„Gerðu ljósið í eldhúsinu rautt”: Tæknin komin mun lengra en fólk heldur Snorri Másson skrifar 14. október 2022 07:33 Fjallað var um meiriháttar framfarir á sviði íslenskrar máltækni í Íslandi í dag, þar sem tekið var hús á fyrirtækinu Miðeind. Þar er nú hægt að biðja snjalltæki um að slökkva og kveikja ljós, skipta um lag í hátölurum og einnig má leiðrétta ófullkominn texta sjálfvirkt með miklum árangri. Allt á íslensku. Sjá má dæmi um þessar aðgerðir í innslaginu hér að ofan ásamt því sem rætt er við Vilhjálm Þorsteinsson, stofnanda Miðeindar. Vilhjálmur segir að raddgreiningartæknin sé að verða sífellt betri, en að mönnum sé eðlislægt að nota tækni þar sem hægt er að tala og fá svör. „Þannig að ég held að þetta muni gerast smám saman,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Þorsteinsson forritari og fjárfestir með meiru er eigandi Miðeindar ehf. sem sinnir uppbyggingu máltækni sem hluti af máltækniáætlun stjórnvalda. Hann segir íslenska tungu snaran þátt í sjálfstæði þjóðarinnar og að tæknin muni hjálpa við að viðhalda henni.Vísir/Garpur Smáforritið Embla hefur þegar sýnt íslenskum notendum hvers það er megnugt og þar er hægt að spyrja út í ýmislegt gagnlegt, á íslensku. En eins sniðug og Embla er, felst starf Miðeindar ekki síður í að búa til grunntækni sem síðan má afhenda stórfyrirtækjunum; Apple, Google, Facebook; sem svo vonandi byggja ofan á hann til að bjóða upp á íslensku í sínum tækjum. „Áhrif tækninnar eru geysilega mikil og eiga bara eftir að fara vaxandi með tilkomu gervigreindar. Við þurfum að passa okkur að íslenskan sé þarna og mæti börnunum okkar og okkur sjálfum þar sem við viljum vera; til dæmis í samskiptum við spjaldtölvurnar, símana okkar og tölvurnar sem við erum með á skrifstofunum,“ segir Vilhjálmur. Máltækniáætlun stjórnvalda frá 2018 til 2022 er nú lokið og óvíst hvert framhaldið verður. Vilhjálmur teldi æskilegast að halda áfram á sömu braut nema með aukinni áherslu á gervigreind og að ýta tækninni út til atvinnulífs og almennings. Ísland í dag Íslensk tunga Íslensk fræði Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. 16. nóvember 2021 23:16 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Sjá má dæmi um þessar aðgerðir í innslaginu hér að ofan ásamt því sem rætt er við Vilhjálm Þorsteinsson, stofnanda Miðeindar. Vilhjálmur segir að raddgreiningartæknin sé að verða sífellt betri, en að mönnum sé eðlislægt að nota tækni þar sem hægt er að tala og fá svör. „Þannig að ég held að þetta muni gerast smám saman,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Þorsteinsson forritari og fjárfestir með meiru er eigandi Miðeindar ehf. sem sinnir uppbyggingu máltækni sem hluti af máltækniáætlun stjórnvalda. Hann segir íslenska tungu snaran þátt í sjálfstæði þjóðarinnar og að tæknin muni hjálpa við að viðhalda henni.Vísir/Garpur Smáforritið Embla hefur þegar sýnt íslenskum notendum hvers það er megnugt og þar er hægt að spyrja út í ýmislegt gagnlegt, á íslensku. En eins sniðug og Embla er, felst starf Miðeindar ekki síður í að búa til grunntækni sem síðan má afhenda stórfyrirtækjunum; Apple, Google, Facebook; sem svo vonandi byggja ofan á hann til að bjóða upp á íslensku í sínum tækjum. „Áhrif tækninnar eru geysilega mikil og eiga bara eftir að fara vaxandi með tilkomu gervigreindar. Við þurfum að passa okkur að íslenskan sé þarna og mæti börnunum okkar og okkur sjálfum þar sem við viljum vera; til dæmis í samskiptum við spjaldtölvurnar, símana okkar og tölvurnar sem við erum með á skrifstofunum,“ segir Vilhjálmur. Máltækniáætlun stjórnvalda frá 2018 til 2022 er nú lokið og óvíst hvert framhaldið verður. Vilhjálmur teldi æskilegast að halda áfram á sömu braut nema með aukinni áherslu á gervigreind og að ýta tækninni út til atvinnulífs og almennings.
Ísland í dag Íslensk tunga Íslensk fræði Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. 16. nóvember 2021 23:16 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. 16. nóvember 2021 23:16