Sprengjuhótunin barst til UPS í Bandaríkjunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. september 2022 12:08 Fragtflugvél UPS var lent í Keflavík um klukkan ellefu í gærkvöld vegna sprengjuhótunar. epa Keflavíkurflugvelli var lokað í nótt eftir að flugvél var lent vegna sprengjuhótunar sem barst bandaríska flutningafyrirtækinu UPS og beindist að pakka um borð. Í honum reyndust vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem lögregla er með til rannsóknar. Fragtflugvél flutningafyrirtækinsins UPS var á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar áhöfn vélarinnar barst sprengjuhótun. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir hótunina hafa borist til UPS í Bandaríkjunum. „Og þeir höfðu samband við áhöfnina og tilkynntu þeim um þennan pakka sem mögulega væri um borð í vélinni.“ Keflavíkurflugvöllur var á þessum tíma næsti völlur og því var óskað eftir leyfi til lendingar um klukkan ellefu í gærkvöld. Flugvélin var rýmd á flugbrautinni eftir lendingu. „Áhöfn vélarinnar skaut út neyðarrennum og yfirgaf vélina með þeim hætti,“ segir Ásmundur. Vellinum var í kjölfarið lokað um tíma og vísa þurfti frá fimm flugvélum sem voru væntanlegar. Tvær fóru til Egilsstaða, ein til Akureyrar og tvær til Skotands. Vélin var dregin inn á svokallað Hot cargo svæði þar sem hættulegur varningur er meðhöndlaður en svæðið er staðsett eins langt frá flugstöð og flugbrautum innan haftasvæðis og hægt er. Þar var viðbúnaðurinn mikill og um þrjátíu manns úr lögreglu, sprengjusveit ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu komu að aðgerðinni. Ásmundur segir sprengjusérfræðinga hafa farið um borð til að finna pakkann. Keflavíkurflugvelli var lokað á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir.vísir/vilhelm Rannsaka vökva sem var í pakkanum Leitin er ekki sögð hafa tekið mjög langan tíma en við gegnumlýsingu á pakkanum kom í ljós að torkennilegir hlutir voru í honum. „Í pakkanum reyndist vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem við vitum ekki hvað er, en rannsókn á honum stendur yfir.“ Rannsókn á því hver stóð að sprengjuhótuninni er á valdi bandarískra yfirvalda en íslenska lögregla rannsakar einhverja anga líkt og vökvann um borð. Málið verður því unnið í samvinnu. Aðgerðum lauk ekki fyrr en á níunda tímanum í morgun en Ásmundur segir ýmsa þætti hafa verið tímafreka, líkt og að færa flugvélina. Öllum vélum sem var snúið frá hefur verið lent í Keflavík og atvikið hefur ekki frekari áhrif á ætlunarflug í dag. Fréttir af flugi Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Fragtflugvél flutningafyrirtækinsins UPS var á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar áhöfn vélarinnar barst sprengjuhótun. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir hótunina hafa borist til UPS í Bandaríkjunum. „Og þeir höfðu samband við áhöfnina og tilkynntu þeim um þennan pakka sem mögulega væri um borð í vélinni.“ Keflavíkurflugvöllur var á þessum tíma næsti völlur og því var óskað eftir leyfi til lendingar um klukkan ellefu í gærkvöld. Flugvélin var rýmd á flugbrautinni eftir lendingu. „Áhöfn vélarinnar skaut út neyðarrennum og yfirgaf vélina með þeim hætti,“ segir Ásmundur. Vellinum var í kjölfarið lokað um tíma og vísa þurfti frá fimm flugvélum sem voru væntanlegar. Tvær fóru til Egilsstaða, ein til Akureyrar og tvær til Skotands. Vélin var dregin inn á svokallað Hot cargo svæði þar sem hættulegur varningur er meðhöndlaður en svæðið er staðsett eins langt frá flugstöð og flugbrautum innan haftasvæðis og hægt er. Þar var viðbúnaðurinn mikill og um þrjátíu manns úr lögreglu, sprengjusveit ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu komu að aðgerðinni. Ásmundur segir sprengjusérfræðinga hafa farið um borð til að finna pakkann. Keflavíkurflugvelli var lokað á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir.vísir/vilhelm Rannsaka vökva sem var í pakkanum Leitin er ekki sögð hafa tekið mjög langan tíma en við gegnumlýsingu á pakkanum kom í ljós að torkennilegir hlutir voru í honum. „Í pakkanum reyndist vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem við vitum ekki hvað er, en rannsókn á honum stendur yfir.“ Rannsókn á því hver stóð að sprengjuhótuninni er á valdi bandarískra yfirvalda en íslenska lögregla rannsakar einhverja anga líkt og vökvann um borð. Málið verður því unnið í samvinnu. Aðgerðum lauk ekki fyrr en á níunda tímanum í morgun en Ásmundur segir ýmsa þætti hafa verið tímafreka, líkt og að færa flugvélina. Öllum vélum sem var snúið frá hefur verið lent í Keflavík og atvikið hefur ekki frekari áhrif á ætlunarflug í dag.
Fréttir af flugi Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira