Neytendasamtökin misskilji dóma um Google Analytics Bjarki Sigurðsson skrifar 28. september 2022 06:02 Tryggvi Freyr Elínarson notast meðal annars við Google Analytics í starfi sínu hjá Datera. Datera/Getty Þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera segir það ekki rétt að Google Analytics hafi verið bannað í nokkrum Evrópuríkjum. Persónuvernd eigi að gefa út leiðbeiningar en ekki banna tólið. Í síðustu viku birtist tilkynning á vef Neytendasamtakanna þar sem skorað var á Persónuvernd að banna notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics (GA) hér á landi. Í tilkynningunni var sagt að Danir hafi bannað notkunina, sem og Frakkar og Austurríkismenn. Í samtali við fréttastofu segir Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá stafræna birtinga- og ráðgjafarfyrirtækinu Datera, að það sé ekki rétt að aðrar Evrópuþjóðir hafi bannað notkunina. Það sé einungis verið að banna fólki að nota GA á rangan hátt. „Það er hægt að nota GA bæði löglega og ólöglega. Það er væntanlega ástæðan fyrir því að franska persónuverndarstofnunin gaf út leiðbeinandi reglur fyrir sinn markað, hvernig ætti að setja þetta upp og stilla þetta af þannig það væri í samræmi við lögin,“ segir Tryggvi. Þannig það er auðvelt fyrir fyrirtæki að nota Google Analytics óvart ólöglega? „Já, ég myndi meira að segja ganga svo langt að fullyrða það að ef maður setur upp GA 3, sem er verið að fara að koma í burtu, beint af beljunni með standard-stillingum þá eru það í flestum tilvikum stillingar sem eru ekki í samræmi við lögin,“ segir Tryggvi. Ný útgáfa kemur í veg fyrir ólöglega notkun Ný útgáfa Google Analytics, GA 4, er komin út en enn eiga mörg fyrirtæki og stofnanir eftir að innleiða það kerfi. Með þeirri útgáfu er komið í veg fyrir þá hluti sem Frakkar, Danir og Austurríkismenn hafa sett út á, til dæmis er varða persónuupplýsingaafmáningu IP-talna. Tryggvi segist telja að evrópskar stofnanir hafi áhyggjur af því að bandarískar njósnastofnanir komist yfir IP-tölur í Evrópu en í GA 3 er kerfi sem dulkóðar tölurnar. Það dugar þó ekki að mati Evrópudómstólsins og því eru engum IP-tölum safnað í GA 4. „Google er að gera sitt til þess að ganga eins langt og þeir geta til þess að uppfylla þessar kröfur sem Evrópulöggjöfin og Evrópskar þjóðir eru að setja á þá. Gallinn er að við þurfum öll að innleiða GA 4 en það eru fæstir byrjaðir og það mun taka einhvern tíma,“ segir Tryggvi. Ekki banna heldur leiðbeina Hann vill að Persónuvernd banni ekki notkun GA heldur gefi þess í stað út leiðbeiningar fyrir þann fjölda fyrirtækja og stofnana sem notast við forritið. Hann segir það ólíklegt að fyrirtæki hætti að nota tólið og því sé mikilvægt að nota það rétt. Varðandi tilkynningu Neytendasamtakanna segir Tryggvi að hann telji að samtökin skilji reglurnar ekki rétt. Sérstaklega hafi verið tekið fram í dómsorði í Frakklandi og Austurríki að ekki væri verið að banna forritið í heild sinni heldur einungis ranga uppsetningu þess. „Þetta er alveg flókið mál með marga anga. Hafandi sagt það þá höfum við séð, án þess að hafa skoðun á því, að neytendasamtökin eru að berjast gegn því að fyrirtæki geti nýtt vefkökur og ýmis önnur tól til að markaðssetja út frá svokölluðu persónusniðmati. Sérstaklega ef fólk er að gera það ólöglega. En það er alveg sér umræða,“ segir Tryggvi. Persónuvernd Neytendur Google Tækni Tengdar fréttir Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu. 22. september 2022 11:35 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í síðustu viku birtist tilkynning á vef Neytendasamtakanna þar sem skorað var á Persónuvernd að banna notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics (GA) hér á landi. Í tilkynningunni var sagt að Danir hafi bannað notkunina, sem og Frakkar og Austurríkismenn. Í samtali við fréttastofu segir Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá stafræna birtinga- og ráðgjafarfyrirtækinu Datera, að það sé ekki rétt að aðrar Evrópuþjóðir hafi bannað notkunina. Það sé einungis verið að banna fólki að nota GA á rangan hátt. „Það er hægt að nota GA bæði löglega og ólöglega. Það er væntanlega ástæðan fyrir því að franska persónuverndarstofnunin gaf út leiðbeinandi reglur fyrir sinn markað, hvernig ætti að setja þetta upp og stilla þetta af þannig það væri í samræmi við lögin,“ segir Tryggvi. Þannig það er auðvelt fyrir fyrirtæki að nota Google Analytics óvart ólöglega? „Já, ég myndi meira að segja ganga svo langt að fullyrða það að ef maður setur upp GA 3, sem er verið að fara að koma í burtu, beint af beljunni með standard-stillingum þá eru það í flestum tilvikum stillingar sem eru ekki í samræmi við lögin,“ segir Tryggvi. Ný útgáfa kemur í veg fyrir ólöglega notkun Ný útgáfa Google Analytics, GA 4, er komin út en enn eiga mörg fyrirtæki og stofnanir eftir að innleiða það kerfi. Með þeirri útgáfu er komið í veg fyrir þá hluti sem Frakkar, Danir og Austurríkismenn hafa sett út á, til dæmis er varða persónuupplýsingaafmáningu IP-talna. Tryggvi segist telja að evrópskar stofnanir hafi áhyggjur af því að bandarískar njósnastofnanir komist yfir IP-tölur í Evrópu en í GA 3 er kerfi sem dulkóðar tölurnar. Það dugar þó ekki að mati Evrópudómstólsins og því eru engum IP-tölum safnað í GA 4. „Google er að gera sitt til þess að ganga eins langt og þeir geta til þess að uppfylla þessar kröfur sem Evrópulöggjöfin og Evrópskar þjóðir eru að setja á þá. Gallinn er að við þurfum öll að innleiða GA 4 en það eru fæstir byrjaðir og það mun taka einhvern tíma,“ segir Tryggvi. Ekki banna heldur leiðbeina Hann vill að Persónuvernd banni ekki notkun GA heldur gefi þess í stað út leiðbeiningar fyrir þann fjölda fyrirtækja og stofnana sem notast við forritið. Hann segir það ólíklegt að fyrirtæki hætti að nota tólið og því sé mikilvægt að nota það rétt. Varðandi tilkynningu Neytendasamtakanna segir Tryggvi að hann telji að samtökin skilji reglurnar ekki rétt. Sérstaklega hafi verið tekið fram í dómsorði í Frakklandi og Austurríki að ekki væri verið að banna forritið í heild sinni heldur einungis ranga uppsetningu þess. „Þetta er alveg flókið mál með marga anga. Hafandi sagt það þá höfum við séð, án þess að hafa skoðun á því, að neytendasamtökin eru að berjast gegn því að fyrirtæki geti nýtt vefkökur og ýmis önnur tól til að markaðssetja út frá svokölluðu persónusniðmati. Sérstaklega ef fólk er að gera það ólöglega. En það er alveg sér umræða,“ segir Tryggvi.
Persónuvernd Neytendur Google Tækni Tengdar fréttir Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu. 22. september 2022 11:35 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu. 22. september 2022 11:35