Báturinn verður notaður til að aðstoða þá báta sem verða vélarvana við Breiðafjörð eða í öðrum neyðartilvikum. Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að báturinn verði staðsettur í Stykkishólmshöfn.
Þá kemur fram í tilkynningunni að unnið sé að því að fá annað skip sem getur leyst ferjuna Baldur af. Útboð þess efnis verður auglýst á næstu vikum.