Spáir snöggri lækkun á fasteignaverði Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2022 19:46 Liz Truss gekk glaðbeitt á fund leiðtoga annarra evrópuríkja í síðustu viku en heima fyrir eru vandamálin ærin. AP/Alastair Grant Íslenskur hagfræðingur hjá London School of Economics í Bretlandi segir að fasteignaverð þar og hér á landi geti lækkað mjög snögglega vegna mikilla vaxtahækkana. Nái spár alþjóðlegra fjármálastofnana um samdrátt á næsta ári fram að ganga hefði það mjög fljótlega áhrif á íslenskan efnahag. Liz Truss vann leiðtogakjörið í breska Íhaldsflokknum með loforðum um miklar skattalækkanir til að örva breskt efnahagslíf. Þar eins og víða annars staðar glíma stjórnvöld við mikla verðbólgu og hækkun vaxta. Um leið og breska stjórninn kynnti efnahagstillögur sínar lá við að lífeyrissjóðir færu á hausinn vegna lækkandi verðs á ríkisskuldabréfum þannig að Englandsbanki greip inn í með stórfelldum kaupum á bréfunum. Jón Daníelsson prófessor í hagfræði við London School of Economics segir ríkisstjórn Bretlands hafa gert mistök með efnahagsaðgerðum sínum.Vísir/ Jón Daníelsson prófessor í hagfræði við London School of Economics (LSE) segir aðgerðirnar óraunhæfar. „Það sem virðist hafa gerst er að breska ríkisstjórnin eins og kannski stjórnmálamenn oft eru, trúði að náttúrulögmálin ættu ekki við í Bretlandi. Kom með aðgerðir sem voru óraunhæfar. Síðan greip hið efnahagslega þyngdarlögmál við og allt hrundi niður hjá þeim. Núna er ríkisstjórnin farin að tala skynsamlega, bæði efnahagslega og pólitískt um þær aðgerðir sem þarf að grípa til,“ segir Jón. Breska ríkisstjórnin á enn eftir að koma aðgerðapakka sínum í gegnum breska þingið. Bretar glíma við mikla verðbólgu og hækkandi vexti eins og flestar aðrar vestrænar þjóðir.Getty Með öðrum orðum ríkisstjórnin hefur dregið stóran hluta aðgerða sinna til baka. Hætti fljótlega við að fella niður hátekjuskatt og virðist vera gefa undan með að hækkun framlaga til velferðarmála skuli fylgja verðbólgu en ekki hækkun launa. Jón segir að vextir muni halda áfram að hækka töluvert með tilheyrandi áhrifum á fasteignamarkaðinn þar og á Íslandi. „Verð á fasteignamarkaði getur farið aðfalla töluvert mikið. Því fólk er að fjármagna fasteignir með því að taka peninga að láni. Ef vextirnir fara mjög hratt upp eins og þeir eru að gera mun það hafa mjög truflandi áhrif á efnahagslífið,“ segir Jón. Vonandi verði lendingin tiltölulega mjúk en óvissan væri mikil. Fari að halla undan fæti hjá Bretum og öðrum þjóðum muni það hafa áhrif á íslenskar útflutningstekjur. „Við erum aðflytja út lúxus vöru. Ef það verður samdráttur í efnahagslífinu í Evrópu eða Bandaríkjunum þá minnkar náttúrlega eftirspurnin eftir lúxusvöru mjög hratt. Þannig að við myndum strax finna fyrir því ef það verður einhver alvarlegur samdráttur,“sagði Jón Daníelsson. Bretland Efnahagsmál Húsnæðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“ Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“ 5. október 2022 16:37 Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. 27. september 2022 11:45 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Liz Truss vann leiðtogakjörið í breska Íhaldsflokknum með loforðum um miklar skattalækkanir til að örva breskt efnahagslíf. Þar eins og víða annars staðar glíma stjórnvöld við mikla verðbólgu og hækkun vaxta. Um leið og breska stjórninn kynnti efnahagstillögur sínar lá við að lífeyrissjóðir færu á hausinn vegna lækkandi verðs á ríkisskuldabréfum þannig að Englandsbanki greip inn í með stórfelldum kaupum á bréfunum. Jón Daníelsson prófessor í hagfræði við London School of Economics segir ríkisstjórn Bretlands hafa gert mistök með efnahagsaðgerðum sínum.Vísir/ Jón Daníelsson prófessor í hagfræði við London School of Economics (LSE) segir aðgerðirnar óraunhæfar. „Það sem virðist hafa gerst er að breska ríkisstjórnin eins og kannski stjórnmálamenn oft eru, trúði að náttúrulögmálin ættu ekki við í Bretlandi. Kom með aðgerðir sem voru óraunhæfar. Síðan greip hið efnahagslega þyngdarlögmál við og allt hrundi niður hjá þeim. Núna er ríkisstjórnin farin að tala skynsamlega, bæði efnahagslega og pólitískt um þær aðgerðir sem þarf að grípa til,“ segir Jón. Breska ríkisstjórnin á enn eftir að koma aðgerðapakka sínum í gegnum breska þingið. Bretar glíma við mikla verðbólgu og hækkandi vexti eins og flestar aðrar vestrænar þjóðir.Getty Með öðrum orðum ríkisstjórnin hefur dregið stóran hluta aðgerða sinna til baka. Hætti fljótlega við að fella niður hátekjuskatt og virðist vera gefa undan með að hækkun framlaga til velferðarmála skuli fylgja verðbólgu en ekki hækkun launa. Jón segir að vextir muni halda áfram að hækka töluvert með tilheyrandi áhrifum á fasteignamarkaðinn þar og á Íslandi. „Verð á fasteignamarkaði getur farið aðfalla töluvert mikið. Því fólk er að fjármagna fasteignir með því að taka peninga að láni. Ef vextirnir fara mjög hratt upp eins og þeir eru að gera mun það hafa mjög truflandi áhrif á efnahagslífið,“ segir Jón. Vonandi verði lendingin tiltölulega mjúk en óvissan væri mikil. Fari að halla undan fæti hjá Bretum og öðrum þjóðum muni það hafa áhrif á íslenskar útflutningstekjur. „Við erum aðflytja út lúxus vöru. Ef það verður samdráttur í efnahagslífinu í Evrópu eða Bandaríkjunum þá minnkar náttúrlega eftirspurnin eftir lúxusvöru mjög hratt. Þannig að við myndum strax finna fyrir því ef það verður einhver alvarlegur samdráttur,“sagði Jón Daníelsson.
Bretland Efnahagsmál Húsnæðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“ Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“ 5. október 2022 16:37 Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. 27. september 2022 11:45 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“ Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“ 5. október 2022 16:37
Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41
Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54
Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. 27. september 2022 11:45