SÞ: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2022 12:36 Erik Mose, forsvarsmaður rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu. Vísir/EPA Nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna á sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, að sögn yfirmanns rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingar hafa fundist um fjölda aftaka þar sem fólk hefur verið skorið á háls eða skotið í höfuðið. Erik Mose, yfirmaður sérstakrar rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna í ÚKraínu, tjáði mannréttindaráði SÞ í dag að gögn sem nefndin hefði aflað sýndi að stríðsglæpir hefðu verið framdir í landinu. Tiltók hann ekki hver bæri ábyrgð á glæpunum en nefndin hefur beint kröftum sínum að svæðum sem Rússar hertóku tímabundið, þar á meðal Tsjernihiv, Kharkív og Súmíj. Reuters-fréttastofan segir að nefndin hafi séð merki um fjöldaaftökur, þar á meðal lík sem voru með bundnar hendur og höfðu verið skorin á háls eða skotin í höfuðið. Fórnarlömb kynferðisofbeldis sem rannsakendur ræddu við voru á aldrinum fjögurra til 82 ára. Mose sagði að vísbendingar væru um að einhverjir rússneskir hermenn hefðu beitt kynferðisofbeldi á kerfisbundinn hátt þá hefði ekki verið sýnt á almennt mynstur af því tagi. Mose segist hafa verið í sambandi við Alþjóðasakamáladómstólinn um niðurstöður nefndarinnar. Hún á að skila mannréttindaráðinu skýrslu um störf sín í mars á næsta ári. Rússnesk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að hafa fremja stríðsglæpi í Úkraínu. Enginn fulltrúi þeirra var viðstaddur fund mannréttindaráðsins í dag. Nefndin ætlar næst að skoða ásakanir um fangabúðir á hernámssvæðum Rússa þar sem úkraínskum föngum er haldið og fullyrðingar um að fólk hafi verið flutt nauðungaflutningum og úkraínsk börn jafnvel verið ættleidd til Rússlands. Úkraínsk stjórnvöld hafa krafist þess að nefndin kanni nýjar ásakanir um stríðsglæpi Rússa nærri borginni Izium í austanverðu landi. Hundruð líka hafa fundist í fjöldagröf þar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Erik Mose, yfirmaður sérstakrar rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna í ÚKraínu, tjáði mannréttindaráði SÞ í dag að gögn sem nefndin hefði aflað sýndi að stríðsglæpir hefðu verið framdir í landinu. Tiltók hann ekki hver bæri ábyrgð á glæpunum en nefndin hefur beint kröftum sínum að svæðum sem Rússar hertóku tímabundið, þar á meðal Tsjernihiv, Kharkív og Súmíj. Reuters-fréttastofan segir að nefndin hafi séð merki um fjöldaaftökur, þar á meðal lík sem voru með bundnar hendur og höfðu verið skorin á háls eða skotin í höfuðið. Fórnarlömb kynferðisofbeldis sem rannsakendur ræddu við voru á aldrinum fjögurra til 82 ára. Mose sagði að vísbendingar væru um að einhverjir rússneskir hermenn hefðu beitt kynferðisofbeldi á kerfisbundinn hátt þá hefði ekki verið sýnt á almennt mynstur af því tagi. Mose segist hafa verið í sambandi við Alþjóðasakamáladómstólinn um niðurstöður nefndarinnar. Hún á að skila mannréttindaráðinu skýrslu um störf sín í mars á næsta ári. Rússnesk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að hafa fremja stríðsglæpi í Úkraínu. Enginn fulltrúi þeirra var viðstaddur fund mannréttindaráðsins í dag. Nefndin ætlar næst að skoða ásakanir um fangabúðir á hernámssvæðum Rússa þar sem úkraínskum föngum er haldið og fullyrðingar um að fólk hafi verið flutt nauðungaflutningum og úkraínsk börn jafnvel verið ættleidd til Rússlands. Úkraínsk stjórnvöld hafa krafist þess að nefndin kanni nýjar ásakanir um stríðsglæpi Rússa nærri borginni Izium í austanverðu landi. Hundruð líka hafa fundist í fjöldagröf þar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33