Sérfræðingar síðasta þáttar voru landsliðshetjurnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson sem léku lengi saman í atvinnumennsku.
„Við ætlum að fara í geggjaðan lið: Útskýrðu grammið. Hér eru menn að fara að útskýra Instagram myndir,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar.
„Ég vil ekki sá þetta,“ sagði Logi Geirsson þá í léttum tón. „Ég veit ekki hvaða mynd kemur fyrst,“ sagði Stefán Árni. „Ekki segja þetta,“ svaraði þá Logi.
Hér fyrir neðan má síðan sjá þá félaga fara yfir þessar myndir í meira gríni en alvöru.
Fyrsta myndin hans Ásgeirs Arnar var tekin baksviðs á tónleikum með Drake en þangað var okkar maður kominn í boði stórskyttunnar Mikkel Hansen þegar þeir léku saman hjá PSG.
Fyrsta myndina hans Loga var aftur á móti tekin í sundlauginni við hús Arons Pálmarssonar í Barcelona. Logi fékk það verkefni að gæta hússins og hundanna þegar Aron var á keppnisferðalagi.
Allir höfðu gaman að þessum myndum en það má sjá yfirferðina hér fyrir neðan.