„Nauðsynlegt að við tryggjum aukið öryggi okkar lögreglumanna“ Fanndís Birna Logadóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 11. október 2022 23:46 Dómsmálaráðherra segir afbrotavarnafrumvarp vera á leiðinni. STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir afbrotavarnafrumvarp vera á leiðinni. Til skoðunar sé að auka varnir lögreglu en ávinningurinn af því sé augljós, mikilvægt sé að tryggja öryggi lögreglumanna. Í samtali við fréttastofu staðfestir dómsmálaráðherra að afbrotavarnafrumvarp sé á leiðinni, það muni auka heimildir lögreglu til afbrotavarna og til þess að sinna fyrirbyggjandi störfum vegna skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Frumvarpið sé á lokametrunum en það hafi verið í undirbúningi í marga mánuði. „Þetta er gríðarlega mikilvægt skref til þess að samræma vinnubrögð okkar lögregluyfirvalda við lögregluyfirvöld í öðrum löndum. Sérstaklega á vettvangi eins og ég segi skipulagðrar brotastarfsemi og þeim hættum sem að ríkinu kunna að steðja,“ segir ráðherra. Með samræmdum vinnubrögðum sé hægt að skiptast á upplýsingum til þess að vinna gegn brotastarfsemi. „Mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós“ Aðspurður hvort það sé til skoðunar að rafbyssuvæða lögregluflotann segir Jón að verið sé að skoða að auka varnir lögreglu. Lögreglan hafi takmörkuð tól til þess að bregðast við auknum vopnaburði. Hann segir færri slys verða hjá öðrum ríkjum sem hafi rafbyssuvætt lögreglu, færri slys séu einnig á þeim sem lögregla hefur afskipti af. „Þannig mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós og það er mikil samstaða bæði meðal lögreglustjóra, lögreglumanna, landsambands lögreglumanna og annarra, að við getum stigið einhver skref til þess að tryggja frekari öryggi lögreglumanna okkar til þess að þeir séu betur í stakk búnir til þess að gæta öryggis borgaranna,“ segir Jón. Lögreglumenn á vakt.Vísir/Vilhelm Hann segir það til skoðunar hvernig innleiðing á rafbyssum myndi fara fram en strangar verklagsreglur myndu gilda um notkun þeirra. Mikil þjálfun myndi þurfa að fara fram og þar með mikill undirbúningur, einnig væri breyting sem þessi kostnaðarsöm. Þegar ráðherra er spurður út í aðgerðir gegn alvarlegum ofbeldisbrotum segir hann nauðsynlegt að bregðast við þeim, aukinn vopnaburður hér á landi sé mikið áhyggjuefni. Frekari samfélagsleg umræða sé nauðsynleg, hún þurfi að eiga sér stað í skólakerfinu sem og víðar. „Vera öll á vaktinni þegar við fréttum af þessu en að sama skapi og á sama tíma að þá er mjög nauðsynlegt að við tryggjum aukið öryggi okkar lögreglumanna,“ segir Jón. Fréttastofa fjallaði í gærkvöldi um þá miklu aukningu sem hefur orðið á tilkynningum vegna alvarlegra ofbeldisbrota en aldrei hafa jafn mörg slík verið á skrá lögreglu höfuðborgarsvæðisins á fyrstu níu mánuðum ársins. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 voru tilkynningarnar 88 talsins en á þessu ári eru þær 223. Í fyrra voru tilkynningarnar 197 á sama tímabili. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Rafbyssur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Í samtali við fréttastofu staðfestir dómsmálaráðherra að afbrotavarnafrumvarp sé á leiðinni, það muni auka heimildir lögreglu til afbrotavarna og til þess að sinna fyrirbyggjandi störfum vegna skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Frumvarpið sé á lokametrunum en það hafi verið í undirbúningi í marga mánuði. „Þetta er gríðarlega mikilvægt skref til þess að samræma vinnubrögð okkar lögregluyfirvalda við lögregluyfirvöld í öðrum löndum. Sérstaklega á vettvangi eins og ég segi skipulagðrar brotastarfsemi og þeim hættum sem að ríkinu kunna að steðja,“ segir ráðherra. Með samræmdum vinnubrögðum sé hægt að skiptast á upplýsingum til þess að vinna gegn brotastarfsemi. „Mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós“ Aðspurður hvort það sé til skoðunar að rafbyssuvæða lögregluflotann segir Jón að verið sé að skoða að auka varnir lögreglu. Lögreglan hafi takmörkuð tól til þess að bregðast við auknum vopnaburði. Hann segir færri slys verða hjá öðrum ríkjum sem hafi rafbyssuvætt lögreglu, færri slys séu einnig á þeim sem lögregla hefur afskipti af. „Þannig mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós og það er mikil samstaða bæði meðal lögreglustjóra, lögreglumanna, landsambands lögreglumanna og annarra, að við getum stigið einhver skref til þess að tryggja frekari öryggi lögreglumanna okkar til þess að þeir séu betur í stakk búnir til þess að gæta öryggis borgaranna,“ segir Jón. Lögreglumenn á vakt.Vísir/Vilhelm Hann segir það til skoðunar hvernig innleiðing á rafbyssum myndi fara fram en strangar verklagsreglur myndu gilda um notkun þeirra. Mikil þjálfun myndi þurfa að fara fram og þar með mikill undirbúningur, einnig væri breyting sem þessi kostnaðarsöm. Þegar ráðherra er spurður út í aðgerðir gegn alvarlegum ofbeldisbrotum segir hann nauðsynlegt að bregðast við þeim, aukinn vopnaburður hér á landi sé mikið áhyggjuefni. Frekari samfélagsleg umræða sé nauðsynleg, hún þurfi að eiga sér stað í skólakerfinu sem og víðar. „Vera öll á vaktinni þegar við fréttum af þessu en að sama skapi og á sama tíma að þá er mjög nauðsynlegt að við tryggjum aukið öryggi okkar lögreglumanna,“ segir Jón. Fréttastofa fjallaði í gærkvöldi um þá miklu aukningu sem hefur orðið á tilkynningum vegna alvarlegra ofbeldisbrota en aldrei hafa jafn mörg slík verið á skrá lögreglu höfuðborgarsvæðisins á fyrstu níu mánuðum ársins. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 voru tilkynningarnar 88 talsins en á þessu ári eru þær 223. Í fyrra voru tilkynningarnar 197 á sama tímabili.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Rafbyssur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira