan leik sem þjálfarar FH þar sem möguleiki er á titli og evrum. skjáskot/@fhingar Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson, sem tóku við þjálfun FH í sumar, virðast ætla að velja þægindi fram yfir annað þegar kemur að fatavalinu á úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta eftir rúma viku. Eiður og Sigurvin hafa vakið athygli fyrir að klæðast gráum íþróttagöllum, eða hreinlega kósýgöllum, á hliðarlínunni á leikjum FH í sumar. Nú þegar einn stærsti leikur sumarsins er framundan, þar sem ræðst hvort FH kemst í Evrópukeppni næsta sumar með tilheyrandi fjárhagslegum ávinningi, stendur ekki til að þjálfararnir breyti út af vananum og fari í jakkafötin. Í skemmtilegri auglýsingu FH-inga vegna leiksins, sem sjá má hér að neðan, ýta þeir Eiður og Sigurvin að minnsta kosti skyrtunum til hliðar í skápnum og draga fram gallana, sýnilega ánægðir með sitt val. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Þessir gallar eru einum leik frá Evrópu!Miðasala í fullum gangi. https://t.co/OmRXgjUNt6 pic.twitter.com/wgoYZGKhDw— FHingar (@fhingar) September 23, 2022 FH og Víkingur mætast í bikarúrslitaleiknum laugardaginn 1. október og er miðasala á tix.is. Svo gæti farið að FH verði bikarmeistari og hljóti Evrópusæti en falli samt niður í 1. deild. Liðið er í fallsæti fyrir fimm leikja törnina í október þar sem úrslitin ráðast. Víkingar eiga aftur á móti enn möguleika á að vinna tvöfalt eins og í fyrra en þá þarf mikið að breytast í Bestu deildinni. Bikarúrslitaleikurinn skiptir ekki aðeins miklu máli fyri FH og Víking heldur gæti hann einnig haft mikið að segja fyrir önnur lið í Bestu deildinni, sérstaklega KA. Ef FH vinnur bikarúrslitaleikinn er ljóst að aðeins tvö efstu lið Bestu deildarinnar munu fá sæti í Evrópukeppni, en vinni Víkingar og endi í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar mun liðið í 3. sæti einnig komast í Evrópukeppni. Fótbolti FH Mjólkurbikar karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Eiður og Sigurvin hafa vakið athygli fyrir að klæðast gráum íþróttagöllum, eða hreinlega kósýgöllum, á hliðarlínunni á leikjum FH í sumar. Nú þegar einn stærsti leikur sumarsins er framundan, þar sem ræðst hvort FH kemst í Evrópukeppni næsta sumar með tilheyrandi fjárhagslegum ávinningi, stendur ekki til að þjálfararnir breyti út af vananum og fari í jakkafötin. Í skemmtilegri auglýsingu FH-inga vegna leiksins, sem sjá má hér að neðan, ýta þeir Eiður og Sigurvin að minnsta kosti skyrtunum til hliðar í skápnum og draga fram gallana, sýnilega ánægðir með sitt val. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Þessir gallar eru einum leik frá Evrópu!Miðasala í fullum gangi. https://t.co/OmRXgjUNt6 pic.twitter.com/wgoYZGKhDw— FHingar (@fhingar) September 23, 2022 FH og Víkingur mætast í bikarúrslitaleiknum laugardaginn 1. október og er miðasala á tix.is. Svo gæti farið að FH verði bikarmeistari og hljóti Evrópusæti en falli samt niður í 1. deild. Liðið er í fallsæti fyrir fimm leikja törnina í október þar sem úrslitin ráðast. Víkingar eiga aftur á móti enn möguleika á að vinna tvöfalt eins og í fyrra en þá þarf mikið að breytast í Bestu deildinni. Bikarúrslitaleikurinn skiptir ekki aðeins miklu máli fyri FH og Víking heldur gæti hann einnig haft mikið að segja fyrir önnur lið í Bestu deildinni, sérstaklega KA. Ef FH vinnur bikarúrslitaleikinn er ljóst að aðeins tvö efstu lið Bestu deildarinnar munu fá sæti í Evrópukeppni, en vinni Víkingar og endi í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar mun liðið í 3. sæti einnig komast í Evrópukeppni.
Fótbolti FH Mjólkurbikar karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira