„Ekki skynjað mikið havarí“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2022 13:01 FH-ingar eru á leið í einn mikilvægasta leik félagsins í langan tíma. vísir/hulda margrét Sigurvin Ólafsson, starfandi þjálfari FH, segist ekki halda að atburðir síðustu daga og brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen hafi mikil áhrif á leikmenn Fimleikafélagsins. FH mætir Leiknir í afar mikilvægum botnslag í dag. Mikið hefur gengið á hjá FH undanfarna daga. Um þarsíðustu helgi tapaði liðið fyrir Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og laut svo í lægra haldi fyrir ÍBV á miðvikudaginn. Daginn eftir steig Eiður tímabundið til hliðar sem þjálfari FH eftir að hafa verið tekinn ölvaður við akstur. Sigurvin mun stýra FH-ingum út tímabilið og fær það verðuga verkefni að bjarga liðinu frá falli. FH hefur leikið samfleytt í efstu deild frá 2001. „Ég hef ekki skynjað mikið havarí,“ sagði Sigurvin í samtali við Vísi, aðspurður hvort atburðir síðustu daga hafi lagst þungt á leikmenn FH. „Þetta er auðvitað stór frétt. Á fimmtudaginn tókum við í sameiningu ákvörðun að menn gætu velt vöngum yfir þessu en á morgni föstudags áttu menn að vakna með Leikni í huga. Þetta eru fagmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þetta er bara fótbolti, þeir hafa undirbúið sig eins og menn og þetta hefur ekki truflað okkur þannig.“ Treysti á Hafnfirðinga að styðja okkur Leikur FH og Leiknis átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Þess í stað verður hann á óvenjulegum tíma í dag, klukkan 15:15. Til að fá fólk á völlinn sendu FH-ingar bæjarstjórn og öðrum auðmönnum í Hafnarfirði beiðni á samfélagsmiðlum um að loka vinnustöðum og skólum snemma. „Ég hef ekki fengið fregnir af því en vona að það gangi vel. Ég treysti á Hafnfirðinga að styðja okkur og ýta okkur yfir línuna,“ sagði Sigurvin léttur. Hann á samt ekki von á margmenni á leiknum á eftir. „Raunhæft séð myndi maður halda að það verði ekki full stúka. En ég er niðri í Krika núna og veðrið er yndislegt. Við erum ekki að tala um heilan frídag. Menn geta verið rosalega duglegir fyrir hádegið og notið svo síðdegisins á vellinum.“ Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Farið verður yfir leiki dagsins í Stúkunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:15. Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir „Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. 10. október 2022 11:31 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Sjá meira
Mikið hefur gengið á hjá FH undanfarna daga. Um þarsíðustu helgi tapaði liðið fyrir Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og laut svo í lægra haldi fyrir ÍBV á miðvikudaginn. Daginn eftir steig Eiður tímabundið til hliðar sem þjálfari FH eftir að hafa verið tekinn ölvaður við akstur. Sigurvin mun stýra FH-ingum út tímabilið og fær það verðuga verkefni að bjarga liðinu frá falli. FH hefur leikið samfleytt í efstu deild frá 2001. „Ég hef ekki skynjað mikið havarí,“ sagði Sigurvin í samtali við Vísi, aðspurður hvort atburðir síðustu daga hafi lagst þungt á leikmenn FH. „Þetta er auðvitað stór frétt. Á fimmtudaginn tókum við í sameiningu ákvörðun að menn gætu velt vöngum yfir þessu en á morgni föstudags áttu menn að vakna með Leikni í huga. Þetta eru fagmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þetta er bara fótbolti, þeir hafa undirbúið sig eins og menn og þetta hefur ekki truflað okkur þannig.“ Treysti á Hafnfirðinga að styðja okkur Leikur FH og Leiknis átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Þess í stað verður hann á óvenjulegum tíma í dag, klukkan 15:15. Til að fá fólk á völlinn sendu FH-ingar bæjarstjórn og öðrum auðmönnum í Hafnarfirði beiðni á samfélagsmiðlum um að loka vinnustöðum og skólum snemma. „Ég hef ekki fengið fregnir af því en vona að það gangi vel. Ég treysti á Hafnfirðinga að styðja okkur og ýta okkur yfir línuna,“ sagði Sigurvin léttur. Hann á samt ekki von á margmenni á leiknum á eftir. „Raunhæft séð myndi maður halda að það verði ekki full stúka. En ég er niðri í Krika núna og veðrið er yndislegt. Við erum ekki að tala um heilan frídag. Menn geta verið rosalega duglegir fyrir hádegið og notið svo síðdegisins á vellinum.“ Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Farið verður yfir leiki dagsins í Stúkunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:15.
Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir „Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. 10. október 2022 11:31 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Sjá meira
„Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. 10. október 2022 11:31