Bandaríska landsliðið tapar tveimur í röð í fyrsta sinn í fimm ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 13:00 Megan Rapinoe gengur mjög svekkt af vell á meðan þær spænsku fagna góðum sigri. Getty/ Juan Manuel Serrano Arce Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti að sætta sig við tap á móti hálfgerðu varaliði Spánar í vináttulandsleik í Pamplona í gær. Spánn vann leikinn 2-0 en þetta var annað tap bandaríska landsliðsins í röð. Þær bandarísku töpuðu líka 2-1 fyrir þeim ensku á Wembley í þessum landsleikjaglugga. Laia Codina kom spænska liðinu yfir eftir fast leikatriði í fyrri hálfleik og Esther Gonzalez innsiglaði síðan sigurinn í seinni hálfleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Það þarf að fara alla leið aftur til mars 2017 til að finna þær bandarísku tapa tveimur leikjum í röð en þá töpuðu þær fyrir Englandi og Frakklandi í SheBelieves bikarnum. Það eru enn fremur liðin næstum því þrjú ár síðan að liðið fékk á sig mark í tveimur leikjum í röð. Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Bandaríska liðið er efst á styrkleikalista FIFA og hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Úrslitin eru sérstaklega merkileg fyrir þær sakir að spænska liðið var án fimmtán öflugra landsliðskvenna sem gáfu ekki kost á sér til að mótmæla aðstöðu og umgjörð liðsins. Spænska knattspyrnusambandið leit á þetta sem tilraun landsliðskvennanna til að bola út þjálfaranum Jorge Vilda en leikmennirnir hafa þvertekið fyrir það. Jorge Vilda sagðist ekki ætla að segja af sér og kallaði bara á nýja leikmenn í staðinn. Spænski landsliðsþjálfarinn umdeildi náði þar að setja saman öflugt lið sem gerði jafntefli við sterkt lið Svía og vann svo þennan góða sigur. Nú er að sjá hver næstu skref verða hjá þessum leikmönnum sem skrópuðu í þetta verkefni. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira
Spánn vann leikinn 2-0 en þetta var annað tap bandaríska landsliðsins í röð. Þær bandarísku töpuðu líka 2-1 fyrir þeim ensku á Wembley í þessum landsleikjaglugga. Laia Codina kom spænska liðinu yfir eftir fast leikatriði í fyrri hálfleik og Esther Gonzalez innsiglaði síðan sigurinn í seinni hálfleiknum. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Það þarf að fara alla leið aftur til mars 2017 til að finna þær bandarísku tapa tveimur leikjum í röð en þá töpuðu þær fyrir Englandi og Frakklandi í SheBelieves bikarnum. Það eru enn fremur liðin næstum því þrjú ár síðan að liðið fékk á sig mark í tveimur leikjum í röð. Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Bandaríska liðið er efst á styrkleikalista FIFA og hefur unnið tvo síðustu heimsmeistaratitla. Úrslitin eru sérstaklega merkileg fyrir þær sakir að spænska liðið var án fimmtán öflugra landsliðskvenna sem gáfu ekki kost á sér til að mótmæla aðstöðu og umgjörð liðsins. Spænska knattspyrnusambandið leit á þetta sem tilraun landsliðskvennanna til að bola út þjálfaranum Jorge Vilda en leikmennirnir hafa þvertekið fyrir það. Jorge Vilda sagðist ekki ætla að segja af sér og kallaði bara á nýja leikmenn í staðinn. Spænski landsliðsþjálfarinn umdeildi náði þar að setja saman öflugt lið sem gerði jafntefli við sterkt lið Svía og vann svo þennan góða sigur. Nú er að sjá hver næstu skref verða hjá þessum leikmönnum sem skrópuðu í þetta verkefni.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira