Vilja fá séra Gunnar aftur þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. september 2022 07:22 Óháð teymi þjóðkirkjunnar komst nýverið að þeirri niðurstöðu að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall, hafi gerst uppvís að kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Sóknarnefnd Digraneskirkju vill fá séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest, aftur til starfa að sögn formanns sóknarnefndarinnar en biskup vék séra Gunnari úr embætti eftir að hann gerðist uppvís að kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Kirkjuvörður sakar formann sóknarnefndar um andlegt og líkamlegt obeldi og segir mikið uppnám í kirkjunni. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Sex konur innan Digranes- og Hjallaprestakalls sökuðu séra Gunnar um kynferðislega áreitni í fyrra en óháð teymi þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu nýverið að af þeim 48 atvikum sem þau hefðu til skoðunar hefði séra Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Að mati teymis þjóðkirkjunnar varð Gunnar tvisvar uppvís af orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum og í þremur tilvikum varð hann uppvís af orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Hann var áminntur af biskup í kjölfarið og lét af störfum en Valgerður Snæland Jónsdóttir, formaður sóknarnefndar Digraneskirkju, greinir frá því í samtali við Fréttablaðið í dag að sóknarnefnd kirkjunnar vilji fá hann til starfa aftur. Mikið uppbyggingarstarf sé fyrir höndum en kirkjan muni blómstra. Á sama tíma sakar Sigríður Sigurðardóttir, kirkjuvörður í Digraneskirkju, Valgerði um andlegt og líkamlegt ofbeldi á vinnustað en hún lýsir því í samtali við Fréttablaðið að Valgerður og önnur kona hafi meðal annars kreist hana á milli sín. „Mig langaði helst að brenna fötin mín,“ segir Sigríður. Umrætt atvik hafi átt sér stað í mars en hún haft samband við kirkjuna í lok mars og farið í skýrslutöku í síðustu viku. Hún sé nú komin í veikindaleyfi vegna málsins. Að því er kemur fram í frétt Fréttablaðsins neitaði Valgerður að tjá sig um þær ásakanir en að sögn Sigríðar sé mikið uppnám í Digraneskirkju. Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi Kópavogur Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Formaður Prestafélags Íslands segir af sér Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér störfum á aukaaðalfundi þann 10. október næstkomandi. Það segist hann munu gera til að lægja öldur sem risið hafa vegna formennsku hans. 19. september 2022 20:51 Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50 Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Sex konur innan Digranes- og Hjallaprestakalls sökuðu séra Gunnar um kynferðislega áreitni í fyrra en óháð teymi þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu nýverið að af þeim 48 atvikum sem þau hefðu til skoðunar hefði séra Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Að mati teymis þjóðkirkjunnar varð Gunnar tvisvar uppvís af orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum og í þremur tilvikum varð hann uppvís af orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Hann var áminntur af biskup í kjölfarið og lét af störfum en Valgerður Snæland Jónsdóttir, formaður sóknarnefndar Digraneskirkju, greinir frá því í samtali við Fréttablaðið í dag að sóknarnefnd kirkjunnar vilji fá hann til starfa aftur. Mikið uppbyggingarstarf sé fyrir höndum en kirkjan muni blómstra. Á sama tíma sakar Sigríður Sigurðardóttir, kirkjuvörður í Digraneskirkju, Valgerði um andlegt og líkamlegt ofbeldi á vinnustað en hún lýsir því í samtali við Fréttablaðið að Valgerður og önnur kona hafi meðal annars kreist hana á milli sín. „Mig langaði helst að brenna fötin mín,“ segir Sigríður. Umrætt atvik hafi átt sér stað í mars en hún haft samband við kirkjuna í lok mars og farið í skýrslutöku í síðustu viku. Hún sé nú komin í veikindaleyfi vegna málsins. Að því er kemur fram í frétt Fréttablaðsins neitaði Valgerður að tjá sig um þær ásakanir en að sögn Sigríðar sé mikið uppnám í Digraneskirkju.
Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi Kópavogur Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Formaður Prestafélags Íslands segir af sér Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér störfum á aukaaðalfundi þann 10. október næstkomandi. Það segist hann munu gera til að lægja öldur sem risið hafa vegna formennsku hans. 19. september 2022 20:51 Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50 Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Formaður Prestafélags Íslands segir af sér Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér störfum á aukaaðalfundi þann 10. október næstkomandi. Það segist hann munu gera til að lægja öldur sem risið hafa vegna formennsku hans. 19. september 2022 20:51
Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50
Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15