„Veit ekki hvort þau hafi algjörlega vanmetið þessa stöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2022 16:01 Blikar urðu undir í baráttunni við Val um Íslandsmeistaratitilinn og nú virðist 2. sætið dýrmæta einnig runnið þeim úr greipum. VÍSIR/VILHELM Innan við ári eftir að hafa spilað við sum af bestu liðum Evrópu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er útlit fyrir að Blikakonur missi af Evrópusæti í Bestu deildinni í ár. Í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld var því velt upp hvort Blikar hefðu mögulega gert dýrkeypt mistök með því að sækja sér ekki meiri liðsstyrk í félagaskiptaglugganum í sumar. Eftir tapið gegn Selfossi um helgina og sigur Stjörnunnar gegn Þór/KA í gær er Breiðablik komið niður í 3. sæti fyrir lokaumferð Bestu deildarinnar um næstu helgi. Blikar hafa misst öfluga leikmenn út á leiktíðinni af ýmsum ástæðum, eins og Hildi Antonsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur, Ástu Eir Árnadóttur og fleiri, eftir að lykilmenn fóru einnig í atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Ég hélt að Breiðablik myndi gera eitthvað pínu í sumarglugganum. Mér fannst það ekki vera. Þá hugsaði ég að þau væru greinilega svona ofboðslega „confident“ [örugg með sig] að geta klárað þetta. Ég held að þau hafi alls ekki ætlað að gefa frá sér þetta 2. sæti. Ég veit ekki hvort þau hafi algjörlega vanmetið þessa stöðu,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir í Bestu mörkunum. Var þetta tímapunkturinn til að gefa ungum tækifæri? „Eða bara treyst þessum ungu stelpum til að leysa þetta,“ skaut Harpa Þorsteinsdóttir inn í og hélt áfram: „Við erum oft beggja megin borðs í þessari umræðu og skömmum þessa uppeldisklúbba eins og Breiðablik er fyrir að gefa ekki ungu leikmönnunum tækifæri. Núna þegar það stefnir í að leikmenn detti út ætlum við þá að kalla eftir því að leikmenn séu keyptir inn og fyllt í þessi stæði, eða var þetta bara tímapunkturinn til að gefa ungum leikmönnum eins og Birtu [Georgsdóttur], sem hafa alveg gæði en þurfa spiltíma, tækifæri? Þá er sú ákvörðun tekin og afleiðingarnar þær að 2. sætið er ekki öruggt, en vissulega voru möguleikar fyrir því.“ Klippa: Bestu mörkin - Blikar styrktu sig ekki nóg Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Fótbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld var því velt upp hvort Blikar hefðu mögulega gert dýrkeypt mistök með því að sækja sér ekki meiri liðsstyrk í félagaskiptaglugganum í sumar. Eftir tapið gegn Selfossi um helgina og sigur Stjörnunnar gegn Þór/KA í gær er Breiðablik komið niður í 3. sæti fyrir lokaumferð Bestu deildarinnar um næstu helgi. Blikar hafa misst öfluga leikmenn út á leiktíðinni af ýmsum ástæðum, eins og Hildi Antonsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur, Ástu Eir Árnadóttur og fleiri, eftir að lykilmenn fóru einnig í atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Ég hélt að Breiðablik myndi gera eitthvað pínu í sumarglugganum. Mér fannst það ekki vera. Þá hugsaði ég að þau væru greinilega svona ofboðslega „confident“ [örugg með sig] að geta klárað þetta. Ég held að þau hafi alls ekki ætlað að gefa frá sér þetta 2. sæti. Ég veit ekki hvort þau hafi algjörlega vanmetið þessa stöðu,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir í Bestu mörkunum. Var þetta tímapunkturinn til að gefa ungum tækifæri? „Eða bara treyst þessum ungu stelpum til að leysa þetta,“ skaut Harpa Þorsteinsdóttir inn í og hélt áfram: „Við erum oft beggja megin borðs í þessari umræðu og skömmum þessa uppeldisklúbba eins og Breiðablik er fyrir að gefa ekki ungu leikmönnunum tækifæri. Núna þegar það stefnir í að leikmenn detti út ætlum við þá að kalla eftir því að leikmenn séu keyptir inn og fyllt í þessi stæði, eða var þetta bara tímapunkturinn til að gefa ungum leikmönnum eins og Birtu [Georgsdóttur], sem hafa alveg gæði en þurfa spiltíma, tækifæri? Þá er sú ákvörðun tekin og afleiðingarnar þær að 2. sætið er ekki öruggt, en vissulega voru möguleikar fyrir því.“ Klippa: Bestu mörkin - Blikar styrktu sig ekki nóg Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Fótbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti