„Ríkið setti 1 milljarð í rekstur Strætó árið 2021 en 9 milljarða í niðurgreiðslur á rafmagns- og tengiltvinnbifreiðum,“ segir í samantektinni á vef ASÍ.
Þar er þessi stuðningur ríkisins settur í samhengi við að gjöld í strætó hafi hækkað umtalsvert á undanförnum árum.
„Framlag ríkisins til Strætó var rúmur milljarður árið 2021 en 1,8 milljarðar til viðbótar hefði þurft til að gera þjónustuna gjaldfrjálsa. Til samanburðar námu niðurgreiðslur ríkisins vegna kaupa á rafbílum, tengiltvinnbifreiðum og vetnisbifreiðum 9 milljörðum kr. árið 2021. Frá árinu 2012 hefur ríkið veitt 27,5 milljörðum í skattaívilnanir vegna vistvænna ökutækja,“ segir á vef ASÍ.
Í samantektinni segir einnig að niðurgreiðsla á nýorkubílum nýtist helst tekjuhærri hópum, en almenningssamgöngur tekjulægri hópum.
„Niðurgreiðslur á rafmagns- og tengiltvinnbílum nýtast frekar þeim sem eru tekjuhærri þar sem fólk með lægri tekjur hefur síður efni á að festa kaup á slíkum bílum og ýta ívilnanirnar því undir ójöfnuð,“ segir á vef ASÍ.