„Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Snorri Másson skrifar 1. október 2022 23:01 Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. Áform Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um það annars vegar að rafbyssuvæða íslensku lögregluna og hins vegar að auka heimildir lögreglu til forvirkra rannsókna á borgurum hafa sætt gagnrýni. Í grein Vilhjálms Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns er það gagnrýnt að tækifærið sé notað þegar fólk óttast hryðjuverk til að knýja í gegn breytingar. „Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þetta, hefur komið upp, hefur lögreglan hrópað „Úlfur, úlfur“ og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ sagði Vilhjálmur í samtali við fréttastofu í dag. Júlía Birgisdóttir, stjórnarformaður samtakanna Snarrótin, sem gætir hagsmuna fólks sem verður fyrir þvingunarúrræðum af hálfu lögreglu, segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglu, en ekki almennings. Júlía Birgisdóttir, stjórnarformaður Snarrótarinnar. „Ef það er farið af stað með þessa leið að vígbúast, þá er ekki snúið til baka. Við vindum ekki ofan af því,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Þá segir Júlía að hugmyndir dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir séu mjög vafasamar. „Það í rauninni þýðir að við búum þá í lögregluríki. Þá þarftu ekki að hafa gert neitt af þér eða vera grunaður um það til að lögregla megi beita valdheimildum gegn þér. Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Ákvarðanir á borð við þessar megi ekki keyra í gegn þegar ótti hafi verið blásinn upp; flest fólk sé skynsamt og viti að svona ákvarðanir eigi að vera teknar að vel ígrunduðu máli, ekki í geðshræringu. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglan Rafbyssur Tengdar fréttir Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. 30. september 2022 21:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Skýrsla komin til ráðherra sem þarf að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Sjá meira
Áform Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um það annars vegar að rafbyssuvæða íslensku lögregluna og hins vegar að auka heimildir lögreglu til forvirkra rannsókna á borgurum hafa sætt gagnrýni. Í grein Vilhjálms Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns er það gagnrýnt að tækifærið sé notað þegar fólk óttast hryðjuverk til að knýja í gegn breytingar. „Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þetta, hefur komið upp, hefur lögreglan hrópað „Úlfur, úlfur“ og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ sagði Vilhjálmur í samtali við fréttastofu í dag. Júlía Birgisdóttir, stjórnarformaður samtakanna Snarrótin, sem gætir hagsmuna fólks sem verður fyrir þvingunarúrræðum af hálfu lögreglu, segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglu, en ekki almennings. Júlía Birgisdóttir, stjórnarformaður Snarrótarinnar. „Ef það er farið af stað með þessa leið að vígbúast, þá er ekki snúið til baka. Við vindum ekki ofan af því,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Þá segir Júlía að hugmyndir dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir séu mjög vafasamar. „Það í rauninni þýðir að við búum þá í lögregluríki. Þá þarftu ekki að hafa gert neitt af þér eða vera grunaður um það til að lögregla megi beita valdheimildum gegn þér. Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Ákvarðanir á borð við þessar megi ekki keyra í gegn þegar ótti hafi verið blásinn upp; flest fólk sé skynsamt og viti að svona ákvarðanir eigi að vera teknar að vel ígrunduðu máli, ekki í geðshræringu.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglan Rafbyssur Tengdar fréttir Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. 30. september 2022 21:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Skýrsla komin til ráðherra sem þarf að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Sjá meira
Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. 30. september 2022 21:00
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent