Verstappen er kominn með aðra höndina á heimsmeistaratitil ökumanna annað árið í röð. Hann missti af tækifæri til að tryggja sér titilinn um helgina en fær annað tækifæri í næstu keppni í Japan.

Verstappen mun einnig taka ríkari þátt í gerð efnis sem aðeins verður aðgengilegt áskrifendum Viaplay. Kemur það í kjölfar Viaplay-heimildarþáttanna „Verstappen – Lion Unleashed“ og „Master of the Track“, sem komu út á þessu ári og hlutu góðar viðtökur.
Meðfylgjandi er úr fréttatilkynningu frá Viaplay:
Max Verstappen mun búa til nýtt efni fyrir áskrifendur Viaplay sem frumsýnd verður milli þess sem yfirstandandi keppnistímabilinu lýkur í nóvember og en áður en keppnistímabilið 2023 hefst. Enn fremur hefur hlutverk Verstappen sem sendiherra Viaplay verið útvíkkað. Eins og sagt var frá í janúar nær það til markaða þar sem Viaplay hefur sýningarréttinn á Formúlu 1, en það mun nú ná til allra svæða Viaplay, þar á meðal svæða þar sem Viaplay Select er í boði.
„Ég er hæstánægður með aukið samstarf við Viaplay. Samvinnan hefur verið mjög ánægjuleg til þessa og ég hlakka til að búa til meira hágæðaefni í sameiningu, fyrir alla aðdáendur Formúlu 1. Eins og við vitum er streymið nýja leiðin í útsendingum og mér finnst Viaplay standa sig virkilega vel í að móta þessa framtíð,“ segir Max Verstappen.