Fimm sem verða að gera betur: „Þetta er dýr leikmaður“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 14:30 Egill Magnússon er á toppi listans. Hann mætir Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld. vísir/Diego Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson tók saman lista yfir þá fimm leikmenn sem helst af öllum þyrftu að gera betur, í Olís-deild karla í handbolta, miðað við frammistöðuna hingað til á tímabilinu. Fjórar umferðir eru búnar af deildinni og sú fimmta hefst í kvöld þar sem gefst kærkomið tækifæri fyrir mennina fimm á listanum til að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Hér að neðan má sjá listann og rökstuðning Arnars Daða, og hægt er að hlusta á þáttinn neðst í greininni. Topp fimm leikmenn sem verða að gera betur 5. Marko Coric, línumaður, Fram „Þetta er atvinnumaður sem kemur hingað frá Bregenz. Það var mikið talað um hann, stærð hans og styrkleika, og hvar hann hefði spilað. Þetta er dýr leikmaður en þegar Þorvaldur Tryggvason er með betri skotnýtingu og gæti gert betur, þá er fénu betur varið í annað.“ 4. Tandri Már Konráðsson, skytta, Stjörnunni „Hann er búinn að eiga einn góðan leik af fjórum. Loksins hitti hann á góðan leik [í síðustu umferð] en Tandri verður að gera betur.“ 3. Árni Bragi Eyjólfsson, hornamaður/skytta, Aftureldingu „Leikmaðurinn sem skoraði ekki úr uppstilltum sóknarleik í 4. umferðinni, hefur verið í basli með skotnýtinguna og er í nýju hlutverki í Mosfellsbænum. Hann verður að gera betur og ef hann geri það fara stigin að hrannast inn í Mosfellsbænum.“ 2. Patrekur Stefánsson, miðjumaður, KA „Hann verður að bera meiri ábyrgð á því að tapa ekki boltanum. Hann tapaði boltanum fimm sinnum í síðasta leik, og var með núll mörk úr þremur skotum. Þetta er saga Patreks á þessu tímabili. Hann verður að stíga upp. Þeir [KA-menn] eru bara ekki með leikmenn til að bera þetta uppi. Einar Rafn [Eiðsson] getur ekki gert það einn.“ 1. Egill Magnússon, skytta, FH „Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Núll mörk úr sjö skotum gegn Fram. Tvö úr níu gegn Val og þrjú úr sjö gegn Stjörnunni, eftir að hafa verið meiddur á móti Aftureldingu. Egill Magnússon, farðu í naflaskoðun.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Fjórar umferðir eru búnar af deildinni og sú fimmta hefst í kvöld þar sem gefst kærkomið tækifæri fyrir mennina fimm á listanum til að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Hér að neðan má sjá listann og rökstuðning Arnars Daða, og hægt er að hlusta á þáttinn neðst í greininni. Topp fimm leikmenn sem verða að gera betur 5. Marko Coric, línumaður, Fram „Þetta er atvinnumaður sem kemur hingað frá Bregenz. Það var mikið talað um hann, stærð hans og styrkleika, og hvar hann hefði spilað. Þetta er dýr leikmaður en þegar Þorvaldur Tryggvason er með betri skotnýtingu og gæti gert betur, þá er fénu betur varið í annað.“ 4. Tandri Már Konráðsson, skytta, Stjörnunni „Hann er búinn að eiga einn góðan leik af fjórum. Loksins hitti hann á góðan leik [í síðustu umferð] en Tandri verður að gera betur.“ 3. Árni Bragi Eyjólfsson, hornamaður/skytta, Aftureldingu „Leikmaðurinn sem skoraði ekki úr uppstilltum sóknarleik í 4. umferðinni, hefur verið í basli með skotnýtinguna og er í nýju hlutverki í Mosfellsbænum. Hann verður að gera betur og ef hann geri það fara stigin að hrannast inn í Mosfellsbænum.“ 2. Patrekur Stefánsson, miðjumaður, KA „Hann verður að bera meiri ábyrgð á því að tapa ekki boltanum. Hann tapaði boltanum fimm sinnum í síðasta leik, og var með núll mörk úr þremur skotum. Þetta er saga Patreks á þessu tímabili. Hann verður að stíga upp. Þeir [KA-menn] eru bara ekki með leikmenn til að bera þetta uppi. Einar Rafn [Eiðsson] getur ekki gert það einn.“ 1. Egill Magnússon, skytta, FH „Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Núll mörk úr sjö skotum gegn Fram. Tvö úr níu gegn Val og þrjú úr sjö gegn Stjörnunni, eftir að hafa verið meiddur á móti Aftureldingu. Egill Magnússon, farðu í naflaskoðun.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira