Hin 36 ára Cuoco greindi frá tíðindunum á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi.
Leikkonan er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Penny í þáttunum Big Bang Theory, Bridget Hennessy í þáttunum 8 Simple Rules og Cassie Bowden í þáttunum The Flight Attendant.
Cuoco greinir frá því að von sé á stúlkubarni á næsta ári.
Þau Cuoco og Pelphrey greindu frá því fyrr á árinu að þau væru par. Pelphrey er einnig leikari og hefur meðal annars gert garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í þáttunum Ozark og Iron Fist.