Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Ingibjörg Vilbergdóttir skrifar 30. september 2022 07:01 Kæru Borgarfulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. Skýrslur sérfræðinga,umsagnir og skilabréf hafa verið birtar, þar sem allir er sammála að þörf sé á endurbótum og viðbyggingum, og að mikill vandi sé framundan ef ekki verður ráðist strax í framkvæmdir. Síðan 7. bekkur var færður vegna plássleysis úr Laugarnesskóla í Laugalækjarskóla fyrir rúmum tuttugu árum hafa skólastjórnendur endurtekið bent á þörfina á endurbótum og viðgerðum á skólabyggingum. Núna er þolinmæði hverfasamfélagsins á þrotum. Stjórnir foreldrafélaga grunnskólanna við Laugardalinn hafa skrifað opinberlega um afstöðu sína og ítrekað að sviðsmynd 1 verði fyrir valinu, þ.e. að byggt verði nú þegar við alla skólanna í grein sem birtist 1. mars 2022. Eftir 8 ár er spáð að 429 börn í Laugardal hafi ekki rými inn í skólanum sínum Spár um stöðugan vaxandi nemendafjölda í skýrslu samráðshóps skóla- og frístundasviðs um framtíðarskipulag í Laugardalnum segja að eftir 8 ár skorti 429 börnum viðeigandi rými inni í sínum hverfisskóla. Þetta er óafsakanleg staðreynd en réttlætir alls ekki þær gífurlegu hverfislegubreytingar sem sviðmyndir II og III munu hafa í för með sér. Laugarnes- og Langholtshverfi eru rótgróin hverfi þar sem ríkir sátt um hverfa- og skólaskipulagningu. Stjórnir foreldrafélaganna kæra sig ekki um að gjörbreyta hverfaskipulaginu einungis breytinganna vegna, eins og aðrar tillögur en sviðsmynd I gerir ráð fyrir. Í skýrslu sem kom út í september 2022 um mat á kostnaði, áhættu- og styrkleikamati kemur margt fram sem að þegar hafði verið gagnrýnt í sameiginlegri grein stjórnar foreldrafélaganna s.s. að endurbætur á núverandi skólum þurfi að eiga sér stað, að óvissa sé um staðsetningar, hönnun, skipulag og framkvæmdir. Aðrar sviðsmyndir en sviðsmynd I skauta fram hjá dýrmættum gildum hvers skóla s.s sögu, hefðum og öðrum séreinkennum. Hverfin eru ekki samliggjandi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar Því má ekki gleyma að Laugarnes- og Langholtshverfi eru ekki samliggjandi hverfi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar. Fáar lausar lóðir eru á borgarlandi nema í útjöðrum hverfisins og því óhjákvæmilegt að með byggingu unglingaskóla er hverfinu kollvarpað með lengri göngufjarlægðir fyrir hundruði unglinga milli heimilis og skóla. Hætta er á að minni hvati yrði fyrir nemendur að ganga og hjóla og meiri hvati fyrir foreldraskutl. Aukin bílaumferð innan hverfis væri óumflýjanleg af þeim sökum, með tilheyrandi mengun og umferðartöfum. Sviðmyndir II og III ganga því þvert á yfirlýstan vilja Reykjavíkurborgar að grænum lífstíl og hugmyndir um 15 mínútna hverfið. Einungis sviðmynd I tekur tillit til þeirra sátta sem ríkir nú þegar hjá íbúum um hverfaskipulagið, verðmæta sem fólgin er í skólabrag, hefðum, mannauði í hverjum skóla fyrir sig. Fólkið í Laugardalnum er að stórum hluta fjölskyldufólk sem hefur kosið að búa á þeim stað í borginni þar sem ekki er safnskóli á unglingastigi. Þegar hafa heyrst sterk andmæli vegna sviðmynda II og III sem munu valda óafturkræfum breytingum á hverfisskipan skólanna. Skólarnir eru þungamiðja í félagslegu tilliti barnanna og því hafa foreldrar valið heimili sem næst skólanum sem það kýs að senda börnin sín. Áhyggjur af unglingum sem þurfa að ganga í gegnum Laugardalinn í myrkri er skiljanlegur en fá ekki mikið vægi nema í sviðmynd I. Breyting á skólaskipulagi er áhætta sem hefur vakið upp fleiri spurningar en það hefur haldbær rök fyrir. Sviðsmynd I tekur tillit til þeirra sátta og vilja sem ríkir hjá íbúum í hverfinu, þeim dýrmætta arfi sem hver skóli býr yfir í skólabrag, hefðum og mannauði. Stjórnir foreldrafélaganna neita af þeim sökum að taka þátt í tilraunakenndum breytingum í þeim eina tilgangi að búa til skjóta lausn uppsafnaðs vanda. Við viljum heildstæðar lausnir fyrir skólanna þar sem tímasettar áætlanir eru gerðar. Kæru borgarfulltrúar - Við viljum að hverfisskipulagið í Laugarnes- og Langholtshverfi verði hverfisskipulag fyrir fólkið sem þar býr – ekki öfugt! Höfundur er Ingibjörg Vilbergdóttir móðir í Laugarnesi, fulltrúi í skólaráði og stjórn foreldrafélags Laugalækjarskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæru Borgarfulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. Skýrslur sérfræðinga,umsagnir og skilabréf hafa verið birtar, þar sem allir er sammála að þörf sé á endurbótum og viðbyggingum, og að mikill vandi sé framundan ef ekki verður ráðist strax í framkvæmdir. Síðan 7. bekkur var færður vegna plássleysis úr Laugarnesskóla í Laugalækjarskóla fyrir rúmum tuttugu árum hafa skólastjórnendur endurtekið bent á þörfina á endurbótum og viðgerðum á skólabyggingum. Núna er þolinmæði hverfasamfélagsins á þrotum. Stjórnir foreldrafélaga grunnskólanna við Laugardalinn hafa skrifað opinberlega um afstöðu sína og ítrekað að sviðsmynd 1 verði fyrir valinu, þ.e. að byggt verði nú þegar við alla skólanna í grein sem birtist 1. mars 2022. Eftir 8 ár er spáð að 429 börn í Laugardal hafi ekki rými inn í skólanum sínum Spár um stöðugan vaxandi nemendafjölda í skýrslu samráðshóps skóla- og frístundasviðs um framtíðarskipulag í Laugardalnum segja að eftir 8 ár skorti 429 börnum viðeigandi rými inni í sínum hverfisskóla. Þetta er óafsakanleg staðreynd en réttlætir alls ekki þær gífurlegu hverfislegubreytingar sem sviðmyndir II og III munu hafa í för með sér. Laugarnes- og Langholtshverfi eru rótgróin hverfi þar sem ríkir sátt um hverfa- og skólaskipulagningu. Stjórnir foreldrafélaganna kæra sig ekki um að gjörbreyta hverfaskipulaginu einungis breytinganna vegna, eins og aðrar tillögur en sviðsmynd I gerir ráð fyrir. Í skýrslu sem kom út í september 2022 um mat á kostnaði, áhættu- og styrkleikamati kemur margt fram sem að þegar hafði verið gagnrýnt í sameiginlegri grein stjórnar foreldrafélaganna s.s. að endurbætur á núverandi skólum þurfi að eiga sér stað, að óvissa sé um staðsetningar, hönnun, skipulag og framkvæmdir. Aðrar sviðsmyndir en sviðsmynd I skauta fram hjá dýrmættum gildum hvers skóla s.s sögu, hefðum og öðrum séreinkennum. Hverfin eru ekki samliggjandi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar Því má ekki gleyma að Laugarnes- og Langholtshverfi eru ekki samliggjandi hverfi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar. Fáar lausar lóðir eru á borgarlandi nema í útjöðrum hverfisins og því óhjákvæmilegt að með byggingu unglingaskóla er hverfinu kollvarpað með lengri göngufjarlægðir fyrir hundruði unglinga milli heimilis og skóla. Hætta er á að minni hvati yrði fyrir nemendur að ganga og hjóla og meiri hvati fyrir foreldraskutl. Aukin bílaumferð innan hverfis væri óumflýjanleg af þeim sökum, með tilheyrandi mengun og umferðartöfum. Sviðmyndir II og III ganga því þvert á yfirlýstan vilja Reykjavíkurborgar að grænum lífstíl og hugmyndir um 15 mínútna hverfið. Einungis sviðmynd I tekur tillit til þeirra sátta sem ríkir nú þegar hjá íbúum um hverfaskipulagið, verðmæta sem fólgin er í skólabrag, hefðum, mannauði í hverjum skóla fyrir sig. Fólkið í Laugardalnum er að stórum hluta fjölskyldufólk sem hefur kosið að búa á þeim stað í borginni þar sem ekki er safnskóli á unglingastigi. Þegar hafa heyrst sterk andmæli vegna sviðmynda II og III sem munu valda óafturkræfum breytingum á hverfisskipan skólanna. Skólarnir eru þungamiðja í félagslegu tilliti barnanna og því hafa foreldrar valið heimili sem næst skólanum sem það kýs að senda börnin sín. Áhyggjur af unglingum sem þurfa að ganga í gegnum Laugardalinn í myrkri er skiljanlegur en fá ekki mikið vægi nema í sviðmynd I. Breyting á skólaskipulagi er áhætta sem hefur vakið upp fleiri spurningar en það hefur haldbær rök fyrir. Sviðsmynd I tekur tillit til þeirra sátta og vilja sem ríkir hjá íbúum í hverfinu, þeim dýrmætta arfi sem hver skóli býr yfir í skólabrag, hefðum og mannauði. Stjórnir foreldrafélaganna neita af þeim sökum að taka þátt í tilraunakenndum breytingum í þeim eina tilgangi að búa til skjóta lausn uppsafnaðs vanda. Við viljum heildstæðar lausnir fyrir skólanna þar sem tímasettar áætlanir eru gerðar. Kæru borgarfulltrúar - Við viljum að hverfisskipulagið í Laugarnes- og Langholtshverfi verði hverfisskipulag fyrir fólkið sem þar býr – ekki öfugt! Höfundur er Ingibjörg Vilbergdóttir móðir í Laugarnesi, fulltrúi í skólaráði og stjórn foreldrafélags Laugalækjarskóla
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar