Gaman að geta sagt frá
Hún segist vera búin að halda stórtíðindunum leyndum í langan tíma en nú sé loksins komið að því að deila fréttunum. „Sýningin verður annan október en Define the Line verður með átta runway look í heildina,“ segir hún. Hún segir að ný vörulína, sem hún hefur unnið að síðustu mánuði, muni líta dagsins ljós á tískupöllunum.

„Ég var að koma af fundi með öðrum vörumerkjum sem verða með á sýningunni, síðan er fitting þar sem allar vörur eru mátaðar á módelin og svo er stóri dagurinn á morgun,“ segir hún spennt.
„Sýningin verður með átta vörumerkjun í heildina og er Define the Line eitt af þeim vörumerkjum. En vörumerkin sem verða á sýningunni koma víðsvegar að úr heiminum, sem er mjög spennandi,“ segir Lína Birgitta.

Byrjaði fyrir fimm árum
Vörumerkið varð fimm ára á árinu. „Ég fékk hugmyndina af Define þegar ég vann sem einkaþjálfari og varð vitni að mörgum „lélegum” æfingafötum. Ég vildi leysa vandann og koma með buxur sem eru ekki gegnsæjar og haldast uppi á æfingu,“ segir Lína Birgitta um upphafið. „Ég vil að konum líði vel þegar þær eru að hreyfa sig, og í daglegu lífi, en á sama tíma líti vel út.“
Stolt af sýningunni
„Staðsetningin á showinu er svo eitthvað annað flott þannig ég er orðin mjög spennt að sjá lokaútkomuna,“ segir hún og bætir því við að ferlið sé búið að ganga ótrúlega vel. „Það voru nokkrar vörur sem ég hefði viljað taka með út og sýna en þær voru ekki tilbúnar í tæka tíð þar sem ég vildi gera nokkrar breytingar á þeim.“ Hún segist vera mjög stolt af þeim vörum sem verða sýndar og er spennt að sýna fólki litina og þau munstur sem verða í boði í vor.

Góð stemning í París
Lína Birgitta segir stemninguna í París vera einstaklega góða þessa dagana þar sem mikið sé af einstaklingum með áhuga á tísku.
„Hvert sem maður lítur fær maður inspo eða innblástur.“
Sjálf er hún spennt að klára námið sitt í viðskiptafræði og hafa enn meiri tíma til þess að framkvæma. „Það er vel hægt að segja að það eru geggjaðir tímar framundan hjá Define The Line,“ segir hún að lokum.
Hér að neðan er hægt að sjá nokkrar myndir frá mátuninni fyrr í dag:




