Tvítyngi? Væri ekki nær að tala um fjöltyngi eða þvoglutyngi? Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar 3. október 2022 12:01 Í nútímasamfélagi gusast yfir okkur ný orð sem við eigum oft fullt í fangi með að meðtaka. Eintyngi, tvítyngi, fjöltyngi eru dæmi um slíkt. Hvað þýðir t.d. að vera tvítyngdur? Það þýðir að eiga foreldra/uppalendur sem eru með sitthvort móðurmálið t.d. dönsku og íslensku. En hvað þýðir þá að vera fjöltyngdur? Það hlýtur þá að þýða að einstaklingurinn elst upp við fleiri en tvö tungumál. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan hér voru nær eingöngu eintyngd börn m.ö.o. börn sem ólust eingöngu upp við íslensku. Núna hefur heimurinn hins vegar breyst og hingað hefur flutst fólk frá ólíkum menningarheimum talandi mismunandi tungumál. Að sjálfsögðu sækja börn þessara erlendu innflytjenda íslenska skóla og eru þá með sitt eigið tungumál í farteskinu. En ég ætla ekki að tala um þau börn heldur þessi svokölluðu tvítyngdu börn sem eiga foreldra af sitthvoru þjóðerninu. Þau eru nefninlega ekki tvítyngd heldur fjöltyngd. Rök? Já skoðum dæmi, sem ég sem talkennari þekki. Ég var með bræður sem áttu austurlenska móður og íslenskan föður. Faðirinn hafði búið í landi móðurinnar og lært hennar mál brogað m.ö.o. hann talaði hreina íslensku en brogað austurlenskt mál. Móðirin talaði hins vegar sitt móðurmál vel en þegar hún flutti til Íslands lærði hún brogaða íslensku. Þarna eru komin önnur tvö mál til viðbótar þ.e.a.s. hreint austurlenskt mál og broguð íslenska. Sem sagt fjögur mál. Hvað gerðu svo drengirnir þeirra? Þeir töluðu ensku sín á milli. Sú enska var ekki kórrétt enska heldur enska sem þeir höfðu lært af samskiptamiðlum. Í samantekt er þetta 5 „mál“ sem drengirnir ólust upp við þ.e.a.s. tvö rétt töluð mál og svo þrjú broguð. Það segir sig sjálft að þeir náðu ekki tökum á neinu máli til fullnustu. Hver varð afleiðingin? Drengirnir - þrátt fyrir góða greind - náðu ekki þeim tökum á íslensku sem þurfti til að grunnskólaskólagangan nýttist þeim sem skyldi. Það sem bjargaði þeim var að þeir fengu stífa talkennslu í fleiri ár og eigin dugnaður og greind skilaði þeim reyndar upp í framhaldsskóla. Skólakerfið okkar eins og það er hannað er hreinlega ekki í stakk búið til að geta sinnt börnum sem hafa alist upp í broguðu málumhverfi. Afleiðingarnar verða að þessi börn ná hreinlega ekki þeim tökum á íslensku máli sem dugar þeim til skilnings eða tjáningar hvað þá heldur ná þau þeim tökum á þeirri íslensku sem þau þurfa til þess að geta stundað nám - ekki síst í aðstæðum þar sem hávaði ríkir en það er margoft búið að benda á að hávaði í kennslurými er alltof hár til að einbeiting og hlustun geti átt sér þar stað -hvað þá ef góð málakunnátta og málgeta er ekki fyrir hendi. Höfundur er radd-og talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslensk tunga Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi gusast yfir okkur ný orð sem við eigum oft fullt í fangi með að meðtaka. Eintyngi, tvítyngi, fjöltyngi eru dæmi um slíkt. Hvað þýðir t.d. að vera tvítyngdur? Það þýðir að eiga foreldra/uppalendur sem eru með sitthvort móðurmálið t.d. dönsku og íslensku. En hvað þýðir þá að vera fjöltyngdur? Það hlýtur þá að þýða að einstaklingurinn elst upp við fleiri en tvö tungumál. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan hér voru nær eingöngu eintyngd börn m.ö.o. börn sem ólust eingöngu upp við íslensku. Núna hefur heimurinn hins vegar breyst og hingað hefur flutst fólk frá ólíkum menningarheimum talandi mismunandi tungumál. Að sjálfsögðu sækja börn þessara erlendu innflytjenda íslenska skóla og eru þá með sitt eigið tungumál í farteskinu. En ég ætla ekki að tala um þau börn heldur þessi svokölluðu tvítyngdu börn sem eiga foreldra af sitthvoru þjóðerninu. Þau eru nefninlega ekki tvítyngd heldur fjöltyngd. Rök? Já skoðum dæmi, sem ég sem talkennari þekki. Ég var með bræður sem áttu austurlenska móður og íslenskan föður. Faðirinn hafði búið í landi móðurinnar og lært hennar mál brogað m.ö.o. hann talaði hreina íslensku en brogað austurlenskt mál. Móðirin talaði hins vegar sitt móðurmál vel en þegar hún flutti til Íslands lærði hún brogaða íslensku. Þarna eru komin önnur tvö mál til viðbótar þ.e.a.s. hreint austurlenskt mál og broguð íslenska. Sem sagt fjögur mál. Hvað gerðu svo drengirnir þeirra? Þeir töluðu ensku sín á milli. Sú enska var ekki kórrétt enska heldur enska sem þeir höfðu lært af samskiptamiðlum. Í samantekt er þetta 5 „mál“ sem drengirnir ólust upp við þ.e.a.s. tvö rétt töluð mál og svo þrjú broguð. Það segir sig sjálft að þeir náðu ekki tökum á neinu máli til fullnustu. Hver varð afleiðingin? Drengirnir - þrátt fyrir góða greind - náðu ekki þeim tökum á íslensku sem þurfti til að grunnskólaskólagangan nýttist þeim sem skyldi. Það sem bjargaði þeim var að þeir fengu stífa talkennslu í fleiri ár og eigin dugnaður og greind skilaði þeim reyndar upp í framhaldsskóla. Skólakerfið okkar eins og það er hannað er hreinlega ekki í stakk búið til að geta sinnt börnum sem hafa alist upp í broguðu málumhverfi. Afleiðingarnar verða að þessi börn ná hreinlega ekki þeim tökum á íslensku máli sem dugar þeim til skilnings eða tjáningar hvað þá heldur ná þau þeim tökum á þeirri íslensku sem þau þurfa til þess að geta stundað nám - ekki síst í aðstæðum þar sem hávaði ríkir en það er margoft búið að benda á að hávaði í kennslurými er alltof hár til að einbeiting og hlustun geti átt sér þar stað -hvað þá ef góð málakunnátta og málgeta er ekki fyrir hendi. Höfundur er radd-og talmeinafræðingur.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun