Tökur myndarinnar stóðu yfir fyrir rétt tæpu ári en í aðalhlutverki ásamt Lohan er Glee leikarinn Chord Overstreet. Kvikmyndin er sú fyrsta af þessari stærðargráðu fyrir Lohan í nærri áratug. Vulture greinir frá þessu.
It s October 3rd. Now get ready for November 10th. (What happens on Wednesdays again??) @#FallingForChristmas pic.twitter.com/SjhRHFOov8
— Lindsay Lohan (@lindsaylohan) October 3, 2022
Söguþráður myndarinnar virðist fara eftir týpískri formúlu rómantískra jólakvikmynda. Lohan leikur nýtrúlofaðan hótelerfingja sem lendir í skíðaslysi sem veldur minnisleysi.
Kvikmyndin er hluti af þriggja kvikmynda samningi sem Lohan gerði við Netflix en hún er nú sögð stödd á Írlandi við tökur á sinni næstu á vegum streymisveitunnar, „Irish wish.“
Lohan er einna þekktust fyrir leik sinn í fjölskyldumyndinni „The Parent Trap“ frá árinu 1998, „Mean Girls“ frá árinu 2004 og „Freaky Friday“ frá 2003. Lohan hefur lítið verið í sviðsljósinu á síðustu árum en virðist nú vilja stíga aftur inn í bransann og glæða leiklistarferil sinn lífi á ný.
Í myndbandinu hér að ofan má sjá Lohan fara yfir helstu tískuaugnablik ferils síns og fara yfir skemmtilegar minningar frá ferlinum.