Þórsarar segja formann KKÍ fara með rangt mál Valur Páll Eiríksson skrifar 5. október 2022 16:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Pablo Hernández, leikmaður Þórs. Samsett/Vísir Þór frá Þorlákshöfn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ, við Vísi í tengslum við félagsskiptamál Spánverjans Pablo Hernández til Þórs í sumar. Þar er Hannes sagður fara með rangt mál. Málið snýr að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn en takmörk eru á því hversu margir erlendir leikmenn mega spila fyrir lið í efstu deild. Sambandið staðfesti við Þór í júní að Hernández myndi flokkast sem Íslendingur í samræmi við reglugerð þess, þar sem sagði þá að þeir sem hefðu verið með þriggja ára skráða búsetu á Íslandi myndu teljast til Íslendinga. Þór vísaði fram svokölluðu lögheimilisvottorði frá Þjóðskrá sem staðfesti að Hernández hefði verið með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár. Leikmaðurinn var þó aðeins hér í eitt ár, frá 2019 til 2020, og hefur síðan verið á Spáni og leikið fyrir spænsk félagslið. Honum virðist hafa láðst að skrá búferlaflutning við brottförina frá Íslandi vorið 2020 og var því með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár, þrátt fyrir að leika á Spáni síðustu tvö. En hann uppfyllti kröfur KKÍ, sem sögðu til um að leikmenn þyrftu aðeins téð vottorð til að teljast til Íslendinga. Það fékkst staðfest af afreksstjóra KKÍ í tölvupósti til félagsins þann 21. júní þar sem félagið hafði spurst fyrir um stöðu Hernández. Sambandið sendi svo bréf til félaga á landinu í ágúst, rúmum mánuði eftir að sambandið hafði staðfest við Þór að Hernández félli undir regluna og Þór hafði samið við leikmanninn. Þar var greint frá því að reglan ætti ekki við um leikmenn sem hefðu flutt úr landi en væru hér enn skráðir. Slíkt á við um Hernández, líkt og þónokkra aðra leikmenn sem ljáðist að skrá búferlaflutning sinn erlendis. Reglan hafi sannarlega tekið breytingum Haft er eftir Hannesi á Vísi í morgun að reglan hefði ekki tekið breytingum. „Það er engu breytt í reglunni, reglan er skýr varðandi það að leikmaður þarf að hafa verið hérna þannig að við getum ekki veitt einhverjum þessa keppnisheimild. Viðkomandi hefur bara spilað á Íslandi í eitt ár. Þá getur viðkomandi ekki fallið undir þessa reglu,“ sagði Hannes þá. Þetta segja Þórsarar einfaldlega ósatt og segja reglugerðinni sannarlega hafa verið breytt. Orðalag 15. greinar laganna fyrir 8. ágúst hafi verið sem svo: „Erlendur ríkisborgari sem hefur samkvæmt Þjóðskrá haft lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ, búsetuvottorð frá Þjóðskrá.“ sagði í reglugerðinni. Orðalag 15. greinar reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót þegar Þór sendi fyrirspurn um Hernández.Skjáskot/Reglugerð KKÍ Ef litið er á regluna í dag er þessi texti ekki í reglugerðinni. Reglugerðina er að finna á heimasíðu KKÍ og er dagsett þann 8. ágúst á þessu ári en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sendi áréttingu á reglum um erlenda leikmenn á félögin þann 9. ágúst, degi eftir að orðalagi 15. greinar var breytt. Í stað textans um búsetuvottorðið segir nú í reglugerðinni: „Erlendur ríkisborgari sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum ríkisborgurum.“ Orðalag 15. greinar reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót frá 8. ágúst.Skjáskot/KKÍ Kröfunum hefur því verið breytt frá því að Þórsarar fengu staðfestingu frá afreksstjóra KKÍ í júní og eftir að liðið samdi við Hernández í júlí. Krafan um búsetuvottorð var tekin út og var þess í stað gerð krafa um staðfestingu frá KKÍ á því að leikmaður myndi teljast til íslenskra leikmanna. Þórsarar telja sig hafa fengið þá staðfestingu, með tölvupósti frá afreksstjóra KKÍ þann 21. júní þar sem hann staðfesti að Hernández myndi teljast til Íslendinga, sem var forsenda þess að Þórsarar fengu leikmanninn til liðsins í júlí. Í yfirlýsingu Þórs er kallað eftir skýrari ramma og tilgreina þurfi muninn á reglugerð og vinnureglu. Enda hafi Þór fengið staðfestingu á því frá KKÍ í vor að engar breytingar yrðu gerðar á reglum um útlendinga. „Það er mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa skýrt vinnuumhverfi. Reglugerð er reglugerð og er alls ekki það sama og vinnuregla. Ef á að fara eftir vinnureglu þá þarf að tiltaka hvernig hún er,“ segir í tilkynningu Þórs. Hana má sjá í heild sinni að neðan. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi í dag. Yfirlýsing Þórs: Það er mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa skýrt vinnuumhverfi. Reglugerð er reglugerð og er alls ekki það sama og vinnuregla. Ef á að fara eftir vinnureglu þá þarf að tiltaka hvernig hún er. Reglugerðin var skýr fyrir 8. ágúst, eingöngu þurfti að framvísa búsetuvottorði frá Þjóðskrá til að sanna að viðkomandi hefði haft lögheimili hér í þrjú ár samfleytt. Eftir þessu vann Kristinn í lok júní þegar hann staðfesti við Þór að Hernandez yrði gjaldgengur samkvæmt þriggja ára reglunni frá 1. september. Þann 8. ágúst er reglugerðinni breytt og krafan um búsetuvottorð tekin út. Þór reyndi að fá erlendan leikmann skilgreindan árið áður samkvæmt þessari þriggja ára reglu en þá voru svör KKÍ mjög skýr um að skilyrðið sem hann þurfti að uppfylla voru að vera með skráð lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfleytt og geta skilað inn vottorði þar um. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Málið snýr að reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn en takmörk eru á því hversu margir erlendir leikmenn mega spila fyrir lið í efstu deild. Sambandið staðfesti við Þór í júní að Hernández myndi flokkast sem Íslendingur í samræmi við reglugerð þess, þar sem sagði þá að þeir sem hefðu verið með þriggja ára skráða búsetu á Íslandi myndu teljast til Íslendinga. Þór vísaði fram svokölluðu lögheimilisvottorði frá Þjóðskrá sem staðfesti að Hernández hefði verið með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár. Leikmaðurinn var þó aðeins hér í eitt ár, frá 2019 til 2020, og hefur síðan verið á Spáni og leikið fyrir spænsk félagslið. Honum virðist hafa láðst að skrá búferlaflutning við brottförina frá Íslandi vorið 2020 og var því með skráða búsetu hér á landi í þrjú ár, þrátt fyrir að leika á Spáni síðustu tvö. En hann uppfyllti kröfur KKÍ, sem sögðu til um að leikmenn þyrftu aðeins téð vottorð til að teljast til Íslendinga. Það fékkst staðfest af afreksstjóra KKÍ í tölvupósti til félagsins þann 21. júní þar sem félagið hafði spurst fyrir um stöðu Hernández. Sambandið sendi svo bréf til félaga á landinu í ágúst, rúmum mánuði eftir að sambandið hafði staðfest við Þór að Hernández félli undir regluna og Þór hafði samið við leikmanninn. Þar var greint frá því að reglan ætti ekki við um leikmenn sem hefðu flutt úr landi en væru hér enn skráðir. Slíkt á við um Hernández, líkt og þónokkra aðra leikmenn sem ljáðist að skrá búferlaflutning sinn erlendis. Reglan hafi sannarlega tekið breytingum Haft er eftir Hannesi á Vísi í morgun að reglan hefði ekki tekið breytingum. „Það er engu breytt í reglunni, reglan er skýr varðandi það að leikmaður þarf að hafa verið hérna þannig að við getum ekki veitt einhverjum þessa keppnisheimild. Viðkomandi hefur bara spilað á Íslandi í eitt ár. Þá getur viðkomandi ekki fallið undir þessa reglu,“ sagði Hannes þá. Þetta segja Þórsarar einfaldlega ósatt og segja reglugerðinni sannarlega hafa verið breytt. Orðalag 15. greinar laganna fyrir 8. ágúst hafi verið sem svo: „Erlendur ríkisborgari sem hefur samkvæmt Þjóðskrá haft lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ, búsetuvottorð frá Þjóðskrá.“ sagði í reglugerðinni. Orðalag 15. greinar reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót þegar Þór sendi fyrirspurn um Hernández.Skjáskot/Reglugerð KKÍ Ef litið er á regluna í dag er þessi texti ekki í reglugerðinni. Reglugerðina er að finna á heimasíðu KKÍ og er dagsett þann 8. ágúst á þessu ári en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sendi áréttingu á reglum um erlenda leikmenn á félögin þann 9. ágúst, degi eftir að orðalagi 15. greinar var breytt. Í stað textans um búsetuvottorðið segir nú í reglugerðinni: „Erlendur ríkisborgari sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum ríkisborgurum.“ Orðalag 15. greinar reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót frá 8. ágúst.Skjáskot/KKÍ Kröfunum hefur því verið breytt frá því að Þórsarar fengu staðfestingu frá afreksstjóra KKÍ í júní og eftir að liðið samdi við Hernández í júlí. Krafan um búsetuvottorð var tekin út og var þess í stað gerð krafa um staðfestingu frá KKÍ á því að leikmaður myndi teljast til íslenskra leikmanna. Þórsarar telja sig hafa fengið þá staðfestingu, með tölvupósti frá afreksstjóra KKÍ þann 21. júní þar sem hann staðfesti að Hernández myndi teljast til Íslendinga, sem var forsenda þess að Þórsarar fengu leikmanninn til liðsins í júlí. Í yfirlýsingu Þórs er kallað eftir skýrari ramma og tilgreina þurfi muninn á reglugerð og vinnureglu. Enda hafi Þór fengið staðfestingu á því frá KKÍ í vor að engar breytingar yrðu gerðar á reglum um útlendinga. „Það er mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa skýrt vinnuumhverfi. Reglugerð er reglugerð og er alls ekki það sama og vinnuregla. Ef á að fara eftir vinnureglu þá þarf að tiltaka hvernig hún er,“ segir í tilkynningu Þórs. Hana má sjá í heild sinni að neðan. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi í dag. Yfirlýsing Þórs: Það er mjög mikilvægt fyrir hreyfinguna að hafa skýrt vinnuumhverfi. Reglugerð er reglugerð og er alls ekki það sama og vinnuregla. Ef á að fara eftir vinnureglu þá þarf að tiltaka hvernig hún er. Reglugerðin var skýr fyrir 8. ágúst, eingöngu þurfti að framvísa búsetuvottorði frá Þjóðskrá til að sanna að viðkomandi hefði haft lögheimili hér í þrjú ár samfleytt. Eftir þessu vann Kristinn í lok júní þegar hann staðfesti við Þór að Hernandez yrði gjaldgengur samkvæmt þriggja ára reglunni frá 1. september. Þann 8. ágúst er reglugerðinni breytt og krafan um búsetuvottorð tekin út. Þór reyndi að fá erlendan leikmann skilgreindan árið áður samkvæmt þessari þriggja ára reglu en þá voru svör KKÍ mjög skýr um að skilyrðið sem hann þurfti að uppfylla voru að vera með skráð lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfleytt og geta skilað inn vottorði þar um.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn