Kópavogur greiðir mest en þar með er ekki öll sagan sögð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2022 10:47 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Kópavogsbær greiðir 56 þúsund krónur í frístundastyrk til barna í sveitarfélaginu. Styrkurinn er sá hæsti sem veittur er hér á landi. Frístundastyrkur segir þó ekki alla söguna enda bæði misjafnt hve dýrt er fyrir börn að stunda tómstundir í sveitarfélögum. Alþýðusamband Íslands réðst í samanburð á frístundastyrkjum í tuttugu sveitarfélögum hér á landi. Fjarðabyggð greiðir lægsta styrkinn af sveitarfélögunum tuttugu eða 10 þúsund krónur á ári. Grindavík og Ísafjarðarbær bjóða ekki upp á frístundarstyrki. Breiðablik, fjölmennasta iðkendafélag Kópavogs, rukkar æfingagjöld hjá iðkendum sínum. Æfingagjald fyrir fimmtán ára knattspyrnuiðkanda hjá félaginu er um 150 þúsund krónur fyrir árið. Sama er uppi á teningnum hjá fjölmörgum öðrum félögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem styrkirnir eru tiltölulega háir. Nálgunin er oft önnur á landsbyggðinni. Á sama tíma greiða iðkendur í Grindavík 45 þúsund krónur fyrir að æfa íþróttir í sveitarfélaginu. Eitt gjald og þú æfir eins og þú vilt. Ágætt er að hafa þennan fyrirvara í huga við áframhaldandi lestur greinarinnar sem er upp úr samantekt ASÍ. Enda kemur skýrt fram á vef ASÍ að úttektin nær eingöngu til frístundastyrkja og ekki sé tekið tillit til annars konar stuðnings við íþróttastarf. Tilgangur frístundastyrkja Mörg sveitarfélög styrkja tómstundastarf barna með svokölluðum frístundastyrkjum eða hvatapeningum sem er yfirleitt ákveðin peningaupphæð á ári sem fylgir hverju barni og er ætluð til niðurgreiðslu á tómstundastarfi. Upphæð frístundastyrkja hefur hækkað mest hjá Vestmannaeyjabæ, um 15 þúsund krónur frá árinu 2020. Reykjavíkurborg hefur gefið út að frístundastyrkir hjá sveitarfélaginu muni hækka úr 50 þúsund krónur á ári og verði 75 þúsund krónur á ári um áramót. Ekki er vitað til þess að önnur sveitarfélög hafi gefið út að frístundstyrkir verði hækkaðir. Hveragerði og Suðurnesjabær bjóða upp á frístundastyrki fyrir lengsta aldursbilið 0-18 ára, en Akureyri og Fjarðabyggð fyrir stysta aldursbilið, 6-17 ára gömul börn og ungmenni. Frístundstyrkir hækkað mest hjá Vestmannaeyjabæ og Norðurþingi Upphæð frístundastyrkja hefur hækkað í 8 af 20 sveitarfélögum frá árinu 2020 þegar síðasta úttekt á frístundastyrkjum var gerð. Styrkirnir hafa hlutfallslega hækkað mest hjá Norðurþingi, um 46% eða um 5.500 krónur, en í krónum talið hafa styrkirnir hækkað mest hjá Vestmannaeyjabæ, um 15.000 krónur eða 43%. Engir frístundastyrkir voru í boði árið 2020 hjá Fjarðabyggð en þeir eru 10.000 krónur núna og þá hækkuðu styrkirnir um 10.000 krónur eða 29% hjá bæði Árborg og Reykjanesbæ. Misjafnt hvort um er að ræða fyrsta, annað eða þriðja barn Af 20 stærstu sveitarfélögum landsins sem úttektin nær til er Kópavogur með hæstu frístundastyrkina, 56.000 krónur á ári fyrir hvert barn. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum 5-18 ára. Næst hæstu styrkirnir eru hjá Hafnarfjarðarbæ 54.000 krónur á hvert barn en styrknum er skipt niður á mánuði þannig að einungis hluti styrksins er laus til notkunar í mánuði hverjum. Mosfellsbær greiðir 52.000 krónur í tómstundastyrk fyrir fyrsta og annað barn en styrkurinn hækkar upp í 60.000 krónur fyrir þriðja barn. Styrkirnir hækka einnig hjá Akranesi fyrir annað og þriðja barn. Sveitarfélögin Reykjavík, Seltjarnarnes, Garðabær og Vestmannaeyjar greiða öll styrki að upphæð 50.000 krónur á ári. Aldursbilið sem styrkirnir gilda fyrir er lengst hjá Vestmannaeyjabæ, 2-18 ára en 5-18 ára hjá Seltjarnarnesbæ og Garðabæ og 6-18 ára hjá Reykjavíkurborg. Lægsta upphæð frístundastyrks er hjá Fjarðabyggð, 10.000 krónur fyrir hvert barn á aldrinum 6-17 ára. Næst lægstu styrkirnir eru hjá Norðurþingi, 17.500 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 2-18 ára og hjá Borgarbyggð nema styrkirnir 20.000 krónur á ári fyrir 6-18 ára. Misjafnt er fyrir hvaða aldursbil styrkirnir gilda fyrir en Hveragerði og Suðurnesjabær bjóða upp á styrki fyrir 0-18 ára og Norðurþing og Vestmannaeyjar frá 2-18 ára. Styrkirnir gilda fyrir stysta aldursbilið hjá Akranesbæ, Reykjanesbæ, Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Hafnarfjarðarbæ og Borgarbyggð, fyrir 6-18 ára. Frístundastyrkir jafna tækifæri barna til tómstundaiðkunar Rannsóknir sýna að þátttaka í tómstundastarfi hefur áhrif á vellíðan barna og unglinga auk þess sem sýnt hefur verið fram á forvarnargildi tómstundastarfs og er það því hagur samfélagsins að börn hafi aðgang að slíku starfi. Tómstundir, hvort sem um er að ræða íþróttir, tónlistarnám eða annað, gegna því bæði því hlutverki að vera afþreying fyrir börn og unglinga auk þess að hafa menntunar- og forvarnargildi. Tómstundir geta verið dýrar og fjölskyldur eru í misjafnri stöðu til að greiða fyrir þær. Styrkirnir stuðla að því að börn geti tekið þátt í tómstundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum og jafna þeir tækifæri barna til tómstundaiðkunar. Um úttektina Úttekt þessi nær eingöngu til frístundastyrkja sem foreldrar geta ráðstafað til að niðurgreiða tómstundir barna. Ekki er tekið tillit til annars konar stuðnings við tómstundastarf barna í formi stuðnings við íþróttafélög, lægra verðs á námskeiðum, ókeypis aksturs eða akstursstyrkja til foreldra sem keyra börn sín langan veg í tómstundir. Samanburðurinn nær til 20 fjölmennustu sveitarfélaga landsins. Íþróttir barna Félagsmál Kópavogur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Alþýðusamband Íslands réðst í samanburð á frístundastyrkjum í tuttugu sveitarfélögum hér á landi. Fjarðabyggð greiðir lægsta styrkinn af sveitarfélögunum tuttugu eða 10 þúsund krónur á ári. Grindavík og Ísafjarðarbær bjóða ekki upp á frístundarstyrki. Breiðablik, fjölmennasta iðkendafélag Kópavogs, rukkar æfingagjöld hjá iðkendum sínum. Æfingagjald fyrir fimmtán ára knattspyrnuiðkanda hjá félaginu er um 150 þúsund krónur fyrir árið. Sama er uppi á teningnum hjá fjölmörgum öðrum félögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem styrkirnir eru tiltölulega háir. Nálgunin er oft önnur á landsbyggðinni. Á sama tíma greiða iðkendur í Grindavík 45 þúsund krónur fyrir að æfa íþróttir í sveitarfélaginu. Eitt gjald og þú æfir eins og þú vilt. Ágætt er að hafa þennan fyrirvara í huga við áframhaldandi lestur greinarinnar sem er upp úr samantekt ASÍ. Enda kemur skýrt fram á vef ASÍ að úttektin nær eingöngu til frístundastyrkja og ekki sé tekið tillit til annars konar stuðnings við íþróttastarf. Tilgangur frístundastyrkja Mörg sveitarfélög styrkja tómstundastarf barna með svokölluðum frístundastyrkjum eða hvatapeningum sem er yfirleitt ákveðin peningaupphæð á ári sem fylgir hverju barni og er ætluð til niðurgreiðslu á tómstundastarfi. Upphæð frístundastyrkja hefur hækkað mest hjá Vestmannaeyjabæ, um 15 þúsund krónur frá árinu 2020. Reykjavíkurborg hefur gefið út að frístundastyrkir hjá sveitarfélaginu muni hækka úr 50 þúsund krónur á ári og verði 75 þúsund krónur á ári um áramót. Ekki er vitað til þess að önnur sveitarfélög hafi gefið út að frístundstyrkir verði hækkaðir. Hveragerði og Suðurnesjabær bjóða upp á frístundastyrki fyrir lengsta aldursbilið 0-18 ára, en Akureyri og Fjarðabyggð fyrir stysta aldursbilið, 6-17 ára gömul börn og ungmenni. Frístundstyrkir hækkað mest hjá Vestmannaeyjabæ og Norðurþingi Upphæð frístundastyrkja hefur hækkað í 8 af 20 sveitarfélögum frá árinu 2020 þegar síðasta úttekt á frístundastyrkjum var gerð. Styrkirnir hafa hlutfallslega hækkað mest hjá Norðurþingi, um 46% eða um 5.500 krónur, en í krónum talið hafa styrkirnir hækkað mest hjá Vestmannaeyjabæ, um 15.000 krónur eða 43%. Engir frístundastyrkir voru í boði árið 2020 hjá Fjarðabyggð en þeir eru 10.000 krónur núna og þá hækkuðu styrkirnir um 10.000 krónur eða 29% hjá bæði Árborg og Reykjanesbæ. Misjafnt hvort um er að ræða fyrsta, annað eða þriðja barn Af 20 stærstu sveitarfélögum landsins sem úttektin nær til er Kópavogur með hæstu frístundastyrkina, 56.000 krónur á ári fyrir hvert barn. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum 5-18 ára. Næst hæstu styrkirnir eru hjá Hafnarfjarðarbæ 54.000 krónur á hvert barn en styrknum er skipt niður á mánuði þannig að einungis hluti styrksins er laus til notkunar í mánuði hverjum. Mosfellsbær greiðir 52.000 krónur í tómstundastyrk fyrir fyrsta og annað barn en styrkurinn hækkar upp í 60.000 krónur fyrir þriðja barn. Styrkirnir hækka einnig hjá Akranesi fyrir annað og þriðja barn. Sveitarfélögin Reykjavík, Seltjarnarnes, Garðabær og Vestmannaeyjar greiða öll styrki að upphæð 50.000 krónur á ári. Aldursbilið sem styrkirnir gilda fyrir er lengst hjá Vestmannaeyjabæ, 2-18 ára en 5-18 ára hjá Seltjarnarnesbæ og Garðabæ og 6-18 ára hjá Reykjavíkurborg. Lægsta upphæð frístundastyrks er hjá Fjarðabyggð, 10.000 krónur fyrir hvert barn á aldrinum 6-17 ára. Næst lægstu styrkirnir eru hjá Norðurþingi, 17.500 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 2-18 ára og hjá Borgarbyggð nema styrkirnir 20.000 krónur á ári fyrir 6-18 ára. Misjafnt er fyrir hvaða aldursbil styrkirnir gilda fyrir en Hveragerði og Suðurnesjabær bjóða upp á styrki fyrir 0-18 ára og Norðurþing og Vestmannaeyjar frá 2-18 ára. Styrkirnir gilda fyrir stysta aldursbilið hjá Akranesbæ, Reykjanesbæ, Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Hafnarfjarðarbæ og Borgarbyggð, fyrir 6-18 ára. Frístundastyrkir jafna tækifæri barna til tómstundaiðkunar Rannsóknir sýna að þátttaka í tómstundastarfi hefur áhrif á vellíðan barna og unglinga auk þess sem sýnt hefur verið fram á forvarnargildi tómstundastarfs og er það því hagur samfélagsins að börn hafi aðgang að slíku starfi. Tómstundir, hvort sem um er að ræða íþróttir, tónlistarnám eða annað, gegna því bæði því hlutverki að vera afþreying fyrir börn og unglinga auk þess að hafa menntunar- og forvarnargildi. Tómstundir geta verið dýrar og fjölskyldur eru í misjafnri stöðu til að greiða fyrir þær. Styrkirnir stuðla að því að börn geti tekið þátt í tómstundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum og jafna þeir tækifæri barna til tómstundaiðkunar. Um úttektina Úttekt þessi nær eingöngu til frístundastyrkja sem foreldrar geta ráðstafað til að niðurgreiða tómstundir barna. Ekki er tekið tillit til annars konar stuðnings við tómstundastarf barna í formi stuðnings við íþróttafélög, lægra verðs á námskeiðum, ókeypis aksturs eða akstursstyrkja til foreldra sem keyra börn sín langan veg í tómstundir. Samanburðurinn nær til 20 fjölmennustu sveitarfélaga landsins.
Tilgangur frístundastyrkja Mörg sveitarfélög styrkja tómstundastarf barna með svokölluðum frístundastyrkjum eða hvatapeningum sem er yfirleitt ákveðin peningaupphæð á ári sem fylgir hverju barni og er ætluð til niðurgreiðslu á tómstundastarfi.
Íþróttir barna Félagsmál Kópavogur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira