Spinnur garn af rokki eins og landnámskonurnar gerðu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. október 2022 20:05 Marianne Guckelsberger, sem býr í Hveragerði er mikill snillingur þegar kemur að vinnu við gamalt handverk, ekki síst ef það tengist íslensku ullinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Marianne Guckelsberger í Hveragerði gerir mikið af því að spinna úr íslenskri ull og búa þannig til band en þá spinnir hún garn af rokki, eins og landnámskonurnar gerðu til að klæða fólkið sitt, enda var ullin það sé hélt lífi í fólkinu. Víkingar kunnu hins vegar ekki að prjóna. Ullarviku Suðurlands lauk formlega í dag en þá var verið að sýna ýmislegt fróðlegt, sem hægt er að vinna úr íslenskri ull. Víkingar mættu til dæmis í Uppspuna í Ásahreppi og sýndu þar skemmtileg vinnubrögð. En kunnu Víkingar að prjóna? “Nei, þeir kunnu ekki að prjóna, þeir voru meira í því að sauma vattarsaum eins og það er kallað og svo að vefa vaðmál,” segir Hulda Brynjólfsdóttir í Uppspuna. Hún segir að gamalt handverk sé að koma mikið til baka. “Já, maður finnur það, það er gríðarlegur áhugi fyrir þessu og gaman af því, því það er leiðinlegt ef maður glatar þessu alveg niður, þannig að það er bara frábært að það sé að koma til baka,” segir Hulda. Mikill áhugi er á öllu handverki, sem gamalt er, sérstaklega þegar ullin er annars vegar eins og sást í Ullarvikunni á Suðurlandi, sem var að ljúka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Marianne sem býr í Hveragerði og er sjúkranuddari á Heilsustofnun vakti sérstaka athygli í Uppspuna með sitt handverk. “Nú er ég að spinna, ég er að búa til band. Ég ætla að spinna garn af rokki. Ef við lesum Íslendingasögurnar þá er talað þar um rokka. Ef við hugsum um rokka í dag þá sjáum við fyrir okkur rokk með hjóli en landnámskonur komu með þessa græju, sem ég nota með sér því það þurfti að klæða fólkið og ekki bara það, heldur líka að búa til segl og rúmföt og eiginlega allt. Ullin er eina efnið, sem við getum búið til eitthvað band úr, ull var það, sem hélt lífi í fólki,” segir Marianne. Snældan, sem Marianne notar er með sérstökum sápusteini neðst, sem fyrirfinnst ekki á Íslandi. Hún segist alltaf haft mikinn áhuga á öllu, sem gamalt er. “Já, því eldra og því betra fyrir minn smekk. Þetta nútíma talar ekki til mín, þetta talar til mín, ég finn mig mjög mikið í þessari vinnu, svo er þetta svo róandi.” Og hvað ertu að hugsa á meðan þú gerir þetta? Hvort ég get sagt eitthvað gáfulegt við þig,” segir Marianne og skellihlær, „Já, „Neyðin kennir naktir konu að spinna.” Marianne, segir vinnuna gefa sér mikið og að hún sé mjög róandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Ullarviku Suðurlands lauk formlega í dag en þá var verið að sýna ýmislegt fróðlegt, sem hægt er að vinna úr íslenskri ull. Víkingar mættu til dæmis í Uppspuna í Ásahreppi og sýndu þar skemmtileg vinnubrögð. En kunnu Víkingar að prjóna? “Nei, þeir kunnu ekki að prjóna, þeir voru meira í því að sauma vattarsaum eins og það er kallað og svo að vefa vaðmál,” segir Hulda Brynjólfsdóttir í Uppspuna. Hún segir að gamalt handverk sé að koma mikið til baka. “Já, maður finnur það, það er gríðarlegur áhugi fyrir þessu og gaman af því, því það er leiðinlegt ef maður glatar þessu alveg niður, þannig að það er bara frábært að það sé að koma til baka,” segir Hulda. Mikill áhugi er á öllu handverki, sem gamalt er, sérstaklega þegar ullin er annars vegar eins og sást í Ullarvikunni á Suðurlandi, sem var að ljúka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Marianne sem býr í Hveragerði og er sjúkranuddari á Heilsustofnun vakti sérstaka athygli í Uppspuna með sitt handverk. “Nú er ég að spinna, ég er að búa til band. Ég ætla að spinna garn af rokki. Ef við lesum Íslendingasögurnar þá er talað þar um rokka. Ef við hugsum um rokka í dag þá sjáum við fyrir okkur rokk með hjóli en landnámskonur komu með þessa græju, sem ég nota með sér því það þurfti að klæða fólkið og ekki bara það, heldur líka að búa til segl og rúmföt og eiginlega allt. Ullin er eina efnið, sem við getum búið til eitthvað band úr, ull var það, sem hélt lífi í fólki,” segir Marianne. Snældan, sem Marianne notar er með sérstökum sápusteini neðst, sem fyrirfinnst ekki á Íslandi. Hún segist alltaf haft mikinn áhuga á öllu, sem gamalt er. “Já, því eldra og því betra fyrir minn smekk. Þetta nútíma talar ekki til mín, þetta talar til mín, ég finn mig mjög mikið í þessari vinnu, svo er þetta svo róandi.” Og hvað ertu að hugsa á meðan þú gerir þetta? Hvort ég get sagt eitthvað gáfulegt við þig,” segir Marianne og skellihlær, „Já, „Neyðin kennir naktir konu að spinna.” Marianne, segir vinnuna gefa sér mikið og að hún sé mjög róandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira