Sprengjuhótunin barst til UPS í Bandaríkjunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. september 2022 12:08 Fragtflugvél UPS var lent í Keflavík um klukkan ellefu í gærkvöld vegna sprengjuhótunar. epa Keflavíkurflugvelli var lokað í nótt eftir að flugvél var lent vegna sprengjuhótunar sem barst bandaríska flutningafyrirtækinu UPS og beindist að pakka um borð. Í honum reyndust vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem lögregla er með til rannsóknar. Fragtflugvél flutningafyrirtækinsins UPS var á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar áhöfn vélarinnar barst sprengjuhótun. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir hótunina hafa borist til UPS í Bandaríkjunum. „Og þeir höfðu samband við áhöfnina og tilkynntu þeim um þennan pakka sem mögulega væri um borð í vélinni.“ Keflavíkurflugvöllur var á þessum tíma næsti völlur og því var óskað eftir leyfi til lendingar um klukkan ellefu í gærkvöld. Flugvélin var rýmd á flugbrautinni eftir lendingu. „Áhöfn vélarinnar skaut út neyðarrennum og yfirgaf vélina með þeim hætti,“ segir Ásmundur. Vellinum var í kjölfarið lokað um tíma og vísa þurfti frá fimm flugvélum sem voru væntanlegar. Tvær fóru til Egilsstaða, ein til Akureyrar og tvær til Skotands. Vélin var dregin inn á svokallað Hot cargo svæði þar sem hættulegur varningur er meðhöndlaður en svæðið er staðsett eins langt frá flugstöð og flugbrautum innan haftasvæðis og hægt er. Þar var viðbúnaðurinn mikill og um þrjátíu manns úr lögreglu, sprengjusveit ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu komu að aðgerðinni. Ásmundur segir sprengjusérfræðinga hafa farið um borð til að finna pakkann. Keflavíkurflugvelli var lokað á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir.vísir/vilhelm Rannsaka vökva sem var í pakkanum Leitin er ekki sögð hafa tekið mjög langan tíma en við gegnumlýsingu á pakkanum kom í ljós að torkennilegir hlutir voru í honum. „Í pakkanum reyndist vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem við vitum ekki hvað er, en rannsókn á honum stendur yfir.“ Rannsókn á því hver stóð að sprengjuhótuninni er á valdi bandarískra yfirvalda en íslenska lögregla rannsakar einhverja anga líkt og vökvann um borð. Málið verður því unnið í samvinnu. Aðgerðum lauk ekki fyrr en á níunda tímanum í morgun en Ásmundur segir ýmsa þætti hafa verið tímafreka, líkt og að færa flugvélina. Öllum vélum sem var snúið frá hefur verið lent í Keflavík og atvikið hefur ekki frekari áhrif á ætlunarflug í dag. Fréttir af flugi Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Fragtflugvél flutningafyrirtækinsins UPS var á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar áhöfn vélarinnar barst sprengjuhótun. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir hótunina hafa borist til UPS í Bandaríkjunum. „Og þeir höfðu samband við áhöfnina og tilkynntu þeim um þennan pakka sem mögulega væri um borð í vélinni.“ Keflavíkurflugvöllur var á þessum tíma næsti völlur og því var óskað eftir leyfi til lendingar um klukkan ellefu í gærkvöld. Flugvélin var rýmd á flugbrautinni eftir lendingu. „Áhöfn vélarinnar skaut út neyðarrennum og yfirgaf vélina með þeim hætti,“ segir Ásmundur. Vellinum var í kjölfarið lokað um tíma og vísa þurfti frá fimm flugvélum sem voru væntanlegar. Tvær fóru til Egilsstaða, ein til Akureyrar og tvær til Skotands. Vélin var dregin inn á svokallað Hot cargo svæði þar sem hættulegur varningur er meðhöndlaður en svæðið er staðsett eins langt frá flugstöð og flugbrautum innan haftasvæðis og hægt er. Þar var viðbúnaðurinn mikill og um þrjátíu manns úr lögreglu, sprengjusveit ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu komu að aðgerðinni. Ásmundur segir sprengjusérfræðinga hafa farið um borð til að finna pakkann. Keflavíkurflugvelli var lokað á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir.vísir/vilhelm Rannsaka vökva sem var í pakkanum Leitin er ekki sögð hafa tekið mjög langan tíma en við gegnumlýsingu á pakkanum kom í ljós að torkennilegir hlutir voru í honum. „Í pakkanum reyndist vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem við vitum ekki hvað er, en rannsókn á honum stendur yfir.“ Rannsókn á því hver stóð að sprengjuhótuninni er á valdi bandarískra yfirvalda en íslenska lögregla rannsakar einhverja anga líkt og vökvann um borð. Málið verður því unnið í samvinnu. Aðgerðum lauk ekki fyrr en á níunda tímanum í morgun en Ásmundur segir ýmsa þætti hafa verið tímafreka, líkt og að færa flugvélina. Öllum vélum sem var snúið frá hefur verið lent í Keflavík og atvikið hefur ekki frekari áhrif á ætlunarflug í dag.
Fréttir af flugi Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira