Rétturinn til að standa á sviði Iva Marín Adrichem skrifar 13. október 2022 09:01 Þegar ég var lítil dreymdi mig um að verða atvinnukona í fimleikum. Ég lagði mig alla fram við að æfa fimleika en sú stund rann upp að ég fór að dragast aftur úr jafnöldrum mínum. Því voru foreldrar mínir og þjálfari tilneydd að setjast niður með mér og taka erfitt samtal um að því miður væri ekki mögulegt fyrir mig að keppa í hópi ófatlaðra jafnaldra minna í framtíðinni. Á sama tíma sögðu þau mér að ég hefði hins vegar mikla hæfileika á sviði tónlistar og náms og hvöttu þau mig eindregið til að einbeita mér að því frekar en að eltast við fimleikadrauminn, sem allir nema litla barnið ég vissu að væri óraunhæfur. Þó þetta samtal hafi tekið virkilega mikið á mig og alla sem áttu í hlut er ég mjög þakklát í dag fyrir að hafa fengið raunsæja mynd á framtíðarmöguleikum mínum og hvatningu til að leggja fyrir mig mína helstu styrkleika. Líklega er það forsenda þess að ég starfa sem söngkona í dag og að ég lagði fyrir mig lögfræðinám. Í rauninni fyndist mér mannvonska ef foreldrar mínir hefðu gert mér upp óraunhæfar vonir til þess eins að særa mig ekki. Þessa fortíðarhugleiðingu vil ég setja í samhengi við mikla umræðu um inngildingu fatlaðs fólks og annarra jaðarhópa í listum og menningu, sérstaklega sviðslistum. Í gær var haldið málþing í Þjóðleikhúsinu í kjölfar mikillar gagnrýni vegna túlkunar ófatlaðs manns á fatlaðri persónu í söngleiknum Sem á himni. Mörgu fötluðu fólki finnast birtingarmyndir þess á sviðinu einsleitar og gera kröfu um aukna þátttöku og sýnileika í leikhúslífinu. Ég fagna þessari umræðu mjög og vonast einlæglega til þess að hún hafi opnað augu listrænna stjórnenda til að gefa fötluðu fólki tækifæri á að takast á við hlutverk til jafns við aðra. Sjálf hef ég upplifað beina mismunun vegna fötlunar og það er von mín að við séum komin lengra í dag. Varðandi hugtakið inngildingu hef ég þó margar spurningar sem ekki virðast vera til skýr svör við. Hvenær er maður inngiltur að fullu inn í samfélagið? Hvenær verðum við sátt við birtingarmyndir minnihlutahópa í dægurmenningu og listum? Felur inngilding í sér að fatlað fólk fái eingöngu hlutverkin sín vegna fötlunar sinnar eða verða gerðar sömu kröfur til allra? Svörin sem ég fékk við þessum spurningum á málþinginu voru á þá leið að umræðan væri of stutt á veg komin til að ákvarða endanlega niðurstöðu. Þá vaknar sú spurning óneitanlega hver forsendan fyrir samtalinu sé ef þeir sem leggja fram kröfur um breytingar hafa ekki skýrt mótaða sýn á hvers krafist er í framtíðinni. Það er lykilatriði að jafnrétti verði haft í heiðri, án þess að slakað sé á kröfum eða að fötluðum einstaklingi sé veitt hlutverk í leiksýningu í atvinnuleikhúsi á grunndvelli fötlunar. Á málþinginu í gær, fannst mér það viðhorf endurspeglast að slaka megi á kröfum gagnvart fólki sem tilheyrir minnihlutahópum. Mig sem fatlaðri sviðslistakonu, hryllir við þessu viðhorfi. Ef við viljum raunverulega berjast fyrir jafnrétti er ekki leiðin að upphefja minnihlutastöðu fólks og láta hana skipta öllu máli í fari þess. Þjóðleikhússtjóri og rektor Listaháskóla Íslands voru á umræddu málþingi spurð höstuglega hve margir í inntöku og verkefnanefndum á þeirra vegum tilheyrðu minnihlutahópum. Þessi spurning endurspeglar þau viðhorf að greinilega skipti hæfni, frammistaða, listræn gæði og/eða persónuleiki fólks í slíkum nefndum minna máli en samfélagsleg staða. Með slíku viðhorfi er manneskja gerð eingöngu að þeim minnihlutahóp sem hún tilheyrir og þar með falla öll hennar gildi í skuggann af því og hún gerð að viðfangi. Slíkt viðhorf felur í sér gríðarlega smættun og vanvirðingu og ætti ekki að líðast athugasmdalaust. Allir eiga að lúta sömu kröfum, óháð stöðu í samfélaginu. Alveg eins og það eru ekki mannréttindi að verða frægur, heyrir það ekki undir mannréttindi að standa á stóra sviði atvinnuleikhúss eða starfa sem atvinnulistamaður. Sem atvinnusöngkona er ég sjálf mjög meðvituð um að ég fékk tækifæri sem margir aðrir fengu ekki, en ég lagði jafnframt á mig ómælda vinnu í að falast eftir þeim tækifærum með því að setja markið hátt og reyna að verða betri í minni grein en samkeppnin. Því vann ég mér inn fyrir þeirri stöðu sem ég er í núna. Ég vil senda skýr skilaboð um að rétt eins og það að finna fyrir höfnun og mismunun á tækifærum í starfi mínu, þá er sú hugsun engu skárri að fá vinnu, eingöngu vegna fötlunar minnar, vitandi að betri söngkonu eða lögfræðingi hafi verið hafnað vegna þess að réttara var talið að ráða manneskju í minnihlutahóp. Alveg eins og ég gat ekki orðið atvinnukona í fimleikum, geta því miður ekki allir orðið atvinnulistamenn. Það er leiðinlegt en því miður er lífið bara ekki alltaf skemmtilegt eða sanngjarnt. Atvinnuleikhús og listageirinn verða að tryggja jafnan rétt og tækifæri allra, en á sama tíma má ekki mismuna eftir stöðu í samfélaginu. Að lokum langar mig að bjóða mig formlega fram við að aðstoða Þjóðleikhúsið við mótun inngildingarstefnu. Sem ung söngkona, flokkuð í fleiri minnihlutahópa en góðu hófi gegnir og með stjórnsýslulögin á heilanum, þá tel ég mig vel til þess fallna að bæta listaheiminn, bæði út frá sjónarhorni jafnréttis sem og framfylgd laga og reglugerða. Höfundur er söngkona og laganemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikhús Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítil dreymdi mig um að verða atvinnukona í fimleikum. Ég lagði mig alla fram við að æfa fimleika en sú stund rann upp að ég fór að dragast aftur úr jafnöldrum mínum. Því voru foreldrar mínir og þjálfari tilneydd að setjast niður með mér og taka erfitt samtal um að því miður væri ekki mögulegt fyrir mig að keppa í hópi ófatlaðra jafnaldra minna í framtíðinni. Á sama tíma sögðu þau mér að ég hefði hins vegar mikla hæfileika á sviði tónlistar og náms og hvöttu þau mig eindregið til að einbeita mér að því frekar en að eltast við fimleikadrauminn, sem allir nema litla barnið ég vissu að væri óraunhæfur. Þó þetta samtal hafi tekið virkilega mikið á mig og alla sem áttu í hlut er ég mjög þakklát í dag fyrir að hafa fengið raunsæja mynd á framtíðarmöguleikum mínum og hvatningu til að leggja fyrir mig mína helstu styrkleika. Líklega er það forsenda þess að ég starfa sem söngkona í dag og að ég lagði fyrir mig lögfræðinám. Í rauninni fyndist mér mannvonska ef foreldrar mínir hefðu gert mér upp óraunhæfar vonir til þess eins að særa mig ekki. Þessa fortíðarhugleiðingu vil ég setja í samhengi við mikla umræðu um inngildingu fatlaðs fólks og annarra jaðarhópa í listum og menningu, sérstaklega sviðslistum. Í gær var haldið málþing í Þjóðleikhúsinu í kjölfar mikillar gagnrýni vegna túlkunar ófatlaðs manns á fatlaðri persónu í söngleiknum Sem á himni. Mörgu fötluðu fólki finnast birtingarmyndir þess á sviðinu einsleitar og gera kröfu um aukna þátttöku og sýnileika í leikhúslífinu. Ég fagna þessari umræðu mjög og vonast einlæglega til þess að hún hafi opnað augu listrænna stjórnenda til að gefa fötluðu fólki tækifæri á að takast á við hlutverk til jafns við aðra. Sjálf hef ég upplifað beina mismunun vegna fötlunar og það er von mín að við séum komin lengra í dag. Varðandi hugtakið inngildingu hef ég þó margar spurningar sem ekki virðast vera til skýr svör við. Hvenær er maður inngiltur að fullu inn í samfélagið? Hvenær verðum við sátt við birtingarmyndir minnihlutahópa í dægurmenningu og listum? Felur inngilding í sér að fatlað fólk fái eingöngu hlutverkin sín vegna fötlunar sinnar eða verða gerðar sömu kröfur til allra? Svörin sem ég fékk við þessum spurningum á málþinginu voru á þá leið að umræðan væri of stutt á veg komin til að ákvarða endanlega niðurstöðu. Þá vaknar sú spurning óneitanlega hver forsendan fyrir samtalinu sé ef þeir sem leggja fram kröfur um breytingar hafa ekki skýrt mótaða sýn á hvers krafist er í framtíðinni. Það er lykilatriði að jafnrétti verði haft í heiðri, án þess að slakað sé á kröfum eða að fötluðum einstaklingi sé veitt hlutverk í leiksýningu í atvinnuleikhúsi á grunndvelli fötlunar. Á málþinginu í gær, fannst mér það viðhorf endurspeglast að slaka megi á kröfum gagnvart fólki sem tilheyrir minnihlutahópum. Mig sem fatlaðri sviðslistakonu, hryllir við þessu viðhorfi. Ef við viljum raunverulega berjast fyrir jafnrétti er ekki leiðin að upphefja minnihlutastöðu fólks og láta hana skipta öllu máli í fari þess. Þjóðleikhússtjóri og rektor Listaháskóla Íslands voru á umræddu málþingi spurð höstuglega hve margir í inntöku og verkefnanefndum á þeirra vegum tilheyrðu minnihlutahópum. Þessi spurning endurspeglar þau viðhorf að greinilega skipti hæfni, frammistaða, listræn gæði og/eða persónuleiki fólks í slíkum nefndum minna máli en samfélagsleg staða. Með slíku viðhorfi er manneskja gerð eingöngu að þeim minnihlutahóp sem hún tilheyrir og þar með falla öll hennar gildi í skuggann af því og hún gerð að viðfangi. Slíkt viðhorf felur í sér gríðarlega smættun og vanvirðingu og ætti ekki að líðast athugasmdalaust. Allir eiga að lúta sömu kröfum, óháð stöðu í samfélaginu. Alveg eins og það eru ekki mannréttindi að verða frægur, heyrir það ekki undir mannréttindi að standa á stóra sviði atvinnuleikhúss eða starfa sem atvinnulistamaður. Sem atvinnusöngkona er ég sjálf mjög meðvituð um að ég fékk tækifæri sem margir aðrir fengu ekki, en ég lagði jafnframt á mig ómælda vinnu í að falast eftir þeim tækifærum með því að setja markið hátt og reyna að verða betri í minni grein en samkeppnin. Því vann ég mér inn fyrir þeirri stöðu sem ég er í núna. Ég vil senda skýr skilaboð um að rétt eins og það að finna fyrir höfnun og mismunun á tækifærum í starfi mínu, þá er sú hugsun engu skárri að fá vinnu, eingöngu vegna fötlunar minnar, vitandi að betri söngkonu eða lögfræðingi hafi verið hafnað vegna þess að réttara var talið að ráða manneskju í minnihlutahóp. Alveg eins og ég gat ekki orðið atvinnukona í fimleikum, geta því miður ekki allir orðið atvinnulistamenn. Það er leiðinlegt en því miður er lífið bara ekki alltaf skemmtilegt eða sanngjarnt. Atvinnuleikhús og listageirinn verða að tryggja jafnan rétt og tækifæri allra, en á sama tíma má ekki mismuna eftir stöðu í samfélaginu. Að lokum langar mig að bjóða mig formlega fram við að aðstoða Þjóðleikhúsið við mótun inngildingarstefnu. Sem ung söngkona, flokkuð í fleiri minnihlutahópa en góðu hófi gegnir og með stjórnsýslulögin á heilanum, þá tel ég mig vel til þess fallna að bæta listaheiminn, bæði út frá sjónarhorni jafnréttis sem og framfylgd laga og reglugerða. Höfundur er söngkona og laganemi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar