Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. október 2022 13:42 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að nefndin muni nú leggjast yfir málið. Samantekt forsætisráðuneytisins segi ekki alla söguna. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins. Ráðist var í samantekt þessa vegna umdeildar skipunar þjóðminjavarðar en hún var gerð án þess að staðan hafi verið auglýst, safnafólki til mikils ama. Samantektin nær til 334 embættisskipana en af þeim voru 267 framkvæmdar í kjölfar auglýsingar er í alls 67 tilfellum var embættismaður fluttur í annað embætti án þess að viðkomandi staða hafi verið auglýst. Sjá nánar: Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella „Í fyrsta lagi þá fyrst mér samantekt forsætisráðuneytisins – sem stjórnskipunar – og eftirlitsnefnd ákvað að bíða eftir og hefur beðið eftir í nokkrar vikur – ekki gefa fulla mynd af því sem við þurfum að vita. Þetta er ágætisbyrjun. Hún sýnir okkur að sjálfsögðu að þegar eru skipulagsbreytingar í ráðuneytum, þá horfi ég sérstaklega á 2019 og 2022, þá er meira um flutning en önnur ár.“ Ekki sé rökstutt hvers vegna tekin hafi verið ákvörðun um að skoða einungis tímabilið frá 2009-2022. „Ég rek augun í að ekki er gerður greinamunur á hvort verið er að flytja embættismenn lárétt eða lóðrétt. Það er munur á hvort þú sért að hækka einhvern í stöðu eða hvort þú ert að flytja ráðuneytisstjóra í einu ráðuneyti í annað. Það er ekki gerður greinarmunur á því og svo sýnist mér að við þurfum í nefndinni að skoða rækilega skipanir utan stjórnarráðsins, því við erum auðvitað líka að horfa á skipan æðstu embættismanna í stofnunum ríkisins.“ Umboðsmaður Alþingis skoðaði ekki þjóðminjavarðarmálið vegna þess að það er til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þórunn telur þó að málið verið skoðað með almennum hætti. „En hins vegar þá hefur safnafólk til dæmis bent á að þegar kemur að stöðu þjóðminjavarðar að þá snýst þetta um jafnræði, það er að segja að fólk hafi tækifæri til að sækja um þessa stöðu og í okkar litla landi þá eru þetta ekki margar stöður og það skiptir mjög miklu máli að auglýsa þær,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39 Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira
Ráðist var í samantekt þessa vegna umdeildar skipunar þjóðminjavarðar en hún var gerð án þess að staðan hafi verið auglýst, safnafólki til mikils ama. Samantektin nær til 334 embættisskipana en af þeim voru 267 framkvæmdar í kjölfar auglýsingar er í alls 67 tilfellum var embættismaður fluttur í annað embætti án þess að viðkomandi staða hafi verið auglýst. Sjá nánar: Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella „Í fyrsta lagi þá fyrst mér samantekt forsætisráðuneytisins – sem stjórnskipunar – og eftirlitsnefnd ákvað að bíða eftir og hefur beðið eftir í nokkrar vikur – ekki gefa fulla mynd af því sem við þurfum að vita. Þetta er ágætisbyrjun. Hún sýnir okkur að sjálfsögðu að þegar eru skipulagsbreytingar í ráðuneytum, þá horfi ég sérstaklega á 2019 og 2022, þá er meira um flutning en önnur ár.“ Ekki sé rökstutt hvers vegna tekin hafi verið ákvörðun um að skoða einungis tímabilið frá 2009-2022. „Ég rek augun í að ekki er gerður greinamunur á hvort verið er að flytja embættismenn lárétt eða lóðrétt. Það er munur á hvort þú sért að hækka einhvern í stöðu eða hvort þú ert að flytja ráðuneytisstjóra í einu ráðuneyti í annað. Það er ekki gerður greinarmunur á því og svo sýnist mér að við þurfum í nefndinni að skoða rækilega skipanir utan stjórnarráðsins, því við erum auðvitað líka að horfa á skipan æðstu embættismanna í stofnunum ríkisins.“ Umboðsmaður Alþingis skoðaði ekki þjóðminjavarðarmálið vegna þess að það er til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þórunn telur þó að málið verið skoðað með almennum hætti. „En hins vegar þá hefur safnafólk til dæmis bent á að þegar kemur að stöðu þjóðminjavarðar að þá snýst þetta um jafnræði, það er að segja að fólk hafi tækifæri til að sækja um þessa stöðu og í okkar litla landi þá eru þetta ekki margar stöður og það skiptir mjög miklu máli að auglýsa þær,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39 Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira
Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39
Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47