Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. október 2022 23:36 Úrvinnslusjóður hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir störf sín undanfarið, nýjast vegna ofgreiddra launa upp á rúmlega 10 milljónir. Úrvinnslusjóður Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. Stundin greinir frá því að Ólafur Kjartansson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs frá árinu 2003 hafi látið sjóðinn halda áfram að greiða sér fyrir störf sem hann sinnti ekki lengur. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur fjármálaráðuneytið tilkynnt stjórn Úrvinnslusjóðs að það telji Ólaf ekki hafa verið í „góðri trú“ þegar hann lét sjóðinn halda áfram að greiða sér aukalega fyrir störf sín. „Af þessu er ljóst að ekki átti að koma til frekari greiðslna til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs samkvæmt ákvörðun kjararáðs og hefur honum því verið greidd umrædd þóknun án heimildar frá því að ákvörðun kjararáðs kom til framkvæmda á árinu 2015,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytis. Stór hluti þess sem Ólafur er sagður hafa fengið greitt án heimildar eru hins vegar fyrndar kröfur og mun hann því halda nærri helmingi þess sem hann fékk ofgreitt. Ríkisendurskoðun skilaði svartri skýrslu til Alþingis um Úrvinnslusjóð. Þar segir meðal annars að sjóðurinn réði ekki við hlutverk sitt og hefði afar takmarkað eftirlit með því að úrgangi sé sannanlega ráðstafað með þeim hætti sem samið er um og sjóðurinn greiðir fyrir yfir tvö milljarða króna á ári hverju. Í umfjöllun Stundarinnar vildi Magnús Jóhannesson, formaður stjórnar Úrvinnslusjóðs, ekki tjá sig um málið eða hvort sjóðurinn muni taka ákvörðun um framtíð Ólafs innan sjóðsins. „No comment,“ er haft eftir Magnúsi. Umhverfismál Stjórnsýsla Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Stundin greinir frá því að Ólafur Kjartansson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs frá árinu 2003 hafi látið sjóðinn halda áfram að greiða sér fyrir störf sem hann sinnti ekki lengur. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur fjármálaráðuneytið tilkynnt stjórn Úrvinnslusjóðs að það telji Ólaf ekki hafa verið í „góðri trú“ þegar hann lét sjóðinn halda áfram að greiða sér aukalega fyrir störf sín. „Af þessu er ljóst að ekki átti að koma til frekari greiðslna til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs samkvæmt ákvörðun kjararáðs og hefur honum því verið greidd umrædd þóknun án heimildar frá því að ákvörðun kjararáðs kom til framkvæmda á árinu 2015,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytis. Stór hluti þess sem Ólafur er sagður hafa fengið greitt án heimildar eru hins vegar fyrndar kröfur og mun hann því halda nærri helmingi þess sem hann fékk ofgreitt. Ríkisendurskoðun skilaði svartri skýrslu til Alþingis um Úrvinnslusjóð. Þar segir meðal annars að sjóðurinn réði ekki við hlutverk sitt og hefði afar takmarkað eftirlit með því að úrgangi sé sannanlega ráðstafað með þeim hætti sem samið er um og sjóðurinn greiðir fyrir yfir tvö milljarða króna á ári hverju. Í umfjöllun Stundarinnar vildi Magnús Jóhannesson, formaður stjórnar Úrvinnslusjóðs, ekki tjá sig um málið eða hvort sjóðurinn muni taka ákvörðun um framtíð Ólafs innan sjóðsins. „No comment,“ er haft eftir Magnúsi.
Umhverfismál Stjórnsýsla Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira