Ný gögn sýni að bresk stjórnvöld hafi greitt leið Sáda í enska boltann Valur Páll Eiríksson skrifar 27. september 2022 13:00 Fjárfestingasjóður Sádí-Arabíu festi kaup á Newcastle í október í fyrra. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images Ný gögn sýna fram á að ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að hópur frá Sádí-Arabíu hafi getað fest kaup á enska knattspyrnufélaginu Newcastle United. Kaupin hafa sætt gagnrýni þar sem þau eru sögð hluti af stefnu sadískra yfirvalda til að hreinsa sig af mannréttindabrotum. Gögnin voru gefin út af ráðuneyti alþjóðaviðskipta í Bretlandi vegna fyrirspurnar samtakanna openDemocracy á grundvelli upplýsingalaga. Þau sýna að Gerry Grimstone, sem var þá ráðherra fjárfestinga, hafi lofað ensku úrvalsdeildinni að hann myndi tryggja framgang tilhugaðra kaupa Sádanna á Newcastle frá „hæstu stigum sádískra stjórnvalda“. Hann bað þá Gary Hoffman, yfirmann úrvalsdeildarinnar, um lagaleg ráð til að kaup fjárfestingasjóðs Sádí-Arabíu næði fram að ganga. Grimstone er fyrrum bankamaður og hefur mikil tengsl til ríkjanna við Persaflóa. Hann var ráðinn af Boris Johnson í mars 2020 með það fyrir augum að styrkja erlenda fjárfestingu í Bretlandi. Gögnin sýna virka þátttöku Grimstone í yfirtöku fjárfestingasjóðsins á Newcastle, sem var gengið frá í október 2021, eftir töluverðar tafir vegna andstöðu víða af og lagalegrar flækju. Johnson hefur hins vegar ávallt neitað þátttöku breskra yfirvalda og Íhaldsflokksins í ferlinu. Virk þátttaka og ítrekaðar tilraunir báru loks ávöxt Grimstone hafði lagt mikið á sig til að koma kaupunum í gegn árið 2020 en það gekk ekki. Gögnin sýna fram á samskipti hans við Hoffman og Sáda. Stór hluti ástæðunnar að kaupin gengu ekki þá var sú að Sádarnir neituðu að gangast undir próf eigenda og stjórnanda. Allir eigendur félagsliða á Bretlandi þurfa að standast prófið þar sem hvítflibbaglæpir og slíkt útilokar aðila frá eignarhaldi. Ríki mega þá ekki formlega eiga félög á Bretlandi en enska úrvalsdeildin tilkynnti í október 2021 að leið hefði fundist til að ganga frá kaupunum þar sem fjárfestingasjóður Sáda hefði fært „lagalega bindandi tryggingu fyrir því að konungsríkið Sádi-Arabía myndi ekki stjórna Newcastle United“. Nýju gögnin sýni að Hoffman, formaður úrvalsdeildarinnar, hafi sagt á fundi eigenda allra 20 liðanna í deildinni að bresk stjórnvöld hefðu pressað töluvert á deildina að leggja blessun sína yfir kaupin. Á sama tíma sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, hins vegar í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að svo væri ekki. Í svari við breska miðilinn Guardian, eftir birtingu skjalanna, segir Grimstone af og frá að skjölin sýni að hann hafi lagt mikið á sig til að koma kaupunum yfir línuna. Bæði Hoffman og Johnson neituðu að tjá sig við Guardian. Hver er hvatinn á bakvið kaupin? Fjölmörg mannréttindasamtök hafa gagnrýnt kaup Sáda á Newcastle þar sem þau séu drifin áfram af þörf til að hvítþvo ríkið af mannréttindabrotum, með svokölluðum íþróttaþvotti (e. sportswashing). Sádar eru seinni á ferðinni en önnur ríki á Persaflóa, líkt og Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmin, sem hafa óspart nýtt íþróttir til að birta ásýnd ríkisins. Opinberir fjárfestingasjóðir Katar og Furstadæmanna eru til að mynda fjármögnunaraðilar félaga sem eiga Paris Saint-Germain (Katar) og Manchester City (Furstadæmin). Þá hefur Katar haldið fjölmörg íþróttamót í handbolta og frjálsum íþróttum, sem dæmi, auk þess að halda heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram undan er. Þetta er gert til þess að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og öðlast svokallað mjúkt vald (e. soft power) sem felur í sér mýkri leiðir til að fá sínu framgengt, samanborið við hart vald (e. hard power) sem felur í sér þvingun og afl. Ávinningur ríkjanna er mjúkt vald, jákvæðari fréttir tengdar ríkjunum, bætt orðspor og þau hljóta langtíma ágóða af aðgengi að valdafólki sem eiga til að tengjast stórviðburðum og stórum félögum í sínum ríkjum. Bretland Sádi-Arabía Mannréttindi Enski boltinn Tengdar fréttir Ný treyja Newcastle eins og landsliðstreyja Sáda Leikmenn Newcastle munu spila leiki á næstu leiktíð í treyju sem þykir nánast nákvæmlega eins og landsliðstreyja Sádi-Arabíu, á fyrstu heilu leiktíðinni eftir að Sádar eignuðust félagið. 13. maí 2022 12:31 Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01 Skiptir eignarhaldið engu máli? Það skyldi engan undra að kaup yfirvalda í Sádí Arabíu á enska knattspyrnufélaginu Newcastle hafi þurft að ræða í þaula, jafnt á krám sem og í stjórnarherbergjum. 21. nóvember 2021 17:19 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Gögnin voru gefin út af ráðuneyti alþjóðaviðskipta í Bretlandi vegna fyrirspurnar samtakanna openDemocracy á grundvelli upplýsingalaga. Þau sýna að Gerry Grimstone, sem var þá ráðherra fjárfestinga, hafi lofað ensku úrvalsdeildinni að hann myndi tryggja framgang tilhugaðra kaupa Sádanna á Newcastle frá „hæstu stigum sádískra stjórnvalda“. Hann bað þá Gary Hoffman, yfirmann úrvalsdeildarinnar, um lagaleg ráð til að kaup fjárfestingasjóðs Sádí-Arabíu næði fram að ganga. Grimstone er fyrrum bankamaður og hefur mikil tengsl til ríkjanna við Persaflóa. Hann var ráðinn af Boris Johnson í mars 2020 með það fyrir augum að styrkja erlenda fjárfestingu í Bretlandi. Gögnin sýna virka þátttöku Grimstone í yfirtöku fjárfestingasjóðsins á Newcastle, sem var gengið frá í október 2021, eftir töluverðar tafir vegna andstöðu víða af og lagalegrar flækju. Johnson hefur hins vegar ávallt neitað þátttöku breskra yfirvalda og Íhaldsflokksins í ferlinu. Virk þátttaka og ítrekaðar tilraunir báru loks ávöxt Grimstone hafði lagt mikið á sig til að koma kaupunum í gegn árið 2020 en það gekk ekki. Gögnin sýna fram á samskipti hans við Hoffman og Sáda. Stór hluti ástæðunnar að kaupin gengu ekki þá var sú að Sádarnir neituðu að gangast undir próf eigenda og stjórnanda. Allir eigendur félagsliða á Bretlandi þurfa að standast prófið þar sem hvítflibbaglæpir og slíkt útilokar aðila frá eignarhaldi. Ríki mega þá ekki formlega eiga félög á Bretlandi en enska úrvalsdeildin tilkynnti í október 2021 að leið hefði fundist til að ganga frá kaupunum þar sem fjárfestingasjóður Sáda hefði fært „lagalega bindandi tryggingu fyrir því að konungsríkið Sádi-Arabía myndi ekki stjórna Newcastle United“. Nýju gögnin sýni að Hoffman, formaður úrvalsdeildarinnar, hafi sagt á fundi eigenda allra 20 liðanna í deildinni að bresk stjórnvöld hefðu pressað töluvert á deildina að leggja blessun sína yfir kaupin. Á sama tíma sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, hins vegar í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að svo væri ekki. Í svari við breska miðilinn Guardian, eftir birtingu skjalanna, segir Grimstone af og frá að skjölin sýni að hann hafi lagt mikið á sig til að koma kaupunum yfir línuna. Bæði Hoffman og Johnson neituðu að tjá sig við Guardian. Hver er hvatinn á bakvið kaupin? Fjölmörg mannréttindasamtök hafa gagnrýnt kaup Sáda á Newcastle þar sem þau séu drifin áfram af þörf til að hvítþvo ríkið af mannréttindabrotum, með svokölluðum íþróttaþvotti (e. sportswashing). Sádar eru seinni á ferðinni en önnur ríki á Persaflóa, líkt og Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmin, sem hafa óspart nýtt íþróttir til að birta ásýnd ríkisins. Opinberir fjárfestingasjóðir Katar og Furstadæmanna eru til að mynda fjármögnunaraðilar félaga sem eiga Paris Saint-Germain (Katar) og Manchester City (Furstadæmin). Þá hefur Katar haldið fjölmörg íþróttamót í handbolta og frjálsum íþróttum, sem dæmi, auk þess að halda heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram undan er. Þetta er gert til þess að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og öðlast svokallað mjúkt vald (e. soft power) sem felur í sér mýkri leiðir til að fá sínu framgengt, samanborið við hart vald (e. hard power) sem felur í sér þvingun og afl. Ávinningur ríkjanna er mjúkt vald, jákvæðari fréttir tengdar ríkjunum, bætt orðspor og þau hljóta langtíma ágóða af aðgengi að valdafólki sem eiga til að tengjast stórviðburðum og stórum félögum í sínum ríkjum.
Bretland Sádi-Arabía Mannréttindi Enski boltinn Tengdar fréttir Ný treyja Newcastle eins og landsliðstreyja Sáda Leikmenn Newcastle munu spila leiki á næstu leiktíð í treyju sem þykir nánast nákvæmlega eins og landsliðstreyja Sádi-Arabíu, á fyrstu heilu leiktíðinni eftir að Sádar eignuðust félagið. 13. maí 2022 12:31 Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01 Skiptir eignarhaldið engu máli? Það skyldi engan undra að kaup yfirvalda í Sádí Arabíu á enska knattspyrnufélaginu Newcastle hafi þurft að ræða í þaula, jafnt á krám sem og í stjórnarherbergjum. 21. nóvember 2021 17:19 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Ný treyja Newcastle eins og landsliðstreyja Sáda Leikmenn Newcastle munu spila leiki á næstu leiktíð í treyju sem þykir nánast nákvæmlega eins og landsliðstreyja Sádi-Arabíu, á fyrstu heilu leiktíðinni eftir að Sádar eignuðust félagið. 13. maí 2022 12:31
Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01
Skiptir eignarhaldið engu máli? Það skyldi engan undra að kaup yfirvalda í Sádí Arabíu á enska knattspyrnufélaginu Newcastle hafi þurft að ræða í þaula, jafnt á krám sem og í stjórnarherbergjum. 21. nóvember 2021 17:19