Ómar dró sig út úr landsliðshópnum af persónulegum ástæðnum. Hann var ekki í leikmannahópi Magdeburg þegar liðið vann Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í gær.
Kristján Örn, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, tekur sæti Ómars í íslenska hópnum. Tvær aðrar örvhentar skyttur eru í honum; Teitur Örn Einarsson og Viggó Kristjánsson.
Donni hefur leikið nítján landsleiki og skorað nítján mörk. Hann var í íslenska hópnum á HM 2021 og EM 2022. Donni leikur með PAUC í Frakklandi og er á sínu þriðja tímabili hjá liðinu.
Ísland mætir Ísrael á Ásvöllum á miðvikudaginn og Eistlandi ytra á laugardaginn.