Southgate eftir að enda á botni riðilsins: „Hafa vaxið sem lið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. september 2022 23:00 Gareth Southgate á hliðarlínunni í kvöld. EPA-EFE/VINCENT MIGNOTT England gerði 3-3 jafntefli í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Eftir að lenda 2-0 undir kom England til baka og skoraði óvænt þrjú mörk en fram að þessu hafði liðið aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, segir enska liðið hafa vaxið. „Ég verð að segja að leikmennirnir hafa verið frábærir undanfarna daga. Þeir hafa tekið ábyrgð sem einstaklingar. Sem hópur hafa þeir talað saman innbyrðis og við okkur [þjálfarateymið]. Þeir virkilega stigið upp í þessari viku. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir hópinn en þeir hafa vaxið sem lið,“ sagði Southgate eftir leik kvöldsins. „Það mun vera pressa á okkur á HM, við munum að vissu leyti alltaf hafa ákveðna pressu á okkur. Þú getur reynt að forðast pressuna en hún kemur alltaf á endanum. Það er betra að við finnum fyrir henni strax og lærum að meðhöndla hana.“ „Við spiluðum vináttuleik gegn Fílabeinsströndinni í mars á þessu ári þar sem þeir missa mann af velli snemma leiks og leikurinn fjaraði út, við lærðum ekki neitt.“ „Við lærðum hins vegar gríðarlega mikið í þessari viku. Strákarnir þurftu að stíga fram og koma saman, það mun nýtast okkur til lengri tíma.“ Um jöfnunarmark Þýskalands „Þetta voru mistök og auðvitað er hann leiður en liðið verður að standa saman og það höfum við gert alla vikuna,“ sagði Southgate þegar hann var spurður út í mistök markvarðarins Nick Pope í þriðja marki Þýskalands. Pope tókst þá ekki að halda lausu skoti Serge Gnabry og Kai Havertz renndi boltanum í netið. "We showed character and also a lot of quality in the chances we created"Gareth Southgate gives his reaction to England's 3-3 draw against Germany. pic.twitter.com/X0jNbvOG7r— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 26, 2022 „Í kvöld voru það mistök sem gáfu þeim mörk en ég vil einblína á þá staðreynd að við sýndum mikinn karakter, gæði í færunum sem við sköpuðum og trú, eitthvað sem við höfum ekki sýnt í undanförnum leikjum. Ég held að áhorfendur hafi tekið eftir því og gert slíkt hið sama í kjölfarið,“ sagði Southgate að lokum. England endar á botni riðilsins og mun spila í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
„Ég verð að segja að leikmennirnir hafa verið frábærir undanfarna daga. Þeir hafa tekið ábyrgð sem einstaklingar. Sem hópur hafa þeir talað saman innbyrðis og við okkur [þjálfarateymið]. Þeir virkilega stigið upp í þessari viku. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir hópinn en þeir hafa vaxið sem lið,“ sagði Southgate eftir leik kvöldsins. „Það mun vera pressa á okkur á HM, við munum að vissu leyti alltaf hafa ákveðna pressu á okkur. Þú getur reynt að forðast pressuna en hún kemur alltaf á endanum. Það er betra að við finnum fyrir henni strax og lærum að meðhöndla hana.“ „Við spiluðum vináttuleik gegn Fílabeinsströndinni í mars á þessu ári þar sem þeir missa mann af velli snemma leiks og leikurinn fjaraði út, við lærðum ekki neitt.“ „Við lærðum hins vegar gríðarlega mikið í þessari viku. Strákarnir þurftu að stíga fram og koma saman, það mun nýtast okkur til lengri tíma.“ Um jöfnunarmark Þýskalands „Þetta voru mistök og auðvitað er hann leiður en liðið verður að standa saman og það höfum við gert alla vikuna,“ sagði Southgate þegar hann var spurður út í mistök markvarðarins Nick Pope í þriðja marki Þýskalands. Pope tókst þá ekki að halda lausu skoti Serge Gnabry og Kai Havertz renndi boltanum í netið. "We showed character and also a lot of quality in the chances we created"Gareth Southgate gives his reaction to England's 3-3 draw against Germany. pic.twitter.com/X0jNbvOG7r— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 26, 2022 „Í kvöld voru það mistök sem gáfu þeim mörk en ég vil einblína á þá staðreynd að við sýndum mikinn karakter, gæði í færunum sem við sköpuðum og trú, eitthvað sem við höfum ekki sýnt í undanförnum leikjum. Ég held að áhorfendur hafi tekið eftir því og gert slíkt hið sama í kjölfarið,“ sagði Southgate að lokum. England endar á botni riðilsins og mun spila í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira