Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndari Vísis tók á meðan leik stóð sem og eftir leik.
















Valur er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu annað árið í röð. Meistararnir tryggðu sigur í Bestu deildinni með 3-1 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ fyrr í dag. Sigurinn sendi Aftureldingu niður í Lengjudeildina.
Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndari Vísis tók á meðan leik stóð sem og eftir leik.
Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni.
„Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús.
„Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag.