Hér má sjá þáttinn:
„Þannig var að ég var að skoða gamlar myndir í ljósmynda archive-inu í Hollandi, var að skoða gamlar myndir og þá rakst ég á þessar myndir frá Íslandi af íslenskum glímuköppum vera að glíma fyrir utan Menntaskólann í Reykjavík.“
Ljósmyndirnar náðu strax til hans.
„Ég fór að horfa á þessar myndir og hvernig mennirnir mótuðu þessi dásamlegu form með líkömum sínum. Sumir voru einhvern veginn algjörlega í meira eins og abstrakt formi heldur en nokkurn tíma bara tveir menn.“
Gríðarstórt verk
„Ég gerði stóra mynd sem var 2,5 metrar sinnum 90 cm í fjórum hlutum, þar sem ég var í ákveðinni glímu sjálfur á þessum tíma. Ég var búinn að finna drauma stúdíóið sem við erum hér inn í í dag og ég var svona að reyna að sparsla saman hvernig ég í ósköpunum ég gæti náð að ganga frá þessu, að eignast þetta hús,“ segir Sigurður Sævar og á við gamla Argentínu húsið á Barónsstíg sem hann festi kaup á í sumar.
Hann bætir við að eflaust geti verið erfitt fyrir erlenda gesti að tengja við íslensku glímuna en þegar fólk áttar sig á viðfangsefninu kemst það líklega að ákveðinni niðurstöðu.
„Þá vita þau náttúrulega að við erum alltaf í stöðugri glímu.“
Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.