Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2022 22:32 Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða Kross Íslands. Vísir/Sigurjón Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. Íslensk stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð Rauða krossins við að opna fjöldahjálpastöð fyrir umsækjendur um alþjóðleg vernd vegna mikillar fjölgunar í komum flóttafólks til landsins. Um sextíu prósent þeirra er fólk sem flýr stríðsátökin í Úkraínu. Stöðin verður opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins, segir að um tímabundið úrræði sé að ræða. Einstaklingar dvelji í stöðinni í þrjá sólarhringa að hámarki áður en þeir fari í annað úrræði stjórnvalda eða sveitarfélaga. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Atli Viðar þetta ekki draumastöðu heldur neyðarúrræði. „Við viljum auðvitað að þetta úrræði verði skammtímaúrræði og taki enda sem allra fyrst en til að svo geti orðið þyrftu fleiri sveitarfélög að koma að þessu verkefni og skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk,“ sagði hann. Stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að útvega flóttafólkinu húsnæði og hafi staðið sig vel í því. Með auknum fjölda þurfi hins vegar fleiri að koma að borðinu. „Við höfum alla burði til að leysa þetta verkefni vel og getum bara gert það mjög vel saman,“ sagði Atli Viðar. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Tengdar fréttir Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. 4. október 2022 14:51 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Íslensk stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð Rauða krossins við að opna fjöldahjálpastöð fyrir umsækjendur um alþjóðleg vernd vegna mikillar fjölgunar í komum flóttafólks til landsins. Um sextíu prósent þeirra er fólk sem flýr stríðsátökin í Úkraínu. Stöðin verður opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins, segir að um tímabundið úrræði sé að ræða. Einstaklingar dvelji í stöðinni í þrjá sólarhringa að hámarki áður en þeir fari í annað úrræði stjórnvalda eða sveitarfélaga. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Atli Viðar þetta ekki draumastöðu heldur neyðarúrræði. „Við viljum auðvitað að þetta úrræði verði skammtímaúrræði og taki enda sem allra fyrst en til að svo geti orðið þyrftu fleiri sveitarfélög að koma að þessu verkefni og skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk,“ sagði hann. Stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að útvega flóttafólkinu húsnæði og hafi staðið sig vel í því. Með auknum fjölda þurfi hins vegar fleiri að koma að borðinu. „Við höfum alla burði til að leysa þetta verkefni vel og getum bara gert það mjög vel saman,“ sagði Atli Viðar.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Tengdar fréttir Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. 4. október 2022 14:51 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. 4. október 2022 14:51