„Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Snorri Másson skrifar 1. október 2022 23:01 Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. Áform Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um það annars vegar að rafbyssuvæða íslensku lögregluna og hins vegar að auka heimildir lögreglu til forvirkra rannsókna á borgurum hafa sætt gagnrýni. Í grein Vilhjálms Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns er það gagnrýnt að tækifærið sé notað þegar fólk óttast hryðjuverk til að knýja í gegn breytingar. „Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þetta, hefur komið upp, hefur lögreglan hrópað „Úlfur, úlfur“ og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ sagði Vilhjálmur í samtali við fréttastofu í dag. Júlía Birgisdóttir, stjórnarformaður samtakanna Snarrótin, sem gætir hagsmuna fólks sem verður fyrir þvingunarúrræðum af hálfu lögreglu, segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglu, en ekki almennings. Júlía Birgisdóttir, stjórnarformaður Snarrótarinnar. „Ef það er farið af stað með þessa leið að vígbúast, þá er ekki snúið til baka. Við vindum ekki ofan af því,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Þá segir Júlía að hugmyndir dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir séu mjög vafasamar. „Það í rauninni þýðir að við búum þá í lögregluríki. Þá þarftu ekki að hafa gert neitt af þér eða vera grunaður um það til að lögregla megi beita valdheimildum gegn þér. Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Ákvarðanir á borð við þessar megi ekki keyra í gegn þegar ótti hafi verið blásinn upp; flest fólk sé skynsamt og viti að svona ákvarðanir eigi að vera teknar að vel ígrunduðu máli, ekki í geðshræringu. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglan Rafbyssur Tengdar fréttir Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. 30. september 2022 21:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Áform Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um það annars vegar að rafbyssuvæða íslensku lögregluna og hins vegar að auka heimildir lögreglu til forvirkra rannsókna á borgurum hafa sætt gagnrýni. Í grein Vilhjálms Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns er það gagnrýnt að tækifærið sé notað þegar fólk óttast hryðjuverk til að knýja í gegn breytingar. „Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þetta, hefur komið upp, hefur lögreglan hrópað „Úlfur, úlfur“ og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ sagði Vilhjálmur í samtali við fréttastofu í dag. Júlía Birgisdóttir, stjórnarformaður samtakanna Snarrótin, sem gætir hagsmuna fólks sem verður fyrir þvingunarúrræðum af hálfu lögreglu, segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglu, en ekki almennings. Júlía Birgisdóttir, stjórnarformaður Snarrótarinnar. „Ef það er farið af stað með þessa leið að vígbúast, þá er ekki snúið til baka. Við vindum ekki ofan af því,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Þá segir Júlía að hugmyndir dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir séu mjög vafasamar. „Það í rauninni þýðir að við búum þá í lögregluríki. Þá þarftu ekki að hafa gert neitt af þér eða vera grunaður um það til að lögregla megi beita valdheimildum gegn þér. Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Ákvarðanir á borð við þessar megi ekki keyra í gegn þegar ótti hafi verið blásinn upp; flest fólk sé skynsamt og viti að svona ákvarðanir eigi að vera teknar að vel ígrunduðu máli, ekki í geðshræringu.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglan Rafbyssur Tengdar fréttir Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. 30. september 2022 21:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. 30. september 2022 21:00